Vikan


Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 16.05.1963, Blaðsíða 37
... um Álptarnes spáð. Framhald af bls. 11. og líklegt er að náist á næstunni — ef til vill fyrr en nokkum varir. í alþjóðlegri samkeppni, sem bóka- útgefendur í tíu þjóðlöndum stóðu að, var ritverk þetta dæmt bezt og gagnmerkast þeirra, er fram hefðu komið á síðustu árum, þar sem fjall- að væri um vísindaleg efni á þann hátt að sem flestum mætti að gagni verða. Var það síðan gefið út sam- tímis i Þýzkalandi, Bretlandi, Frakklandi, ítalíu, Spáni, Hollandi, Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjunum og Brasilíu. Mun fágætt, ef ekki einsdæmi, að nokkru slíku ritverki og höfundi þess hlotnist slík viður- kenning. Einhverjum kann að þykja sem harla lítið samband geti verið með bók þessari og annars, sem að fram- an er getið — hinni 320 milljón ára gömlu kveikju í saltsteinsmolanum, dr. Heinz J. Dombrowski, geimlíf- eðlisfræðinni og Hveragerði — en sé betur að gætt, stendur allt þetta einmitt í nánum tengslum hvað við annað. Geimlífeðlisfræðin er enn svo ung, sem sjálfstæð vísindagrein, að mörkin milli hennar og „móðurvís- indagreina" hennar — lífeðlisfræð- innar og lífefnafræðinnar — verða naumast enn skýrt dregin. Helztu framámenn og brautryðjendur geim- lífeðlisfræðinnar hafa yfirleitt áður áunnið sér viðurkenningu fyrir rannsóknir sínar á sviði þessara fyrrnefndu vísindagreina, annarrar hvorrar, en einnig hafa sumir þeirra unnið merkileg afrek á sviði eðlis- fræðinnar, efnafræðinnar og í viss- um greinum stærðfræðinnar. Þar eru því ekki neinir aukvisar til for- yztu. Nokkuð má marka álit það, sem dr. Heinz J. Dombrowski hefur þeg- ar unnið sér þeirra á meðal, að Nóbelsverðlaunahafar þeir í fyrr- nefndum vísindagreinum, sem höf- undur bókarinnar sat fundi með í Lindau vegna samningar hennar, hafa lagt blessun sína yfir það, að hann helgaði dr. Dombrowski þar sérstakan kafla, og skipaði honum þar með á bekk með heimsfrægum vísindamönnum núlifandi, eins, og t. d. dr. Willard F. Libby, Nóbels- verðlaunahafanum bandaríska, þeim er fann upp koelfnisklukkuna, og að nefndir athugalla gagnrýnenda í tíu þjóðlöndum hafa ekki heldur neitt við það að athuga. A þann hátt er slegið óvefengjanlega föstu mik- ilvægi rannsókna hans og uppgötv- ana, varðandi glímu vísindanna við ráðgátu lífsupprunans og lífsins — þær ráðgátur, sem einkum verða viðfangsefni geimlífeðlisfræðinnar, og öllum viðkomandi vísindamönn- um ber saman um að ekki verði leystar nema fyrir samvirkar rann- sóknir á jörðu niðri og úti í geimn- um. Um leið er mikilvægi kenninga hans á sviði geimlífeðlisfræðinnar einnig viðurkennt óbeint, þar sem þær eru fyrst og fremst byggðar á þeim niðurstöðum, sem hann hef- ur komizt að fyrir þessar rannsókn- ir sínar og uppgötvanir — rannsókn- ir á þeim merkilegu hlutum, sem hann hefur fundið, ýmist í saltlög- um, þúsund metra djúpt í jörðu niðri, eða á jarðhitasvæðinu í Hveragerði. Aður en þetta verður frekar rætt, er ekki úr vegi að birta hér í þýð- ingu kafla þann í bókinni, „Die Schöpfung ist noch nicht zu Ende“ — „Sköpunarverkinu er ekki lokið enn“ — sem fjallar um þessar rann- sóknir og uppgötvanir dr. Heinz J. Dombrowski. Þess skal getið, að upphafsorð þessa kafla skýrskota til nýrra og nýstárlegra kenninga rússneskra vísindamanna varðandi orsök þess að vissar tegundir lífgróðurs og eins æðri dýra, hafa sannarlega dáið út á jörðu vorri, eftir að hafa þróazt þar og dafnað um lengra eða skemmra tímabil. Fram að þessu hefur orsaka þeirra einkum verið leitað í breytingum á loftslagi og veðurfari, en hinir rússnesku vís- indamenn leita þeirra eftir allt öðr- um leiðum. Kenningar þeirra koma þó rannsóknum dr. Dombrowski ekki það við, að þær verði nánar raktar hér. Hefst þá umræddur kafli. KVEIKJULIF I SALTI. Ekki er síður furðulegt að hug- leiða það, hvort skammlífi fyrir- finnst í raun og veru. Við höfum hneigð til að mæla hverri lífveru nokkurra daga æviskeið, að minnsta kosti. En er það óhjákvæmilegt? Ef til vill fyrirfinnst líf, sem varir ekki nema í fáeinar klukkustundir eða mínútur — líf, þar sem á sér stað feiknahröð efnabreyting í okkar skilningi, én samsvarar, hvað við- komandi lífveru snertir, okkar eigin lífi að fyllingu og reynslu. Er líf okkar í rauninni fyllra að reynslu en líf dægurflugunnar? Við verð- um að viðurkenna, að við höfum ekki hugmynd um það. Við verðum að minnsta kosti að hugsa okkur vel um áður en við svörum þeirri spurningu, hve lengi eða skammt líf gæti varað. Getur líffruma orðið 500 milljón ára gömul eða að minnsta kosti „ver- ið til“ svo lengi? Dr. Heinz J. Dombrowski forstjóri lífeðlisfræði- legu lækningarannsóknastofnunar- innar á Bad Nauheim svarar því játandi. Hann hefur fundið merki- legustu hluti í vatninu úr upp- sprettulindunum í Nauheim, þar á meðal örsmáar viðarleifar og allt að því óendanlega smáar leifar af við- kvæmum líffrumum. Gegnir furðu hve vel þær hafa varðveitzt, já, að þær skuli yfirleitt hafa reynzt finn- anlegar. En Dombrowski lét ekki við þá uppgötvun sitja. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að það er meira að segja unnt að vekja þær frumur, sem luktar hafa verið inni í stein- salti, t.il lífsins aftur. Fyrst í stað virðist það harla ó- sennilegt, að takast megi að rækta lífgróður, sem er inniluktur í salt- steini. Hefur þeim mótbárum verið hreyft, að þarna hljóti að vera um mengun að ræða, aðskotalíf, sem komizt hafi í viðfangsefnið í til- raunastofunni, þrátt fyrir allar var- úðarráðstafanir. Vísindamaðurinn MARCHAND’S HÁRLAKK FYRIR LJÚST HÁR MAREHAND’S INNIHELDUR P.V.P. SEM VARNAR ÞVl AÐ LAKKIÐ GETI SKADDAÐ LUNGLJN MARCHAND’S GDLDEN HAIR WASH LÝSIR DG FEGRAR HÁR YÐAR . Good ,1 OfjgÍÍMui GuaranteedL, Housekeeping y f ^DVtBTlStP Sterling h.ff. SÍMI 13649 VIKAN 20. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.