Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 21
taki. Hún vissi ekki, hvað lá fram undan, en hún var róleg og óhrædd, þótt bundið væri fyrir augu hennar, því að hún fann styrkar hendur leiða sig út í tímalausa framtíð. MORGUNINN eftir vaknaði Judy fyrir sólarupprás, meðan heimurinn var enn hulinn myrkri. Hún lá í rekkjunni miklu í svefn- herberginu, sem var beint fyrir of- an stofuna. Þetta var bezta svefn- herbergið í húsinu, og Lady Camer- on hafði ætlað sjálfri sér það, en Angus tilkynnti rólega og ákveðið, að það væri herbergi Judith hús- freyju og enginn annar fengi að sofa í því. Hún hafði ekki sofið mikið um nóttina. Það var eins og skuggar fortíðarinnar þyrptust aftur að henni og rændu hana allri hvíld. Hún tók að ókyrrast, og henni varð hugsað til allra þeirra, sem áður höfðu sofið í þessari voldugu rekkju. Og dáið hér. Dauðinn? Hvað var dauðinn? Fólk talaði mikið um dauða líkamans og líf andans, en hvað vissi það um slíkt? Voru það raddir hinna framliðnu, sem hún heyrði í vindinum, og fótatak þeirra, scm færðist eftir göngunum, upp og niður stigann og framhjá dyrum hennar? Mók færðist yfir hana, og hún greindi óljóst svipi hinna liðnu alda, er þeir nálguðust hana. Asjón- ur þeirra voru gráar og augun ósjá- andi. Hún hrökk upp, skjálfandi af hræðslu, en martröðin hélt henni í helgreipum, svo að hún gat ekki hreyft sig. Einn svipurinn hafði staðnæmzt við rúmið. Hún sá hvít- an kjcl í tunglskininu, og herbergið var fullt af hljóðum gráti ... Judith Macdonald . . . Judith, sem hafði látið múra upp í miðglugg- ann, þótt enginn vissi hvers vegna ... Judy fann nærveru hennar, ein- mana, sorgbitinnar og örvilnaðrar. ,,Judith!“ hvíslaði hún. „Judith!“ Þá livarf sýnin, og hún var ein eítir í herberginu. Hún var enn skelkuð. Hvað var að gerast innra með henni? Hún hafði íundið til vængjuðu verunn- ar, sem virtist vera að brjótast um einhvers staðar í djúpum sálar henn- ar. Hún þekkti aftur staði og fólk, sem hún hafði aldrei á ævi sinni séð. Hún var full af ákafri gleði og sorg, sem átti ekkert skylt við neitt, cr tilheyrSi lífi ’nennar fram að þessu. Hvað var þctta? Var það Judith? Hafði andi hinnar framliðnu Judith nið tökum á henni? Ásókn hirma framliðnu. Iiún hafði einhvern tírna heyrt minnzt á sl'kt. En gat það gerzt í raún og vern? Var það að gcrast nú? Og hvers vegna? Hvers vegna hafði Judith komið til hennar? Iivað vildi hún láta hana gera? Framhald á bls. 50 ÞAÐ SEM ÁÐUR ER KOMIÐ: Júdý, dóttir Cameron hjónanna, er trúlofuð Charles. Hún sér málverk í giugga, málverkið sýnir þrjá glugga og áhrifamáttur miðgluggans ræður því, að hún ákveður að eyða sumar- leyfinu í Skotlandi. Þar leigja gömlu hjónin gamalt hús. Það bregður svo við, að Judy þekkir þar hverja þúfu, jafnvel ráðsmaðurinn gamli og eigandi hússins eru kunningjar hennar. Ráðsmai’. urinn, Angus, þekkir hana líka og kallar ’.ana Judith. Húseigandinn, Ian, þekkir hana hins vegar ekki. Hún vill fá að vita hvers vegna múrað hefur verið upp í miðgluggann í stofunni, en Ian getur ekki svarað því. Þau verða ein í stofunni og staðnæmast þétt saman við gluggann — þá kemur Charles æðandi inn... Dularfull og spennandi ástarsaga í þýSingu Steinunnar Briem. Teikning: Þórdís Tryggvadóttir.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.