Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 41

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 41
Það er erfitt að velja réttan lit, en valið á málningartegundinni er auðvelt POLYTEX— plastmálningin er sterk og falleg í miklu litaúrvali. POLYTEX— plastmálning hefur jafna og matta áferð, spenntur strengur skylfi. Hann sneri sér að lienni og breiddi út faSminn, og þau vöfðu hvort annað örmum, fastara og fastara, þangað til þeim fannst þau vera ein lífvera í stað tveggja. Svo kyssti hann hana. — Ég elska þig, hvíslaði hann aft- Ur. — Þú gerir mig svo hamingju- saman með því einu að vera hjá mér, að við liggur að það sé meira en ég fœ þolað! Ég vil hafa þig hjá mér alltaf — viltu lofa mér þvi, Ingiriður? — Alltaf. Já, einhvern tíma ætluðu þau Andrés og hún að mynda sér sam- eiginlegt heimili, og lifa sönnu lífi, hamingjusömu lífi, ekki eins og líf foreldra hennar hafði verið. Loks varð hann að sleppa henni og fara að ganga frá húsinu. Ingiriður stóð og sá hvernig hann skvetti vatni á siðustu glæðurnar, svo ekki varð annað eftir en grá- leitur reykjareimur. Varir hennar skulfu. Nú var komin hellirigning. Andrés dró fram liifhjól sitt. Þau læstu húsinu og það var eitthvað svo tóm- legt og eyðilegt með svörtum rúð- unum. Siðan héldu þau af stað. Hvorugt þeirra mælti orð. Þegar uppá þjóðveginn kom, gátu þau aftur sezt á hjólið. En nú var ekki hægt að ræsa hreyfilinn. And- rés varð að ná í vasaljósið sitt til að vita hvort hann sæi nokkuð að því. — Ég skil ekkert í þessu, taut- aði hann. Bara að ekki væri svona koldimmt, jiað er svo lítil birta af þessu vasaljósi. Hún stóð við hlið hans, sneri baki í rigninguna og hryllti sig ofurlítið. Vegurinn var mannlaus og myrkur, hvergi var hús, livergi mann að sjá. En Andrés myndi sjálfsagt geta lag- að þetta. Loks rétti hann sig upp og hristi höfuðið. — Ég hcf ekki hugmynd um hvaða Íbilun þetta er, enda gæti ég ekkert yið' hana gert meðan svona dimmt er. Við verðum að bíða i sumarkofan- um, þangað til fer að birta. Mamma. Hvernig fær nú, ef hún kæmi eklci heim? Mömmu hennar gæti dottið í hug allskonar skelf- ingar. — Getum við ekki fengið að hrjngja einhvers staðar? sagði hún áköf. — Ég verð að segja frá hvers vegna ég kem ekki heim. — Það er meir en hálftíma gang- ur til næsta bæjar, og við erum nú ekki klædd til þess að vera úti í dynjandi rigningu. Ekki er heldur víst að það sé sírni þar, og klukk- an farin að ganga edtt. Mér leiðist þetta, en ég veit ekki livernig við fáum við þvi gert. Undir eins og fer að skíma, skal ég taka hjólið sundur og reyna að finna bilun- ina. Þau héldu til baka í hægðum sín- um. Gatan var sleip af bleytu og varla hægt að þræða hana í myrkr- inu. Ingiriði var órótt í skapi og fannst sem hún sæi alltaf móður sína standa við gluggann, stara og bíða. Þau náðu heim i sumarbústaðinn og Andrés stakk hjólinu aftur inn i skýlið. Vatnið steyptist niður úr þak- rennunum og fossaði án afláts út yfir grasblettinn. Svo kom Andrés með lykilinn og opnaði. Það var lilýtt enn þá inni i kofanum og angan í loftinu af viðarkvoðu og brenndum sprekum. Hann kveikti á steinolíulampanum uppi yfir borð- inu og skrapp síðan frá, til að sækja sprek til að kveikja við nýtt bál. Ingiríður settist á bekkinn við glugg- ann og hallaði höfðinu upp að veggn- um með lokuð augu. — Ingiriður, þú mátt ekki sitja þarna og sofna. Bíddu við, og þá skal ég búa um okkur. „Okkur,“ sagði hann. Henni þótti vænt um að hann skyldi segja það. Ilann bar saman i bing gæruskinn og kodda af bekkjunum og eina mis- lita ullarábreiðu, en hún sat á með- an, teygði frá-sér fæturna og deplaði augunum syfjulega til eldsins. Hann gerði úr þessu hól fyrir framan eld- stæðið og færði liana úr votri úlp- unni. — Komdu, sagði hann lágt, leggstu liérna, þá verður þér ekki kalt. Og sofðu rótt. Ilann vafði ábreiðunni um liana, settist síðan við hlið hennar og horfði i eldinn. Varirnar klemmdi hann svo fast saman, að það var eins og liann væri að harlca af sér kvalir. — Andrés, hvíslaði hún. — Þú getur ekki setið svona uppi í alla nótt. Leggstu hérna hjá mér, þá getum við bæði haft ábreiðuna yfir okkur báðum. Hún tók liönd lians og dró hann niður til sín. Við blaktandi skin bálsins sá hún að augu lians urðu myrkari og drættirnir við munn- vikin dýpkuðu. Þá streymdi um sál hennar innileg þrá eftir að mega þurrka burt alla þjáningu úr svip hans, og gera hann hamingjusaman. Hún vafði örmunum um háls hans og hann grúfði andlit sitt í hári hennar. — Andrés, ég elska þig svo heitt — ég kæri mig kollótta um hvað sem er, ég er ekkert lirædd — mig langar bara til að þú getir verið ánægður ... Þá þokaði hann sér frá henni, tók hendur hennar og hélt þeim milli lófa sinna: — Ég veit það, hvislaði hann, og fyrir það elska ég þig enn þá heit- ar. En við skulum bíða. Ég vil geta séð fyrir þér og við þurfum að geta eignazt heimili til að búa í. Það má ekkert koma fyrir „af óhöppum“, þetta er allt miklu yndislegra en svo. Hann lagði handlegginn undir hnakka henni og hún lá með lófann við brjóst lionum og fann liverniff hjarta hans sló. ÞAU vöknuðu þegar fyrst tók að skima um morguninn. Eldurinn VXKAN 20. tbl. 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.