Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 22
ÞaS var aðeins byrjað að elda aft- ur, og Cormac Joyce varð fyrst var við dagsljósið endurspeglast af lunningunni og af árablöðunum, þar sem hann réri frá landi í áttina að makrílsnetunum sínum. Hann var stór maður, og það tók líkama hans langan tíma að vakna. Fætur hans og handleggir voru fullvaknaðir, en honum var þungt fyrir brjósti og fannst eins og kóngulóarvefur yfir andliti sínu. Hafflöturinn var spegil- sléttur og gjálpaði Ijúflega við báts- stefnið. Þetta gjálp og marrið í keipunum voru einu hljóðin, sem heyrðust. Hann gretti sig, hóstaði og spýtti út fyrir borðstokkinn. Svo beygði hann sig eftir austurtroginu og hellti sjó yfir keipana, svo það væri létt- ara að róa. Örlítil vindgola bærði hvítt hár hans. Morgungolan var komin, til þess að feykja burt nótt- unni. Vindurinn kom af vestri, utan af dimmu Atlantshafinu og hvarf í rökkrið í austri, og tók með sér síðustu leifarnar af nætursvefni Cormacs. Hann fór að hugsa um það, hvað hann þyrfti að gera þennan daginn. Það var ekki margt, sem gera þurfti, eftir að kýrnar höfðu verið mjólk- aðar og reknar á beit. Kornið var löngu komið í hús og heyið líka. Kola, svarta kýrin, hafði skemmt vegghleðsluna úti við Dimmukletta, það væri líklega rétt að gera við það í dag. Einnig þyrfti hann að skera burkna, til þess að fóðra með básana fyrir veturinn, og svo þurfti hann að lagfæra hleðsluna yfir eld- húsdyrunum. Hann ætlaði að laga þvertréð yfir dyrunum og hleðsluna í kring. Það yrði að gerast, áður en vetur gengi í garð. •— Jackie, sagði hann. — Sérðu netin? Drengurinn, 12 ára gamall, lá í hnipri í stefninu og hafði blundað við og við. Hann var grannur, en hár eftir aldri, ljóshærður. Hann var mitt milli barns og pilts, stund- um kátur og gefinn fyrir leik, stundum dreyminn, en þar fyrir ut- an vinnusamur og verklaginn. En Cormac treysti honum aldrei til fulls. Jackie settist upp og leit til vinstri. — Þau eru þarna, svaraði hann. — Heldurðu, að við höfum fengið eitthvað? Cormac svaraði ekki. Hann svar- aði aldrei spurningum upp á von og óvon, ef von var til, að hið rétta kæmi í ljós af sjálfsdáðum. Hann leit um öxl, þangað sem Jackie benti, sá dökkan díl, þar sem fyrsta baujan var, og reri þangað. Báturinn rann upp að baujunni. Þetta var trébátur, traustur og vel bikaður. Þegar Cormac var ungur, voru allir bátar úr striga, sem strengdur var á létta trégrind. Hann seildist eftir netinu og dró það hægt EFTIR LEONARD WIBRERLEY ÞYÐING SIGURÐUR HREIÐAR upp, um leið og hann svipaðist um eftir fiskunum. Jackie hallaði sér út yfir lunning- una og horfði á. Honum varð oft starsýnt á stórar og harðgerðar hendur föður síns. Hiti, kuldi og sársauki virtust aldrei hafa nein áhrif á þær. Þær voru stór, kjöt- bólstruð, sveigjanleg tæki úr bein- um og vöðvum, neglurnar hrjúfar og brotnar, skinnið fremur börkur en hörund. Þegar honum varð svo litið á sín- ar eigin hendur, varð honum ljóst, að þær yrðu aldrei eins og hendur föður hans — sterkar, nytsamar hendur, sem ekkert hefði áhrif á, hvorki kuldi úthafsins eða viður- eign við árar, ljá, sigð né reku. Hans eigin hendur voru grannar og brúnar, næstum kvenlegar. Dreng- urinn óttaðist, að hann yrði aldrei maður á borð við föður sinn, og stundum á nóttunni bað hann heil- agan Brendan að biðja guð að gefa sér sterkar hendur og sterkar axlir, svo hann gæti orðið að manni. Ef hann yrði einhvern tíma að manni, ætlaði hann að gefa Eilis alla sína krafta, svo að hvenær sem hún þyrfti að gera eitthvað, sem afl þyrfti