Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 38

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 38
heíur ekken erfiði sparað til að kveða þær mótbárur niður. Myndir, teknar með rafeindasmásjá, þar sem lífgróðurinn í sínum saltsteinsum- búðum, kemur greinilega í Ijós, er síðasta sönnunin fyrir uppgötvun hans. Þarna er um kynlegar lífverur að ræða. Ein af þeim tegundum, sem þekkt er, pseudomonas halocrenaea, er kveikja, sem dafnar bezt við hátt hitastig. Virðist hún kunna bezt 45—55 gráðum, en getur lifað og margfaldazt við jafnvel 95 gráðu hita. En tíu stiga frost skaðar hana ekki að heldur. Þessi umrædda ör- gróðurtegund á sér eins konar ætt- ingja í Dauðahafinu, sem einkum kváðu halda sig þar sem vatnið er saltast. Kveikja sú, sem fundizt hefur einangruð og innilukt í salt- steininum, hefur áreiðanlega verið kynjuð úr vatni. Saltlindir og jafn- vel saltstöðuvötn neðanjarðar hljóta að hafa veitt henni þau lífsskilyrði, sem hún þarfnaðist. Eftir öllu að dæma virðist hún meira að segja geta lifað innilukt í salti. Nú gerði dr. Dombrowski tilraun. Slatti af kveikjumenguðu saltvatni var gersamlega eimdur, svo að saltið kristallaðist. Hversu undarlegt, sem það kann að virðast, reyndist auð- velt að rækta þessar kveikjur í nýj- um næringarvökva, eftir að salt- kristallarnir höfðu verið leystir upp aftur. Þær höfðu því haldið lífi og öllum lífseiginleikum, inniluktir í saltinu. Fyrst í stað hikuðu menn við að viðurkenna þennan furðulega ár- angur. En þarna er ekki um það að ræða, að einungis fáar tilraunir hafi heppnazt. Árangurinn af 138 til- raunum með salt úr neðanjarðar- lögunum varð sá, að í 36 sýnishorn- um fundust hvorki lifandi né dauð- ar kveikjur, einungis dauðar í 41 sýnishorni en í 61 sýnishorni tókst að leiða fram lifandi kveikjur. Og því fór fjarri að þar væri einungis um eina kveikjutegund að ræða. „Maður skyldi halda að kveikju- gróðurríki saltsteinshafsins væri vakið aftur til lífsins," segir dr. Dombrowski. Vitað er, að þarna var áður um haf að ræða, 45—55 gráða heitt, og áreiðanlega er það ekki nein hend- íng, að það skuli einmitt vera það hitastig, sem pseudomonas halo- creriaca dafnar bezt við. Nú er leifar þess hafs að finna djúpt undir Mið-Evrópu, víðast hvar undir 600 m þykku lagi af rauðum sandsteini, 120 m þykku lagi af skeljakalki og að auki 100 m þykku keuperlagi. Þar við má svo bæta 3—500 m þykku lagi af leif- um frá krítar og jurtatímabilinu, svo að reikna má með að fargið of- an á þessum lífgróðri sé allt að 1400 m á þykkt, án þess gert sé ráð fyrir þykkt saltlagsins. ,,Er þarna í rauninni um að ræða kveikjur, sem lifðu í saltsteinshaf- inu?“ spyr dr. Dombrowski, sem sjálfur verður furðu lostinn yfir sinni eigin uppgötvun. „Við hljótum þá að ætla, að við stöndum þarna andspænis þeim elztu lífverum, sem varðveitzt hafa fram á okkar öld, ekki sem ættliðir hver fram af öðr- um, heldur sem einstaklingar, sem ætia má að náð hafi 180 til 200 milljón ára aldri.“ Seinni rannsóknir dr. Domþrow- ski hafa sannað þetta. Og meir en það. Kveikjur, sem héldu lífi og lífshæfni, hafa einnig fundizt í salti frá Kanada, sem náð var úr lögum í 1000 m dýpi og hlaut, samkvæmt landfræðilegum aðstæðum, að vera því sem næst 380 millj. ára gamalt. f maímánuði 1962 var dr. Dom- browski boðið vestur um haf til að halda fyrirlestra í vísindafélaginu í New York. Hann hafði enn sögu að segja, sem þótti tíðindum sæta. í saltsteinssýnishorni frá Irkutsk, borg við suðvesturenda Bajkal-vatnsins, hafði hann uppgötvað tvær tegundir af kveikjum, sem voru 650 milljón ára gamlar. Frá því árið 1890, hefur kveikju einni, sem ber nafnið bacillus circulans, verið lýst að minnsta kosti átta sinnum í ritum þeim, sem um slík fræði fjalla, en nafn sitt dregur hún af því, að hópar hennar hreyfa sig í hring, og það mjög hratt. Það tekur slíkan kveikjugróður ekki nema um fimmtán mínútur að fara heilan hring. Þessi kveikja hefur þrívegis verið einangruð úr salti úr hinu fyrrnefnda saltsteinslagi undir Þýzkalandi. Allar þær varúðarráð- stafanir sem kveikjusérfræðingar kunna voru viðhafðar, og þannig getur dr. Dombrowski gert grein fyrir því í þýzku kveikjufræðatíma- riti, að hann telji sannaða tilvist lífshæfra baccillus circulans í stein- salti, sem