Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 51
á þesbum stað, innan um menn, sem sötruðu í sig vodka og voru grófir og áleitnir. Það var sann- arlega dapurlegt útlit. „Fyrirgefið,“ varð Grant Holl- is að orði, um leið og hann gekk aftur að borðinu og tók sér sæti hjá Kennedy yfirforingja. Stundarkomi síðar birtust verðir, vopnaðir hríðskotabyss- um, í dyrunum og kölluðu á rússnesku: „Loftárás ... Allir verða að fara ofan í kjallarann, samstundis." Katya gekk niður breið þrepin á hæla þeim, Grant Hollis og Kennedy yfirforingja. „Hve lengi standa þær venju- lega þessar loftárásir?“ heyrði hún Kennedy spyrja. „Það er misjafnt, en þó alltaf of lengi,“ svaraði Grant. „Ég hef vitað til þess að þær stæðu alla nóttina, allan daginn eftir og næstu nótt. Við þyrftum að hafa nokkrar orrustuflugvélar." „Það eru orrustuflugvélar um borð í sumum flutningaskipun- um, sem liggja úti fyrir Kóla,“ sagði Kennedy. ,,P-38“. „Eru nokkrar af þeim komnar í land?“ „Nei. Einu skipin, sem enn eru komin í höfn, eru þau sem urðu fyrir árásum og löskuðust á leið- inni. Þeir voru hræddir um að þau kynnu að sökkva.“ „Það er ekki síður hætta á að hinum skipunum verði sökkt, þeim sem liggja úti fyrir með orrustuflugvélarnar um borð. Og það yrði enn meira tjón.“ KATYA gat ekki dulið hneyksl- un sína yfir þeim skorti á aga og hlýðni, sem sagði til sín í tali og framkomu þessara útlendinga — að þeir skyldu leyfa sér að gagnrýna yfirboðara sína og bera brigður á stjórn þeirra. Um leið gat hún ekki að sér gert að hug- leiða þá staðreynd, að Rodion var látinn. Hvað mundi hann hafa sagt um framkomu og af- stöðu þessarra gesta utan úr hin- um kapitaliska heimi? Og hversu máttvana og hógvær hafði ekki efi hans varðandi forystuna ver- ið, samanborið við allar þær himinhrópandi ásakanir og að- finnslur, sem hún heyrði stöðugt af munni þessara einkennilegu manna handan um höf, sem gengu í land í Murmansk. Kennedy yfirforingi leit til hennar. „Hvers vegna fáið þér yður ekki sæti hérna hjá okk- ur?“ spurði hann. Hún afþakkaði boð hans. „Það er eins líklegt að við verðum að halda okkur hér í kjallaranum klukkustundum saman,“ sagði Grant Hollis. „Og þér megið vera viss um að engin fer að sýna yður áleitni eða bjóða hundrað pund smjörs fyrir blíðu yðar.“ Kennedy yfirforingi glotti, og henni fannst sem hún setti ofan fyrir framkomu sína, svo að hún kinkaði kolli og þáði sæti á milli þeirra, Grants og yfirforingjans, sem meira að segja hafði breitt frakkann sinn á bekkinn. Katyu fór brátt að líða þægi- lega. Kennedy hafði gæruskinns- úlpu Grants undir vanganum, lokaði augunum og var þegar sofnaður. „Hvernig getur hann sofnað svona fljótt?“ spurði hún Grant. „Yfirforingi í skipalest hefur um margt að hugsa og mörgu að sinna,“ svaraði Grant. „Ég geri ráð fyrir að það sé orðið langt síðan að hann hefur sofið meira en tvær til þrjár klukkustundir í sólarhring ...“ „Þér voruð í síðustu skipalest- inni?“ „Það er nú tími síðan. Rúmt ár. Skipi mínu var sökkt.“ „Og hafið þér dvalizt hér síð- an?“ „Já.“ „Það er margt erfitt sérna,“ sagði hún. „Ég var kennslukona áður .Nú hef ég umsjón með veitingasal fyrir drukkna sjó- menn.“ „Hví þá það?“ spurði hann. „Það hlýtur að vera þörf fyrir kennara einhversstaðar í Rúss- landi?“ „Það er styrjöldin,“ svaraði hún, en vissi að það var ekki eingöngu styrjöldin. Hún sá eftir því að hafa látið Grant gjalda þess, að hann hafði óafvitandi ýft sár hennar. „Eiginlega,“ sagði hún, „var ég send hingað til Murmansk í þeim tilgangi að ég reyndi að koma á fót einhverju skólahaldi fyrir þau börn, sem misst hafa foreldra og aðstand- endur í loftárásunum. Mörg af þessum börnum eru algerlega eftirlitslaus. Það verður allt ann- að en auðvelt við að fást.“ Allt í einu var sem ótal vítis- djöflum væri sleppt lausum allt í kring. Kennedy rumskaði ekki hvað sem á gekk, en sá, sem sat hinum megin við hann, spratt skelkaður á fætur og við það hreyfði hann sig eitthvað, svo að hann lagði vangann á öxl Katyu. „Ég skal ýta við honum,“ sagði Grant. Ósjálfrátt fannst henni allt einhvernveginn öruggara, þegar hún fann höfuð hans hvíla á öxl sér. „Þetta er allt í lagi,“ sagði hún. Framhald í næsta hlaSi. Gerð 4403-4 fáanlegar með 3 eða 4 hellum, glópípu eða steyptum (heilum), klukku og Ijósi, glóðarrist °9 hitaskúffu. Gerð 2650 - 3 steyptar hellur, auðveldar í hreins- un, með bökunarofni H.F. RAFTÆKJAVERKSMIÐJAN HAFNARFIBÐTI RAFMAGNSELDAVELAR MARGAR GERÐIR ‘ir, '1IC A RETRISI.A Eldavélasett til innbygging- ar I ný eða gömul eldhús, 2 gerðir, einnig með glóðarrist Ódýrasta eldavélin á markaðnum VIKAN 29. tbl. 51

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.