til, gæti hún notað hans afl. Hann lét sig dreyma um þetta, meðan faðir hans dró skektuna hægt meðfram netinu, dró það upp og lét það falla aftur, þar sem ekkert var í því. Það var dálítið af kóröllum í net- inu — beittum og bleikum. Þeir bárust um með straumum flóðs og fjöru og festust í netunum, og þar sem þeir voru svo beittir, að þeir gátu auðveldlega skemmt netin, vsirð að taka þá úr. Þegar kórallarn- ir voru of fastir, til þess að hægt væri að reita þá úr, lagði Cormac þá á borðstokkinn og molaði þá með hnefanum. Jackie reyndi að mola nokkra litla kóralla með sínum hnefa, en hvassar brúnir þeirra skáru hann. Djúpt niðri í vatninu sáu þeir hvít- an díl, Jackie vissi, að það var fisk- ur. Það var stór skata, hvasst nef hennar var fast í netinu, og langt, rottulegt skottið barðist um. Faðir hans reif skötuna lausa og kastaði henni niður í bátinn. Skatan var eins og kórallarnir, gagnslaus hlut- ur, sem gat skemmt netin. Einu sinni voru þær étnar, en nú var ekkert við þær gert, nema beita humargildrurnar með skötubörð- unum. Netið var tvö hundruð metra langt, og þeir fundu aðeins fimm makríla í því. Það hefði átt að vera fullt af makríl, því þetta var sá tími árs, þegar makrílarnir þyrpast í þúsundatali upp að ströndinni. Cormac beindi bátnum frá netinu, án þess að segja nokkuð. Eitthvað er að, hugsaði hann. Hann leit út yfir hafið. Úti við sjóndeildarhring grillti hann Sl^ess- urnar. Þær voru tólf, og hjá þeim var aldrei dauður sjór. Faðir Cormacs hafði einu sinni komizt upp í einn þessara sæsorfnu granít- kletta, og fyrir það varð hann fræg- ur maður á eyjunni. Það var hetju- dáð. Það hafði enginn annar gert, hvorki fyrr né síðar. En nú var eitthvað að, þarna úti, það var þess vegna, sem enginn makríll var í netunum. Feðgarnir vitjuðu um humargildr- urnar. í fyrstu gildrunni var ekk- ert, en beitan var horfin. Cormac sneri sér að skötunni. Munnur henn- ar var á efri hluta þess, sem ætti að vera magi. Varirnar voru fölar, grábleikar, eins og afskræmdar mannsvarir. Drengurinn vissi, að skatan var að kafna. Hann vor- kenndi henni, og hafði viðbjóð á henni fyrir að þjást í hans návist. Cormac tók sjálfskeiðunginn sinn og skar barðið af skötunni. Hún lét sér fátt um það finnast, en það hlökkti í tálknunum á henni. Cormac beitti humargildruna og lét hana síðan í sjóinn aftur. Jackie tók hníf föður síns, sneri skötunni við með fætinum og bjó sig til þess að skera sundur mæn- una, svo þessi óhugnanlegu köfn- unarhljóð hættu. En skatan tók kipp og slapp frá honum. Cormac leit við syni sínum og brosti: — Þú mátt drepa hana, sagði hann. Jackie greip í það barðið, sem eftir var, rjóður og óstyrkur, en skatan sleit sig af honum í annað sinn. Faðir hans laut fram á árarn- ar og horfði á hann. Drengurinn var hræddur við skötuna, en vildi ekki láta föður sinn sjá það. Hend- ur hans virtust veiklulegar borið saman við dauðastríð skötunnar, og hann var hræddur við þennan föla munn. Allt í einu steig hann fast á fiskinn og keyrði hnífinn í gegn um mænuna. Hann hugsaði sér, að hann gerði það fyrir Eilis, og að hún væri hjá honum og horfði á hann. Skatan titraði lítið eitt en. lá svo kyrr. — Þær eru alveg tilfinningalaus- ar, sagði Cormac og lagði af stað; yfir að næstu gildru. f henni var lítill humar, og krabbi' í þeirri þriðju. Þegar þeir höfðu tæmt gildrurnar og beitt þær upp á nýtt, voru þeir báðir orðnir svang- ir og réru heim á leið. Jackie reri líka. Hafflöturinn var ekki lengur sléttur, það var kominn dagur. 22 — VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.