Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 15
EITT af hlutverkum auk- innar menntunar er að finna ujjp varnir gegn ýmsum sjúkdómum og út- rýma þeim eftir föngum. Eitt af merkjum aukinnar menningar eru alls konar nýir sjúkdómar, og margir þeirra sem áður þekktust hafa ágerzt. Meðal þessara sjúkdóma eru ýmis konar hjartasjúkdómar, sem marg- ir hverjir eiga rætur sínar að rekja til breyttra lifnað- arhátta og lífsvenja. Hjarta- sérfræðingar nútimans hafa lagt i það mikla vinnu og hugkvæmni að finna upp aðferðir til þess að lækna þessa sjúkdóma eða að minnsta kosti að bæta svo úr þeim, að takast megi að lengja líf hins hjartabilaða um nokkur ár. Ein aðferð- in er sú, að setja tilbúna hluti i stað líkamsvefja og láta þá taka við hlutverki þeirra. Prófessor einn í hjarta- sjúkdómum við háskólann í Boston, D. E. Harben að nafni, hafði lengi velt því fyrir sér, hvað hægt væri að gera fyrir þá sjúklinga, sem áttu fyrir sér að liggja að deyja vegna þess, að hjartalokur þeirra voru bilaðar. Að lokum datt honum í hug að gera til- búinn ventil og setja hann í stað hjartalokanna. Starfs- bróðir hans í Portland í Oregon endurbætti ventil- inn og gaf honum það lag, sem hann hefur nú. Þessi ventill er eins og kóróna, eða kannske öllu fremur eins og hárböndin, sem voru í kross yfir kollinn, fest í hring að neðan, og flestir strákar voru með fyrstu ár- in eftir striðið, þangað til þeir urðu nógu gamlir til þess að fara að greiða sér sjálfir. Inni í þessum kross- boga er svo lcúla, sem opnar ventilinn með því að ganga inn i krossbogann, og lok- ar honum með því að þrýst- ast fram aftur. Þannig opn- ast og lokast ventillinn eftir slætti hjartans. Kross- boginn er úr þrælsterkum málmi, vitallium, sem er 'blanda úr stáli og alumin- ium, enda veitir ekki af, að vel sé til hans vandað, því hann verður að þola 40 milljón hjartaslög á ári, Vinstri myndin sýnir röntgenmynd af sjúklingi, þar sem skipt hefur verið um aðra hjartalokuna, en sú til hægri er af þeim eina, sem skipt hefur verið um háðar hjartalokurnar í. VARAHLUTIR í HJARTAD eða 1,5 milljarð slaga hjá manni, sem lifir i 40 ár. Kúlan er úr silicon, og það á að fyrir- byggja að á hana safnist blóð- lifrar, því ef liún stöðvast einu sinni, fer hún ekki af stað aftur. Alls hafa 65 hjartasjúkling- ar fengið þannig ventla í stað- inn fyrir hjartalokur. Tveir þriðju hlutar þessa hóps lifðu upskurðinn af og hafa siðan lif- að góðu lífi. Hinir dóu meðan á uppskurðinum stóð. Hann er heldur ekkert smá fyrirtæki. Brjóslholinu er haldið opnu í rúmlega tvo klukkutíma, og blóðinu á meðan beint fram hjá lij artanu. Allir hj artaskurðir eru vandasamir og krefjast mik- illar nákvæmni, ekki hvað sízt þegar tilbúnir hlutir eru tengd- ir við vefi sjálfs hjartans. Þessir65uppskurðir voru gerð- ir í Bandaríkjunum og á Aka- demíska sjúkraliúsinu i Uppsöl- um. í lang flest skiptin var vent- illinn aðeins settur í staðinn fyr- ir aðra hjartalokuna, hin dæmd starfhæf. En í eitt skiptið — og það var í Svíþjóð — var sjúk- lingurinn með báðar hjartalok- urnar óstarfhæfar. í hann voru í staðinn settir tveir ventlar, og uppskurðurinn tókst Ijómandi vel. Það gefur auga leið, að svona vandasamar aðgerðir eru ekki Framhald á bls. 50 Sænskur hjartalæknir meS líkan af hjarta og gervilokur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.