Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 10

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 10
bert brecht kritarhringurinn i augsburg Á tímum þrjátíu ára stríðsins bjó svissneskur mótmælandi Zingli að nafni í fríríkishöfuð- staðnum Augsborg við Lech og átti þar stórt sútunarverkstæði og skinnaverzlun. Hann var kvæntur Augsborgarstúlku og áttu þau eitt barn. Þegar þeir kaþólsku nálguðust, réðu vinir hans honum eindregið til að flýja, en hvort heldur var, að litla fjölskyldan hélt í hann eða hann vildi ekki skilja verkstæðið eftir í hers höndum, gat hann ekki ráðið það við sig fyrr en um seinan að yfirgefa borgina. Hann sat þar því enn um kyrrt þegar málalið keisarans storm- aði borgina. Þegar rán þess hóf- ust undir kvöldið leitaði hann fylgsnis í kjallara undir útihúsi þar sem hann geymdi jafnan lit- unarefnin. Svo var ráð fyrir gert að eiginkonan leitaði haelis með barnið hjá ættingjum í útborg- inni, en hún tafði brottför sína með því að láta niður klæði, sængurfatnað og skartgripi og annað sem hún hugðist taka með sér og vissi ekki orðið af fyrr en hún sá út um glugga á neðstu hæð íbúðarinnar hvar hópur soldáta keisarans ruddist inn í garðinn. Miður sín af skelfingu hljóp hún frá öllu saman bakdyramegin út á götuna. Barnið var því að vissu leyti eitt skilið eftir inni í húsinu. Það lá í vöggu sinni á sal og ríslaði sér við trékubb sem hékk á bandi niður úr loftinu. En ung vinnukona var þar einnig eftir og stóð og sýslaði við potta sína í eldhúsinu þegar háreystin utan af götunni barst henni til eyrna. Hún brá sér út að glugganum og sá hvernig soldátarnir rændu og rupluðu í íbúðinni á efri hæðinni í hús- inu hinum megin við götuna. Hún hraðaði sér þá inn á sal og var í þann veginn að lyfta barn- inu úr vöggunni þegar barsmið- in buldi á eikarhliðinu svo undir tók í húsinu. Felmtri slegin flúði hún upp á næstu hæð. Ölvaðir soldátarnir lögðu sal- inn undir sig og brutu þar allt og brömluðu laust sem fast. Þeir vissu að þar átti mótmælandi heima. En þó að þeir leituðu og færu ránshendi um allt húsið heppnaðist vinnukonunni, Anna hét hún, að leynast fyrir þeim. Soldátarnir hurfu annað, Anna læddist út úr skápnum þar sem hún hafði staðið í felum og fann meira að segja barnið í vöggunni óskaddað. Hún tók það upp í skyndi og laumaðist út í húsa- garðinn. Myrkrið var skollið yfir en í eldsbjarmanum af brennandi nágrannahúsi leit hún með hryll- ingi lík húsbónda síns óhuggnan- lega útleikið. Soldátarnir höfðu dregið hann upp úr kjallaranum og drepið hann. Nú fyrst gerði stúlkan sér grein fyrir í hvílíka hættu hún stofn- aði sér ef hún væri staðin að því að freista að koma barni mót- mælanda undan. Var henni þungt fyrir hjarta þegar hún lagði barnið aftur í vögguna, gaf því mjólkurdreitil, vaggaði því í svefn og hélt síðan af stað til giftrar systur sinnar sem bjó í öðrum borgarhluta. Um tíuleytið hélt hún í fylgd með mági sínum um strætin þar sem drukknir

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.