Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 21
HEKLAÐIR SUMARHATTAR Búið til sniðin með því að strika ferninga á pappír 5x5 sm. hvern. Teiknið síðan útlínur sniðanna og klippið út. Buxurnar. Efni: 2M- m. af 70 sm. breiðu bómullarefni. — Rennilás um 18 sm. að lengd. — Þunnt efni í vasana og hnapp á strenginn. Mjaðmavídd 110 sm. — Buxna- sídd 115 sm. Leggið sniðin á tvöfalt efnið þannig það nýtist sem bezt og sniðin liggi á þráðréttu efninu (sjá punktalínurnar á hliðun- um). Sníðið, mátið og saumið. Saum- ið fyrst vasana, síðan 1 fall á hvort framstykki eftir merkingu og þá sneiðingu á hægri hlið. Saumið saman skálmasaum- ana og síðan skrefsauminn. Saumið rennilásinn í vinstri hliðarsneiðingu. Mátið strenginn og saumið við buxurnar. Saumið hnappagat á strenginn og hnappinn gagnstætt því. Mátið hæfilega sídd buxnanna, brjótið inn á rönguna og leggið niður við í höndunum. Blússan. Efni: 1% m. af 70 sm. breiðu bómullarefni. Yfirvídd 89 sm. — Blússuvídd 60 sm. Leggið sniðin á efnið þannig það nýtist sem bezt og látið miðju að aftan og framan liggja að tvöfaldri brún efnisins. Sníðið, mátið og saumið. Saumið fyrst sniðsauma fram- stykkisins, þá axlar- og hliðar- sauma. Ath. að klaufin á hlið- unum nær að stjörnumerkinu á sniðunum. Brjótið hálslíninguna tvöfalda og saumið við hálsmálið. Brjótið að lokum faldinn upp að neðan og leggið niður við í höndum. —O— Hnífabretti fást nú í mörgum verzlunum, bæði falleg og hent- ug, en eru oftast mjög dýr. Séu nú til laus áhöld, er bæði ódýrt og frumlegt að kaupa sér trésleif af stærstu gerð, festa á hana krómaða hanka, festa síðan lykkjur í áhöldin og hengja þau upp. Skemmtilegt er að mála sleif- ina, einlita eða með mynztri og lakka síðan yfir hana með „cellulosi“-lakki. Einnig er fallegt að brenna á hana mynztur með til þess gerðum áhöldum. Hattur með barði. Efni: Um 100 gr. af fremur grófu bastgarni. — Heklunál nr. 7. Fitjið upp og heklið prufu með 6 mynztur- hnútum. Verði þvermál prufunnar 10 sm., má hekla eftir uppskriftinni óbreytlri, annars verður að fækka eða 1‘jölga linút- um, þar til rétt hlutföll nást. Mynztur: Hnútahekl: Heklið með tvöföldu garni: hrcgðið garninu um nálina, drag- ið upp 1 1. úr fyrri um- l’erð, bregðið garninu um nálina, dragið upp aðra lykkju á sama hátt og þá fyrri. Ath. að draga allar lykkjurnar jafn hátt upp. Nú eru 5 1. á nálinni, og er þá garnið tekið á nál- ina og dregið í gegn um allar lykkjurnar í einu og með því myndaður 1 mynztur-hnútur. Byrjið að liekla neðan á barðinu. Fitjið upp 88 lykkjur, myndið úr þeim hring og lokið. Heklið 1 mynztur- hnút í aðra hverja lykkju í fjtinni. £»á eru 44 hnútar í umferðinni. Heklið 6 hnút- um færra í 2. umf., og deil- ið þeirri fækkun niður með jöfnu millibili. Heklið 8 linútum færra í 3. umf. Þá eru 30 hnútar i umferðinni. Heklið þannig 5 umf. Ilekl- ið þá 8 hnútum færra yfir 1 umf. með jöfnu millibili og síðan 1 linút færra í hverri umferð, þar til 5 hnútar eru eftir. Heklið 1 umferð með einföldu garni. Klippið á þráðinn og gangið frá honum. Heklið að lokum 1 umf. með keðjulykkju fremst á barð- ið, og herðið dálítið um leið og lieldað er. Barðalaus hattur. Efni: 100 gr. af fremur grófu bastgarni og heklunál nr. 7. Heklið hattinn með sama liekli og sama grófleika og þann fyi-ri. Fitjið upp 52 lofflykkjur, myndið úr þeim hring og lokið lionum. Heklið 1 mynzturhnút í aðra liverja lykkju í fitinni. Þá eru 26 hnútar í umferð- inni. í 2. umf. eru auknir út 4 hnútar með jöfnu millibili. Þá eru 2 hnútar lieklaðir í sömu lykkju. 1 3. umf. eru auknir út 3 hnútar á sama liátt. Heklið áfram 3 umf. Fækkið nú hnútum, fyrst 6. hverjum hnúti, síðan 5. hv. hnúti og þá 3 liv. hnúti. Síðan er öðrum hverjum linúti fækk- að, þar til 5 hnútar eru eftir. Klippið á þráðinn, og gangið frá honum. Brjótið fyrstu umferð inn á röngu og saumið niður í höndum. VIKAN 29. tbl. — 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.