Vikan


Vikan - 02.05.1963, Qupperneq 48

Vikan - 02.05.1963, Qupperneq 48
una niilli baks og fóta, og má aldrei slaka á spennunni. YiS höfum æft okkur dálítið í þessu áður, þvi við gerðum ráð fyrir því að geta farið þannig síðasta spölinn. Það leið heldur ekki á löngu, þar til ég gat teygt ísöxina upp á efstu brún lá- réttra klettanna, og eftir nokkrar mínútur drógum við Sigurð', sem ennþá var síðastur, uppfyrir brún- ina. Sigurinn var unninn. En við höfðum varla rænu á að fagna honum nógu veglega, því svo örþreyttir vorum við, að við köstuð'- um okkur þegar niður við brúnina og tókum okkur verðskuldaða hvíld. Fyrir ofan okkur sveimuðu hundruð fugla, en við rætur Eldeyjar barðist brimið við 'klettaveggina. í fjarska sáum við fiskibáta að veiðum, en við gáfum okkur varla tíma til að njóta útsýnisins, — því nú var eftir að komast niður aftur. Það þarf varla að lýsa því, hve erfiðara það getur oft verið að fara niður þverhnýpta hamra, — en upp, enda höfðum við haft af því miklar áhyggjur ef við þyrftum að fara nið- ur eftir veggjum Eldeyjar eftir þeirri leið, sem lýst hefur verið. Við viss- um samt af leiðinni, sem Hjalti og félagar hans fóru forðum, og þótt hún sé illfær neðanfrá, vissum við að keðjan lá uppi á eynni, og því ekkert annað að 'gera fyrir þá, sem þar eru staddir, en að henda neðri enda hennar framaf, og ganga niður eftir henni. Keðjan er tvöföld og keðjurimlar á milli, líkt og á stiga, svo að auðvelt ætti að vera að kom- ast þar niður. En fyrst þurfum við að' hvíla okk- ur og litast um, áður en til þess kæmi að við' færum að hugsa til niðurgöngu. í næstu grein verður skýrt frá því hvernig við komumst aftur til mannabyggða eftir mikil ævintýri og basl, og hvernig Vikan hagnýtti sér nýjustu tækni og aðferðir til ljós- myndatöku af ferðinni, sem fram- kvæmd var af ljósmyndara Vikunn- ar, Kristjáni Magnússyni. G. K. SPILIN Á BORÐIÐ. Framhald af bls. 16. komnir að spilaborðunum til að heyra hvað þarna væri eiginlega á seyði. Umsjónarmaðurinn sneri sér að Rafferty og mælti lágt: „Viljið þér ræða við mig einslega rétt sem snöggvast, herra minn.“ „Við getum talað saman hérna,“ svaraði Rafferty. En þá leit umsjón- armaðurinn á hann, og eitthvað var það víst í þessu tilliti hans, sem varð til þess að Rafferty yppti öxl- um og reis úr sæti sínu. „Jæja, á sama stendur mér,“ sagði hann og gekk rólega spölkorn frá spilaborð- unum og áheyrendum, sem þar höfðu tekið sér stöðu. Umsjónar- maðurinn beygði sig undir böndin, sem afmörkuðu spilavítið, og hélt í humáttina á eftir honum. „Hvað hafið þér tapað miklu?“ spurði umsjónarmaðurinn lágum rómi, þegar þeir voru komnir nokk- uð afsíðis. „Það veit ég ekki svo nákvæm- lega,“ svaraði Rafferty. „Tveim þús- undum, kannski. En hvað kemur það málinu við?“ „Sjáið til,“ sagði umsjónarmað- urinn. ,,í fyrsta lagi vil ég taka það fram, að þetta er að öllu leyti heið- arlegt af okkar hálfu. f öðru lagi, þá kærum við okkur ekki um að verða fyrir neinum óþægindum. Við erum því fúsir að ganga að öllum kröfum — vitanlega innan sann- gjarnra takmarka — til að jafna málin.“ „Þér viljið ekki ganga að því að nota þau spil, sem ég hef boðið,“ sagði Rafferty. „Innan sanngjarnra takmarka, sagði ég,“ maldaði umsjónarmaður- inn í móinn. „En þau spil eru af sömu gerð og þið notið. Ég keypti þau af stúlk- unni þarna í vindlingasölunni í horninu," sagði Rafferty. Umsjónarmaðurinn hristi höfuðið, en gætti þess vandlega að halda ró sinni. „Það getur enginn kallað slíkt sanngirniskröfu, Rafferty. Hvað það snerti, hefur stokkarinn okkar á réttu að standa. Við höfum ekki neinar sannangir fyrir því, að þér hafið keypt spilin þarna. Og við get- um ekki heldur vitað hve langt er síðan. Ef þér keyptuð þau þarna núna að okkur ásjáandi, og við tækjum þau sjálfir úr umbúðunum, að yður ásjáandi, þá væri það vitan- lega í lagi.