unnið er í námum eða með djúpborun. Og þær kveikjur þeirrar tegundar, sem þarna hafa verið einangraðar, eru ekki skamm- þróað frumstigsfyrirbæri að nú- tímastofni þessarar kveikjutegund- ar; „saltsteinskynstofninn" er gædd- ur mun fjölbreyttari líffræðilegum eiginleikum, en þær ættir, sem lýst hefur verið síðastliðin sjötíu ár. En hafa þessar lífverur nú í raun- inni „lifað“ í meir en 500 milljónir ára? Svo gamlar eru þær að minnsta kosti, ekki er að efa það, en þeirri spurningu, hvort unnt sé að kalla það tímabil, sem þær hafa dv’alizt þarna í saltinu, hreyfinga og efna- breytingalaust, lífsævi þeirra, verð- um við sennilega að svara neitandi, þrátt fyrir allt. Þar með er komið að öðru stigi í rannsókninni á þessum eldgömlu lífverum. Hvaða efnabreytingar áttu sér stað í þeim, hvernig voru líkam- ir þeirra efnafræðilega uppbyggðir? Það munu nýjar rannsóknir leiða í ljós. Þar sem okkur er unnt að láta umræddar kveikjur lifa lífi sínu áfram við eðlileg skilyrði, ættu ekki nein teljandi frávik að koma til greina. En oft er einmitt unnt að draga þýðingarmiklar ályktanir af örlitlum frávikum — í þessu falli kannski ekki einungis varðandi líf- verurnar sjálfar og lífrænt umhverfi þeirra (hafi verið um það að ræða), heldur og hvað landfræðilegar að- stæður snertir. En látum okkur nú hverfa aftur að upphafsatriðinu: Hvað er líf, og hvernig verða dregnar markalínur á milli hins lifandi og dauða efnis? Við skulum athuga eitt einstakt skilmerki: Efnafræðingarnir munu að öllum líkindum segja, „ekkert líf án eggjahvítuefnis, það er að að segja — án proteina11. Og þá komum við að spurningunni: Hvað hafði jörðin að bjóða þegar um var að ræða uppruna lífs á þessum grundvelli? HVAÐ KEMUR ÞETTA SVO HVERAGERÐI VIÐ? Þetta var kaflinn um dr. Heinz J. Dombrowski og vísindaafrek hans í bók F. L. Boschke, „Die Schöpfung ist noch nicht zu ende“, sem vakið hefur meiri athygli og hlotið meiri viðurkenningu í tíu þjóðlöndum, en nokkurt annað hliðstætt ritverk um ára bil, enda samið undir handar- jaðri Nóbelsverðlaunahafa í þeim vísindagreinum, sem þar er fjallað um. Þó að ekki sé þar fjallað um geim- lífeðlisfræðina sem sérstaka vísinda- grein, eða geimlífeðlisfræðilegar ráðgátur teknar sérstaklega til með- ferðar, grípa allar greinar líffræð- innar svo mjög hver inn í aðra, eins og áður er getið, að þar verða vart nein landamæri dregin. Eins er líka það, að rannsóknir þær varðandi lífið, uppruna þess, eðli og þróun, sem unnið hefur verið að og unnið er að, niðurstöður þær, sem fengizt hafa og ályktanir og kenningar af þeim dregnar, snerta geimlífeðlisfræðina að meira eða minna leyti. Ef til vill mætti orða það þannig, að með geimlífeðlis- fræðinni hafi svið lífeðlisfræðinnar og lífefnafræðinnar verið víkkað til samræmis við þá stórkostlegu út- færslu, sem hefur átt sér stað síð- astliðinn áratug, á sóknarsvæði mannsins út frá bækistöð sinni, jörðunni, fyrir aukna tækni hans. Má þar til nefna flutninga á mæli- og rannsóknatækjum út í geiminn, sem óframkvæmanlegar voru fyrir svo sem áratug; stöðugt langdræg- ari, nákvæmari og næmari geim- skoðunartæki á jörðu niðri, svo sem radíósjárnar — og loks ferðalög manna út í geiminn. Það kann því að láta sem öfug- mæli í eyrum, að geimlífeðlisfræð- ingarnir skuli verða að leita lausn- ar á ráðgátum vísindagreinar sinnar, á eða jafnvel undir yfirborði jarðar, samtímis því, sem þeir senda rann- sóknartæki sín tugþúsundir kíló- metra út frá yfirborði jarðar í sama tilgangi, og að þeir skuli verða að beita við það rafeindasmásjám, sem gera þeim örsmæstu frumeindir lífs- ins sýnilegar, um leið og þeir beina radíósjám sínum að aragrúa sól- kerfanna. En svona er það samt, geimlífeðlisfræðin takmarkast ekki af stærðum né vegalengdum, held- ur tekur jafnt til hins smæsta og stærsta, nálægasta og fjarlægasta, og eins í tíma og rúmi. Milljónir ára og milljónir kílómetra, brot úr Nivea inniheldur Eucerit — efni skylt hútflitunni — frá. því stafa hin góðu áhrif þess. ÉG NOTA NIVEA EN ÞÉR? Núið Nivea á andlitið að kveldi: Þá verður morgunraksturinn þægilegri og auðveldari. Og eftir raksturinn hefur Nivea dásamleg áhrif. GOTT ER AÐ TIL ER NIVEA! Látið NIVEA fullkomna raksturinn. gg — VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.