Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 50
ÚTLAGAR. Frh. Það slokknaði á eldspýtunni, og Dmitri flýtti sér að kveikja á annarri, en um leið sá hann þá sjón, sem varð til þess að hann reyndi að halda ^thygli hennar fanginni, svo að henni yrði ekki litið í kringum sig. „Ertu slösuð?" spurði hann. „Ég veit það' ekki. Það liggur eitthvað ofan á fótunum á mér,“ svaraði hún. „Ekkert, sem nein þyngsli eru að. Reyndu að ýta því til og að- gættu hvort þú sért nokkuð brotin." Það var sem drægi til muna úr skelfingu hennar, þegar hún hafði einhvern hjá sér til halds og trausts. En þegar hann kveikti enn á eldspýtu, varð henni litið í kringum sig og hún rak upp skelfingarvein. „Nei,“ mælti Dmitri skipandi. „Ekki að líta þangað . .. En nú var það um seinan. Hún starði sem dábundin á fætur karlmanns, sem stóðu út undan stórri hrúgu af braki og steinsteypuhnullungum, og konu, sem fengið hafði stóran stein- steypuhnullung ofan á höfuðið. Og skammt frá þeim lá likami drengs, hroðalega útleikinn und- ir brakinu. Allt í einu reis hún á fætur, ekki hennar hljóðnaði, og hún reyndi að klöngrast þangað, sem líkin lágu. Það kváðu við skruðn- ingar og rykmökkur fyllti skút- ann, og enn hrundi brak úr loft- inu og huldi líkið af litla drengn- um. Dmitri náði taki á henni. „Nei, ekki,“ mælti hann höstum rómi. „Það getur orðið til þess að allt hryndi ofan á okkur. Hún reyndi að losa sig, og það slokknaði á eldspýtunni og þau tókust á í myrkrinu. Hún barð- ist um og kallaði hástöfum á for- eldra sína. Dmitri sætti færis og rak henni löðrung, eins fast og hann gat. Hún hætti að berjast um eitt andartak, en tók strax til aftur. Hann rak henni enn löðr- ung, og hún gaf upp alla vörn. Brakið hrundi niður allt í kring- um þau í myrkrinu. „Reyndu að klöngrast út héð- an,“ mælti hann og röddin var valdsmannsleg. „En foreldrar mínir og ...“ „Reyndu að klöngrast út,“ endurtók hann og ýtti henni á undan sér. Þau skriðu á höndum og fót- um í áttina að opinu. Þegar kom upp úr rústunum, hneig hún nið- ur á götuna og grét lágt. „Við skulum koma okkur á brott,“ sagði hann. „Það er engu að treysta í þessum rústum." Hann reisti hana á fætur, neyddi hana til gangs. „Komdu,“ sagði hann. Hún spurði ekki hvert. Mælti ekki orð af munni. En hún fylgdi honum. gQ _ VIKAN 29. tbl. FYRIR ÞVÍ ÚRSKURÐAST Framhald af bls. 46. Mál þetta lýtur að því úrlausnarefni, að fjárhagslegt tjón hefur átt sér stað. Réttur verður ekki sóttur á hendur hin- um raunverulega tjónvaldi, og er tjónið því dæmt til að koma niður á „saklausum“ aðila. En hver á sá aðili að vera af þeim þremur, sem til greina koma? Um spurninguna, hvort Jón Jónsson eigi að bera tapið, þarf ekki að fara mörgum orðum. Það væri fráleit niður- staða, að láta hann bera hallann. Þótt e. t. v. megi segja, að Jón hafi ekki gætt eyðublaða sinna sem skyldi, á sú vangæzla ekki að valda honum fjárgreiðslum. Ef Jón væri hér látinn bera tjónið, getur hver sá, sem glatar tékkeyðu- blöðum, átt von á að verða öreigi. Verður því ekki frekar fjallað um þann möguleika. Hitt getur mjög orkað tvímælis, hvor bankinn eigi að bera tjónið. Búnaðarbankinn kaupir upphaflega hinn falska tékka og á viðskiptin við svikahrappinn. Þessi banki' hefur, a. m. k. í fyrstu umferð, tekið á sig áhættuna á þvi, að tékk- inn væri „góður“. Ef starfsmenn Útvegsbankans hefðu kom- izt strax að raun um sviksemina, er ljóst, að engum nema Búnaðarbankanum er til að dreifa varðandi ábyrgðina á andvirði tékkans. Það, sem gerir málið torvelt úrlausnar, er sú ráðstöfun hins unga bankamanns hjá Útvegsbankanum að taka við tékkanum og færa hann á reikning viðskiptamanns bankans. Spurningin er þessi: Verður þessi ráðstöfun talin fela í sér að með henni hafi áhættan færzt yfir á Útvegsbankann? A því, hvort þessari spurningu verður svarað játandi eða neitandi, velta úrslit málsins. Úrlausnarefni sem þetta hefur aldrei komið til kasta dómstóla hér á landi, svo vitað sé. En í Danmörku var fyrir nokkrum árum rekið svipað mál af mikilli hörku milli Handelsbanken og Privatbanken. Málið fór fyrir