Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 15

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 15
þessum flækingum aftur í skóla, eins og allt er nú í pottinn búið. En ég hef líka ætlað yður annað starf þangað til einhver breyt- ing verður þar á“. „En ég hef skipanir um að hefja tafarlaust starf mitt meðal þessara unglinga. Það verður að koma þeim undir aga og búa þá undir að taka upp námið aftur eins fljótt og frekast er unnt“. „Það er auðveldara sagt en gert. Þeir af þessum unglingum, sem mest áhrif hafa, liggja úti í fjöllunum. Þetta eru slægvitrir þorparar, sem hafa valdið okkur miklum erfiðleikum. Og nú verðum við að láta þá lönd og leið í bili“. Hann dró upp pakka af banda- rískum sígarettum. Kveikti sér í einni og sogaði reykinn að sér með sýnilegri velþóknun. „Álítur þú kannski að láta eigi þessa unglinga afskiptalausa?“ spurði hún. Hann leit fast á hana. „Þú kýst þá ekki að hafa samstarf við mig, Katya Markova?" Katyu var ljóst að hún var Katya fölnaði við. „Ég vil gjarnan hafa eins náið samstarf við þig og mér er unnt“, sagði hún. „En það er einungis þetta, að þeir í Moskvu hafa sett mér það sem eins konar prófraun að starfa meðal þessara unglinga hérna“. „Hverrar aðstoðar væntir þú af mér?“ „Þú sagðir að það sé viss hóp- ur unglinga sem beri ábyrgð á framferði þessara unglinga“. „Rétt er það.“ „Hve margir unglingar eru í þessum hóp?“ „Það er erfitt að segja um það. Ég geri ráð fyrir að þeir harðsnúnustu séu um átta tals- ins. En þeir hafa áhrif á marga aðra hópa.“ „En einhver hlýtur að vera foringi hópsins?" „Já. Drengur að nafni Dmitri.“ „Þá verðum við að hafa hend- ur í hári honum.“ „Það er auðveldara sagt en gert. Dmitri er slægvitur og illt að átta sig á honum. Og það væri með öllu þýðingarlaust að taka un, að það geri ekki minnstu vit- und til þó að þeir leiki lausum hala nokkra mánuði enn. Þegar styrjöldin hefur snúizt okkur ó- vefengjanlega í hag, þá er nógur tími til stefnu, og þá verður þetta ekkert vandamál. En nú eru skipalestirnar að koma. Sú fyrsta kemur á morgun, og því er heit- ið að margar komi á eftir. Ég er ekki í neinum vafa um að það verði til þess að Þýzkararnir taki aftur til við loftárásirnar á borgina og höfnina. Þetta verða úrslitatímar. Heldurðu að mér sé þá leyfilegt að láta nokkurn af hermönnunum, hvað þá held- ur nokkra af hermönnunum, fást við að elta uppi nokkra flæk- ingsstráka og koma þeim í skól- ann?“ „Hvað viltu þá að ég taki mér fyrir hendur?“ „Eins og stendur hef ég mesta þörf fyrir túlka. Ég hef séð það af skilríkjunum, að þú hefur góða kunnáttu í ensku. Það kæmi sér því mjög vel fyrir mig, ef þú færir ,um borð í skipin ásamt eftirlitsmönnunum, þegar þau „Við skulum kalla það beiðni. En ég mundi ekki taka neitun sem gilt svar.“ Katya var að því komin að svara honum í sama tón, en hætti við. Hvað var í rauninni við þessu að segja? GRANT HOLLIS varð gengið út fyrir skálann, þar sem skip- brotsmönnunum var búinn dval- arstaður. f fyrsta skipti um langt skeið sótti á hann óyndi í þess- ari einangrun, sem í rauninni var sama og fangelsi, nema hvað ekkert af hinum fáu kostum fangelsisvistar var henni sam- fara. Það var þessi stöðuga bið, sem var að ríða honum að fullu. Biðin og aðgerðaleysið. Hann var meira að segja farinn að efast um að hann kæmist á brott héð- an með fyrstu ferð, þegar skipa- lestirnar legðu leið sína hingað aftur. Að vísu mundi staða hans verða honum að liði hvað það snerti. Hann var sjóliðsforingi og hafði full skipstjóraréttindi. „Ég vildi óska að ég hefði áfengi,“ hugsaði hann og tók sér C, M Mm ^ , 1 ÆgByMflhv r\ JrA' L w?I’ Allt 1 elnu stóS hún á fætur og klöngraSist þangaS, sem likln lágu ... komin þarna út á hálan ís. „Það er ekki það“, sagði hún hikandi. Arnaldov ýtti við nokkrum skjölum á skrifborði sínu. „Ég sé það af skilríkjum, sem mér hafa verið send að þér er borið á brýn, að þú hafir sýnt stjórn- arvöldunum mótþróa“, mælti hann lágt og ástúðlega. fastan einhvern af þeim hinum, sem minna mega sín í flokknum. í rauninni er hann góður dreng- ur, en hann fer sínu fram og er frjáls ferða sinna. Og ég hef mín- um skyldum að gegna í sambandi við styrjöldina, og get ekki stað- ið í sífelldum eltingarleik við þessa stráka. Það er mín skoð- koma í höfn, og yrðir þeim til að- stoðar við að ganga frá öllum nauðsynlegum formsatriðum.“ „Það mundi varla taka mig svo langan tíma.“ „Og á kvöldin hefðir þú svo yfirumsjón með veitingarekstr- inum að Intourist-gistihúsinu.“ „Ég skil. Er þetta skipun?“ sæti á trjástubb. Snjóflyksurnar svifu mjúklega til jarðar og juku enn á snjóbreiðuna, sem huldi landið. Dmitri kom auga á hann, þarna þar sem hann sat. Það hafði tekizt með þeim allundar- leg vinátta, sumpart fyrir hend- Framhald á bls. 45. VIKAN 29. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.