Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 31
RAMBLER CLASSIC Vél 138 ha 6 strokka alúminiumblokk. Bor- vídd 79,5 mm, slaglengd 118 mm. Vatnskæld, framan í, drif á afturhjólum. Þriggja gíra kassi, 2. og 3. samstilltir. Skipting á stýri. Hæð undir lægsta punkt 16 cm. Lengd 4,72 m, breidd 1,78 m, hæð 1,37 m. Beygjuradíus 5,6 m. Þyngd 1150 kg. Verð til leigubílsstjóra 210 þúsund krónur. Umboð: Jón Loftsson. Það er hægt að sofa f Rambler Classic. VIKAN I NÝ GERÐ GUMBJÖRGUNARBÁTA Danskur uppfinningamaður, Anton Sörensen, hefur vakið á sér athygli sér- fróðra manna víða um lönd fyrir nýja gerð „björgunarbáta, sem ekki geta sokkið.“ Þeir uppfinningamenn munu nær óteljandi, sem komið hafa fram með slíka hjörgunanbáta, oftastnær ^ sem ,,módel“ en hingað til 'hafa þeir far- kostir verið dæmdir svo gallaðir af sér- fróðum mönnum, að þóir hafa ekk!i fengizt viðurkenndir. Þessi nýi björgunarbátur er eins konar stækkuð mynd af hinum kunnu gúmbjörgunarbátum, sem að undan- förnu hafa bjargað tugum mannslífa — einnig hér við land. Þó er sá munur á, að ekki er ætlazt til að þessir bátar fyllist lofti og þenjist út, eftir að þeir koma i sjóinn, heldur að þeir standi „uppblásnir" á þiljum, og fljóti upp, ef Þetta er dálítið annar bíll og öðru vísi en þeir, sem við höfum verið að skoða að undan- förnu. Fram að þessu höfum við látið okkur nægja litla, evrópíska bíla af smábílaklassan- um, en setjumst að þessu sinni upp í amerískan sex manna bíl, einn þeirra sem fyrir ekki ýkja mörgum árum hefði verið flokkaður undir safn- heitið drossía. Hingað til höfum við haldið okkur við bíla með og undir 50 ha mótor, en Rambler Classic hefur 138 ha mótor. Það er því ekki auðvelt að skrifa um þennan bíl á sama grundvelli og þá minni. Þar við bætist, að flestir Classic kaup- endur verða úr röðum leigubílstjóra, en bíla- prófunin hefur hingað til beinzt að þeim bílum, sem menn kaupa undir rassinn á sjálfum sér og fjölskyldu sinni. Rambler bílarnir hafa fengið orð fyrir að vera sterkbyggðir og traustir. Þessi bíll virðist við fyrstu kynni ekki gefa mikið tilefni til að breyta því áliti. Það virðist vera þykkt og gott stál í honum, og byggingin vel gerð og traust. Alúminium er mikið notað, til skrauts og gagns, m. a. er mótorblokkin úr alúminíum, og mótorinn því mun léttari en gerist. Bíllinn er allur ryðvarinn á svipaðan hátt og Volvo, og hefur þessi ryðvörn gefizt fremur vel, þótt fátt sé einhlítt við ryði, nema ef vera skyldi Tectyl ryðvarnarefnið. Mér fannst þessi bíll að sumu leyti dálítið svipaður Chevrolet, og er það ekki leiðum að líkjast. Það minnir dálítið á Chevrolet 55—59 að sitja undir stýri í honum, og vélarhljóðið í fyrsta og öðrum gír er engu öðru líkt en vina- legum hvininum í Chevranum. Rambler Classic er þriggja gíra og mjög „flexible“ í öllum gírum. Maður rennir honum upp í 40 kílómetra hraða í fyrsta gír án þess að hafa nokkra tilfinningu fyrir því, að allt sé að fara út og suður, og lallar á eftir þungum flutningabílum á 30 í þriðja, án þess að hann vinni sér það nokkuð erfitt. Hámarkshraðinn er einhvers staðar í kring um tvöhundruð, að því að mér er tjáð, en það prófa víst engir á íslandi nema sjálfsmorðingjar. Það er eitt, sem kemur í veg fyrir það, að hraðamöguleikarnir njóti sín til fulls á íslenzk- um „vegum“. Bíllinn er svo mjúkur, að hann vaggar til beggja hliða eins og léttbátur á mjúk- um öldum. í beygjum hallast hann uggvænlega Framhald á bls. 34. Þcssi gerð björgunarbáta eru látnir standa uppblásnir á þiljum og fljóta sjálfir upp, ef skipið sekkur. sldpið sekkur, eða renni fyrir borð, með fólkinu innanborðs, ef skipinu hlekkist á. Með tilliti til þess, eru þeir þannir búnir að innan, að vel geti far- ið þar um 35 manns, vistum komið þar fyrir, drykkjarvatni, radíótækj- um og öðrum nauðsynlegum björg- unarútbúnaði. Byrðingur Ibátsins er með mörgum aðgrelindum hólfum, fylltum gervi- svampi, og fullyrðir uppfinningamað- urinn að það hafi engin áhrif á flot- hæfni bátsins þó að sjór komist í eitt eða tvö hólf, eða jafnvel fleiri, ef svo skyldi fara að útþekja byrðingsins rifnaði, en hún er annars mjög sterk. Farið er um borð í þennan björgunarbát ofanfrá og opið síðan dregið saman, og á því enginn sjór að geta komizt þar niður, en með sér- stökum útbúnaði er fyrir þvi séð, að samt sem áður sé fullnægjandi loftræsting inn- anborðs. VIKAN 20. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.