“ „Jæja þá. Allt í lagi,“ sagði Rafferty. „Fyrirgefið . ..“ „Ég sagði — allt í lagi. Það vor- uð þér, sem settuð skilmálana, og ég geng að þeim.“ „Ég skil yður víst ekki fullkom- lega ...“ „Við skulum ganga saman þarna að vindlingasölunni," sagði Raffer- ty. „Ég kaupi spilin þar, eins og þér lögðuð til, og að því búnu höldum við aftur að spilaborðinu og tökum til aftur, þar sem frá var horfið, nema hvað við notum þessi nýju spil.“ „Heyrið þér mig nú, Rafferty minn góður,“ sagði umsjónarmaður- inn. „Verið þér ekki að þessari vit- leysu.“ „Vitleysu?" Rafferty hækkaði röddina nóg til þess að umsjónar- maðurinn leit felmtraður í kring- um sig. „Kallið þér það vitleysu, þegar ég lýsi mig reiðubúinn að ganga að skilmálum, sem þér hafið sjálfur sett?“ „Ég meinti það auðvitað ekki þannig," dró umsjónarmaðurinn í land. „Gerið yður í hugarlund hvaða dilk það kynni að draga á eftir sér. Setjum sem svo að allir gerðu það að kröfu sinni að spila á sín eigin spil eða varpa sínum eigin tening- um. Það yrði með öllu ógerlegt fyr- ir okkur að ganga úr skugga um að viðkomandi hefðu ekki nein brögð í frammi við okkur.“ „Ég er ekki allir,“ svaraði Raff- erty. „Ég bauð ekki þessa skilmála, heldur voruð það þér. En um leið og ég lýsi mig fúsan að ganga að þeim, viljið þér ekki fyrir nokkum mun standa við þá. Þér hafið sjálfur viðurkennt, að spilin, sem þarna eru seld, séu nákvæmlega þau sömu og þau, sem þið notið. 1 rauninni er þar því alls ekki um að ræða mín spil, heldur yðar, eins og þér hljótið að sjá.“ „Hvaða mismun gerir það þá?“ „Mismunurinn er í því fólginn, að þér segið að það séu nákvæmlega sömu spilin, en ég held því fram að svo sé ekki. Þér hafið sjálfur stung- ið upp á — við getum kallað það tilraun — sem skæri úr um hvort það eru nákvæmlega eins spil, sem seld eru þarna í vindlingasölunni og þau, sem þér notið á spilaborðun- um, og þar með væri sannað að þér hefðuð á réttu að standa, en ég færi með rangt mál ...“ Rafferty gekk yfir að vindlinga- sölunni í horninu, og umsjónarmað- urinn á eftir honum. „Hvað hyggist þér eiginlega fyrir, Rafferty?“ spurði hann. „Ég ætla einungis að kaupa ein spil að yður ásjáandi," svaraði Rafferty. Hann kinkaði kolli til af- greiðslustúlkunnar. „Ein spil,“ sagði hann. „Einn dollar, herra minn,“ svaraði afgreiðslustúlkan um leið og hún lagði spilin á glerplötuna á borðinu. Rafferty lagði einn silfurdollar á borðið og tók spilin. Síðan sneri hann sér að umsjónarmanninum og rétti spilin að honum. „Gerið svo vel,“ sagði hann. „Þér skuluð taka við þeim. Þá getið þér verið þess fullviss, að ég hafi ekki nein svik í frammi." Umsjónarmaðurinn tók við spil- unum og starði á hann um hríð. „Þér hafið tapað meiru en þér hafið efni á, er ekki svo?“ spurði hann. „Og nú eruð þér að reyna að koma illu af stað í hefndarskyni." „Ég er ekki að reyna að koma neinu illu af stað, heldur þér,“ svar- aði Rafferty rólega. Ég hef ekki farið fram á annað en það, að fá úr því skorið hvor okkar hafi þarna rétt fyrir sér. Og ég hef ekki sett yður neina skilmála, heldur einung- is gengið að þeim skilmálum, sem þér settuð sjálfur." Umsjónarmanninum svelgdist á. „En setjum sem svo að nú bregði svo við að þér græðið?" „Þá græði ég ...