Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 32
AVON ILMKREM Dásamleg ilmefni, bundin í mildum smyrslum. Núið þeim létt á háls og arma ... umvefjið yður ljúfasta ilmi, sem endist klukkustundum saman ... Um fimm unaðstöfrandi ilmkremategundir að velja; ... dýrðlegan Topaz ... ástljúfan Here is My Heart ... æsandi Persian Wood, ... hressi- legan Cotillion, og seiðdulan To a Wild Rose. KYNNIÐ YÐUR AÐRAR AVON-VÖRUR: VARALITI — MAKE-UP — PÚÐUR — NAGLALÖKK — KREM SHAMPOO — HÁRLÖKK — SÁPUR o. fl. Avon LONDON cosmetics NEWYORK EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI: J. P. GUÐJÓNSSON H.F. Pósthólf 1189. — Reykjavík. 32 — VIKAN Zt. tbL 4 ’hupnap Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. ©Hrútsmerkið (21. marz—20. apríl): Öfundsjúkir kunningjar, sem þú reiknar alls ekki með, munu reyna að spilla hamingju þinni. Vertu ekki opin- skár og láttu ekki allt of marga fylgjast með árangri þínum í baráttu þinni að því marki sem þú þráir mest að ná. Atvik henda, sem gefa þér mikilsverða vísbendingu. ONautsmerkið (21. apríl—21. maí): Vertu á verði gegn falsvinum og ráðgjöfum sem bera ekki hag þinn sér fyrir brjósti. Ef þú gætir ekki ýtr- ustu varúðar, áttu á hættu að lenda í félagsskap, sem verður þér að falli. Umgakkstu aðeins þá af kunn- ingjum þínum sem þú hefur þekkt lengi. Tvíburamerkið (22. maí—21. júní): Verkefni sem þú vinnur að nú, gefur ekki eins mikið í aðra^ hönd og þú hefur gert ráð fyrir. Aftur á móti hefur þetta mjög þroskandi og góð áhrif á þig. Á vinnustað færðu skemmtilegt tækifæri, en gættu þín að særa ekki tilfinningar annarra. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Gættu þín vði auðfengnum auði, því hann getur hæg- lega orðið þér fjötur um fót. Þú verður að temja þér meiri sparsemi því annars sóarðu öllu því sem þú átt. Vertu ekki og hvikull og rótlaus, þroskaðu sjálfan þig og gerðu allt sem þú getur til að auka sjálfstæði þitt. Ljónsmerkið (24. júlí—24. ágúst): Vertu ekki of kröfuharður við þann, sem þér þykir vænzt um. Þú átt eftir að ganga í gegnum miklar eld- raunir áður en þú nærð marki þínu. Þú ert lukkunnar pamfíll og margt verður þér til bjargar. Kunningi foreldra þinna gerir þér stóran greiða. ©Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Þú færð nýtt verkefni til úrlausnar í vikunni. Það gæti leitt til þess að þú eignast nýtt áhugamál. Þú verður að sýna mikla kostgæfni ef þú vilt ná góðum árangri. Líttu ekki öfundaraugum á velgengni kunn- ingjanna, því þú getur öðlast það sama sjálfur. Vogarmerkið (24. sept.—23. október): Laugardagurinn mun verða langbezti dagur vikunnar. Þú færð skemmtilega hugmynd, sem þú skalt flýta þér að framkvæma. Konur ættu að varast allt óhóf, og gæta fjármunanna vel. Maður sem þú .hefur ekki hitt lengi, kemur óvænt í heimsókn. m Drekamerkið (24. október—23. nóv.): Framkvæmdir þínar, sem þú hélzt að yrðu gróðaveg- ur renna út í sandinn. Veldu þér trúnaðarmann, sem þú treystir og hefur áhuga á málinu, skeð gæti að góður árangur næðist af sameiginlegri viðleitni ykk- ar, þegar þú byrjar á nýjan leik. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): Farðu ekki að ráðum þeirra, sem kynnu að reyna m&Hm að £>*£ til að breyta um lífsstarf og segja þér, að & m ffSB auður og metorð bíði þín á öðrum vettvangi. Þú munt aðeins ná fullkomnun í starfi, ef ,þú beitir hinni sjálf- stæðu dómgreind þinni, og lætur ekki almenningsálitið trufla þig. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Þú átt einhverja erfiðleika í vændum. Þú skalt leita ptn til vina þinna um aðstoð og uppörvun, en þú sigrar þó aðeins með því að bergja á eigin orkulindum. Láttu ekki undan sjálfsmeðaumkun og ótta og láttu engan sjá þig öðruvísi en með bros á vör. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febrúar): Þú átt talsverða velgengni komna undir manni sem viðriðinn er stjórnmál eða mikinn lærdóm. Gættu þess að spilla ekki sambandí þínu vjð þennan manr) með of mikilli tilætiunarsemi. Vertu háttprúður og auktu andlegan þroska þinn í viðræðum við naenntað fólk. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): ©Einhver afturkippur er á velgengni þinni. En þú berð að mestu leyti sjáifur ábyrgðina á þessum auðnu- hvörfum og erfiðleikum. Vendu þig af að trúa öðrum of vel og forðastu skeytingarleysi um smáatriðin. Áður en langt um líður mun rofa til fyrir þér. *

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.