Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 20
KÚMENKARTÖFLUR. Burstið stórar kartöflur vel og skerið þær í sundur langsum í miðju. Leggið þær í eldfast form með sárið upp, stráið salti á og penslið sárið með matarolíu. Tölu- verðu af kúmeni stráð yfir og kartöflurnar bakaðar í ofni við frekar lítinn hita þar til þær eru gulbrúnar og mjúkar. Ágætar með flestum kjötréttum. HRÍSGRJÓNAKAKA. 2 dl hrísgrjón, 2 dl vatn, 7—8 dl mjólk, sykur, 2 matsk. smjörlíki, 2—3 egg, 6 beiskar möndlur, 1 dl rúsínur. Sjóðið grjónin fyrst nokkrar mínútur í vatninu, en bætið síðan mjólkinni í og látið þau sjóða þar til þau eru mjúk. Takið af hitanum og bætið smjörlíkinu í og hrærið í á meðan. Salt, sykur, rúsínur og rifnar möndl- urnar settar í og þegar grjónin hafa kólnað, eru eggja- rauðurnar hrærðar í. Eggjahvíturnar stífþeyttar og sett- ar varlega saman við. Öllu hellt í smurt eldfast fat pg bakað í meðalheitum ofni þar til það er Ijósbrúnt. Borið fram með niðursoðnum ávöxtum, berjum, sultu eða saftsósu. PERUEGG. Þetta er skemmtilegur ábætisréttur og er gerður úr: 1 dós niðursoðnar perur, 2—3 eggjahvítur, 6 -9 matsk. sykur, flysjaðar, smásaxaðar möndlur. Látið löginn renna vel af perunum og leggio þær síðan í fallegt eldfast fat með sárið niður. Þeytið eggjahvít- urhar og bætið sykrinum varlega í cg sprautið þeim í kringum perurnar, þannig að þær líti út eins og spæl- egg. Stráið möndlunum í eggjahvítuna og bakið í ofni við lítinn hita þar til eggjahvíturnar hafa fengið á sig svolítinn lit. Þetta verður enn betra, ef sherry eða konjaki er hellt yfir perurnar, áður en þær eru settar í ofninn. FORRÉTTUR ÚR LAXI EÐA R7EKJUM. Leggið tvær sneiðar af soðnum laxi á hvern disk eða hlaðið rækjum vel á diskinn. Skroytið með dill eða sítrónusneiðum. Takið síðan stór og fersk salatblöð og búið til kramarhús úr þeim og fyllið með piparrótar- rjóma, en hann er gerður úr stífþcyttum rjóma og pipar- rót rifin út í hann. Leggið kramarhús á diskinn hjá laxinum og rétturinn er tilbúinn. FISKIGRATIN MEÐ RÆKJUM. IV2 kg þorskur eða ýsa, salt, hvít piparkorn, sítróna, nokkrar lauksneiðar og gulrótarsneiðar. — Sósa: 2 mat- sk. smjörlíki eða önnur feiti, 2]/a matsk. hveiti, fisksoð, jtu,. Framhaíá á bls. 30. *3k«J SÍÐAR BUXUR 0G BLÚSSA STÆRÐ 42 2Q — VIKAN 29. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.