“ „Og þá fáið þér tilefni til að halda því fram að við höfum spilað falskt. Notað merkt spil?“ „Ef svo er ekki, hafið þér ekki neina ástæðu til að kvíða úrslitun- um .. „Og ef þér haldið áfram að tapa — kennið þér það þá ekki stokkar- anum?“ „Það verða áreiðanlega nógu margir sem fylgjast með þessari til- raun til þess, að hann geti ekki komið neinum brögðum við,“ svar- aði Rafferty rólega. „Ég óttast ekki neina spilagaldra. Ekki að þessu sinni.“ „En þér væruð aftur á móti lík- legur til að halda áfram að kvarta og koma vandræðum af stað, hvern- ig sem svo til tækist." „Það er útilokað," sagði Rafferty. „Sömu spilin eru aldrei notuð leng- ur en í eina klukkustund, eða er það ekki rétt? Og ef ég færi fram á að tilraunin yrði endurtekin, og ég fengi að kaupa önnur spil, þá gætuð þér sagt með sanni að ég gengi einum of langt. Nei, ég hef gengið að skilmálum yðar, og ég mun ekki gera neinar aðrar kröfur til yðar, en að þér standið sjálfur við þá. Og ég bíð þess með nokkurri eftirvæntingu að komast að raun um hvort þér kallið það ósanngirni.“ Umsjónarmaðurinn gerðist undir- leitur. „Þetta er ekki nein sönnun," sagði hann. „Þér hljótið að sjá það sjálfur, að ef við hefðum rangt við á annað borð, mundi ekkert auð- veldara en að haga því þannig að þér grædduð í þetta skiptið." „Ég hefði gaman af því,“ sagði Rafferty. „En ef þér gerðuð það, mundi tilgangurinn alltaf auðsær." „Hvað er það eiginlega þá, sem þér viljið?“ „Að þér standið við skilmála yð- ar, og spilinu verði haldið áfram — á þessi nýju spil.“ „Rafferty," sagði umsjónarmað- urinn. „Ég ...“ Hann hikaði við. „Allt í lagi ... eina klukkustund." „Þakka yður fyrir,“ sagði Raff- erty. Þeir gengu aftur að spilaborðinu. Nýr stokkari var kallaður að borði Raffertys. Umsjónarmaðurinn rauf sjálfur umbúðirnar af nýju spilun- um og afhenti honum. Rafferty spilaði í klukkustund, en umsjónarmaðurinn og sívaxandi skari áhorfenda fylgdist með. Þegar klukkustundinni var lokið, stóð Rafferty upp frá spilaborðinu. Hann hafði þá grætt 18,000 dollara. „Jæja, eruð þér nú ánægður?“ spurði umsjónarmaðurinn, og það var auðséð á honum, að sjálfur var hann ekki sem ánægðastur. „Ekki fyllilega," svaraði Raff- erty. „Það er þessi dollar.“ „Hvaða dollar?“ „Sem ég greiddi fyrir spilin, sem þið notuðuð ...“ „Ég skil,“ svaraði umsjónarmað- urinn. „Ég skil hvað þér eruð að fara, Rafferty," sagði hann og reyndi að hafa stjórn á rödd sinni. „En nú sru spilin notuð, og því ekki framar dollars virði. Þér skuluð því hirða spilin sjálfur, og selja þau á það, sem þér getið fengið fyrir þau. Gerið svo vel, Rafferty, gerið svo vel. Og enda þótt það sé gagnstætt því, sem til er ætlazt að ég segi við viðskipta- vini okkar, ætla ég að segja það samt ... þér skuluð ekki koma hing- að aftur. Það er okkur alltof dýrt spaug að sanna yður að við séum heiðarlegir. Og þó eru það ekki ein- göngu peningarnir, sem koma þarna til greina. Okkur fellur öllu betur við þá viðskiptavini, sem taka okk- ur trúanlega, vegna þess að við erum heiðarlegir og höfum engin brögð í frammi, og þetta traust verður að vera gagnkvæmt. Með öðru móti er ekki nokkur leið að reka neitt fyrirtæki til lengdar. Ekki heldur þetta fyrirtæki. Þér skiljið vonandi mitt viðhorf, herra Rafferty ...“ „Ég skil yður og viðhorf yðar til hlítar, umsjónarmaður,“ svaraði Rafferty. „Og þér þurfið ekki að kvíða því, að ég komi hingað aftur, — VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.