Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 10
þó að þeir, sem dálítið yngri eru, hljóti þar tíðum merkilega bót meina sinna! Ég starði í smásjána. Virti fyrir mér þessa undarlegu lífveru, sem dr. Dombrowski hafði fundið í saltsteinskólfum, sem upp komu við borun niður í saltlög á þúsund metra dýpi. Óneitanlega verður maður gripinn dálítið einkennilegri tilfinningu andspænis þessum elztu fulltrúum lífsins, sem sannanlega höfðu þá enn fundizt — og voru meira að segja ekki útdauðari en það, að vekja mátti þá aftur til lífs við vissar aðstæður. Sú tilfinning er í senn blandin lotningu og tortryggni. En þó bregður henni fyrst og fremst til vanmáttarkenndar. Ekki eingöngu fyrir það, að maður getur ekki sjálfur gert sér vonir um að lifa öllu lengur en í áttatíu til níutíu ár, og þó því aðeins, að éins vel takizt til á allan hátt og sæmilega skynsamleg óskhyggja getur krafizt, en liggja síðan svo steindauður, að jafnvel þeir í Bad Nauheim geta ekki fengið mann til að hreyfa svo mikið sem litlafingur. Þar kemur ekki síður til greina alger uppgjöf manns, þegar um milljónir er að ræða - að minnsta kosti okkar, sem ólmumst upp í virðingu fyrir tugum og hundr- uðum og lotningu fyrir þúsundum. Þrjú hundruð og tuttugu milljónir ára?. Fyrir mann, sem veit sig aldraðan um áttrætt og dauðan um nírætt, er eitthvað svip- að að átta sig á þeirri óravídd í tímanum, og ef áætlunarbílstjóri á sérleyfisleiðinni Reykjavík -Selfoss hygðist miða við þann spotta sér til glöggvunar á vegalengd- inni milli jarðar og Venusar. En hvað um það, þegar ég virti fyrir mér þennan frumlífsfulltrúa gegnum smásjána, þótti mér sem þessi Þýzkalandsför mín hefði þegar veitt mér svo furðulega og stórkostlega upplifun, að mér liði aldrei úr minni. Nokkrum yikum síðar var ég á gangi með dr. Dombrowski um hið afgirta jarð- hitasvæði í Hveragerði. Þar hafði hann líka fundið hluti, sem hann taldi hina merkilegustu; í sambandi við „lífið“ kringum hverina, ef svo má að orði komast. Einkum nefndi hann þar til slýgróður nokkurn, „alger“, sem virtist hafa þróazt á afbrigðilegan hátt til aðhæfingar umhverfi og aðstæðum — en að undanförnu hefur athygli vísindamanna beinzt að þessum slýgróðri í sambandi við athuganir á íæðutegundum, er henta kynnu í „nestið“ handa geimförum og öðrum slíkum íerðalöngum þó að það komi þessu ekki vjð. Nokkuð hafði hann og athugað skor- dýralif við hverina, en kvaðst ekki geta komizt þar að endanlegum niðurstöðum, nema hann fengi tækifæri til að skreppa hingað til lands að vetrarlagi, en með „hingað til lands“ á dr. Dombrowski fyrst og fremst við Hveragerði. Loks var þao, sem hann áleit merkilegast af því, sem hann hafði þarna fundið, einfrum- ungar, sem lifðu og döfnuðu í níutíu til hundrað gráðu heitu vatni, en mundu steindauðir annars staðar við suðumark. Enn ein sönnun fyrir eiginleikum lífsins til aðhæfingar afbrigðilegustu aðstæðum. Loftur Guðmundsson skrifar um upp- götvanir Dombrowskis í Hveragerði og víðar, hina elztu fulltrúa lífsins á jörðinni og margt fleira. Dr. Heinz J. Dombrowski. Ein sönnun fyrir aðlögunarhæfni lífsins, er það að lifandi vcrur skuli hafa fundizt i sjóöandi hveravatni. . ' ifM-iji,.JSQBsgfPiii wmm Góðan dag, fulltrúi ... „... eða því sem næst 320 milljón ára“. „Og enn með lífsmarki?" Lái mér hver sem vill þó að ég hikaði eilítið við að varpa þeirri spurningu fram. „Já, enn með það miklu lífsmarki, að við vissar aðstæður er unnt að vekja þær til lífsins aftur,“ svaraði dr. Heinz J. Dombrowski, prófessor í lífeðlisfræði við hinn fornfræga háskóla í Giessen í Hessen og forstöðumaður hinnar lífeðlisfræðilegu lækningarannsókna- stofnunar í Bad Nauheim. Og ekkert í svip hans eða róm benti til annars en að það væri hversdagslegt viðfangs- efni þeirra í Bad Nauheim að hressa þannig upp á heilsufar elztu fulltrúa lífsins hér á jörð, eftir að þeir höfðu hjarað af sínar 320 milljónir ára, þús- und metra í jörðu niðri. Sízt að undra Fyrir fáeinum vikum bar fundum okkar dr. Heinz J. Dombrowski enn saman. Hann var þá nýkominn úr fyrirlestraför til Bandaríkjanna öðru sinni. Hafði í þetta skiptið verið boðinn þangað af geimvísindastofnuninni bandarísku og flutt fyrirlestra um geimlífeðlisfræði í hópi vísindamanna, er starfa á vegum þeirrar stofnunar, en hún er ýkjulaust talin hvergi eiga sér hliðstæðu, bæði hvað starfslið og vísindaleg og tæknileg starfskilyrði snertir, nema þá í Sovétríkjunum. Nokkru áður hafði dr. Dombrowski verið boðið til fyrirlestrahalds varðandi rannsóknir sínar og kenningar við Sorbonneháskólann í París, svo að hann kemur sannar- lega víðar við en í Hveragerði. Eins og mörgum frábærum vísindamönnum er dr. Dombrowski geíinn sá hæfi- leiki, að geta rætt rannsóknir sínar, niðurstöður og kenningar á svo ljósan hátt, að jafnvel leikmaður getur orðið nokkurs fróðari, auk þess sem hann er — eins og afburðamenn á hvaða sviði sem er yfirleitt -—, svo gersamlega laus við allan hroka, að hann ræðir hugðarefni sín fúslega við hvern þann, sem hefur áhuga á þeim. Og þessa stund, sem við áttum tal saman, sagði hann mér frá ýmsu, svo furðulegu, að ég fékk ósjálfrátt löngun til að klípa sjálfan mig í handlegginn til að fullvissa mig um að mig væri ekki að dreyma. Geimlífeðlisfræðin má kallast ný vísindagrein, en allt bendir til að hún verði mikilvægasta viðfangsefni vísinda- manna í náinni framtíð; er ef til vill þegar orðin það. Það er til dæmis ekki ólík- legt, að þar sé að leita lausnarorðsins varðandi ráðninguna á ýmsum þeim gátum jQ _ VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.