öll dómstigin þrjú, sem þar eru í landi, og urðu ýmsir fletir uppi á teningnum. Borgardómurinn í Kaupmannahöfn og Landsrétturinn, svo og tveir af sjö dómendum Hæstaréttar voru þeirrar skoðunar, að Privatbanken (þ. e. Útvegsbank- inn í dæmi mínu) hefði tekið á sig ábyrgðina með því að innleysa tékkann til sín og færa hann á viðskiptareikning. Meirihluti Hæstaréttar, fimm dómendur, voru gagn- stæðrar skoðunar, og dómur þeirra var lokaorðið. Þeir töldu, að áhættan hefði ekki færzt yfir við viðtöku tékkans og byggðu þá skoðun að nokkru á þeirri sérstöðu, sem bank- inn hefur, þar sem hann er viðtökubanki samkvæmt tékk- eyðublaðinu. Af ástæðum, sem því miður ekki eru tök á að útskýra hér, virðast þau rök, sem fram koma hjá meirihluta Hæsta- réttar, meira sannfærandi, en hin gagnstæða skoðun. Með tilliti til þessa verður talið, að Búnaðarbankinn eigi að bera tjónið. Ályktunarorð: Búnaðarbankinn á að bera hallann. J. P. E. ■ KATYA hafði ekki hugmynd um hvort hún myndi venjast starfinu í veitingasölum Intour- ist gistihússins, eftir því að dæma, sem hún kynntist þar fyrsta kvöldið. Fyrst í stað var ýmislegt, sem vakti áhuga henn- ar. Það var í nógu að snúast, ótal skýrsluform, sem kröfðust útfvll- ingar, ákvarðanir, sem varð að taka. En eftir því sem á kvöldið leið urðu gestirnir ruddalegri og hirtu minna um að hafa stjórn á framkomu sinni; orðbragð þeirra gerðist gróft og örlætið iskyggilegt. Þegar þeir komust að raun um, að það var hún sem réði þarna mestu, reyndu þeir með alls konar brögðum að fá hana til að auka við sig áfengis- skammtinn. Þeir reyndu að múta henni til þess með sápu, nælon- sokkum, kjöti, kaffi, sígarettum og rúblum, jafnvel með salernis- pappír. Gamall skipstjóri, sem ekki virtist sérlega sólginn í áfengi en því meir í mun að koma sér í mjúkinn hjá henni til vissra hluta, bauð henni hundrað pund af smjöri ef hann fengi að sofa hjá henni. Tilboðið var svo skoplegt í sjálfu sér, að hún gat ekki stillt sig um að hlæja. Yfirforinginn á „Kvöldstjörn- unni“, hann hét Kennedy vissi hún, sat þarna nálægt við borð og hjá honum maður með al- skegg. Katya skildi það, að þeir hlutu báðir að hafa heyrt bæði hvað gamli skipstjórinn sagði við hana og eins að hún hló. Hún roðnaði upp í hársrætur, vand- ræðaleg og gröm, um leið og hún gat varla að sér gert að svara glettnisbrosi Kennedys yfirfor- ingja. Skeggjaði maðurinn virtist þó veita því sem fram fór jafn- vel enn meiri athygli, því að hann grannskoðaði hana með augunum og þó með samúð. Loks reis sá skeggjaði úr sæti sínu og gekk til hennar. „Þér eruð nýkomin hingað til Mur- mansk, er ekki svo?“ spurði hann. Henni fannst þessi afskipta- semi hans óþægileg. „Hvers vegna haldið þér það?“ svaraði hún stutt í spuna. „Ég telst bráðum til elztu íbú- anna hér í Murmansk," svaraði hann. „Ég hef dvalizt hérna í meir en ár. Og ég hef komið hingað á hverju kvöldi, en ekki séð yður hér fyrr.“ „Ég er nýkomin." „Það hlaut að vera. Ég heiti Grant Hollis. Mig langaði ein- ungis til að segja yður, að þér skuluð ekki taka sjóarana okk- ar alltof hátíðlega. Sumir af þeim hafa ekki komið í land mánuðum saman. Þeim verður því varla láð þó að þeir reyni til við fallega konu, ef hún verð- ur á vegi þeirra.“ „Það er ýmislegt, sem þið eigið ólært. Þó að þið hafið rek- ið þrælasölu sjálfir, höfum við ekki mannlegt hold á boðstól- um í skiptum fyrir smjör.“ Hann kinkaði kolli. „Það skal ' ég segja pólitísku föngunum ykkar, ef ég rekst á þá,“ sagði hann. Orð hans vöktu með henni sár- an sviða, eins og snarpur löðr- ungur. Hún hafði hafnað þeirri samúð, sem hann vildi auðsýna henni; fyrir bragðið hafði hann vegið að henni þar sem hún var berskjölduðust og orð hans um fangana minntu hana á dauða Rodions. í fyrsta skipti, allt frá því er Arnoldov hafði tilkynnt henni hvað orðið væri, gerði hún sér fulla grein fyrir því að Rodion væri dáinn, hvers vegna hann væri dáinn og hvar og hvernig dauða hans hefði að höndum borið. Hún varð allt í einu yfirkomin af sársauka og harmi og augu hennar fylltust tárum. „Farðu,“ sagði hún. Hún fann mjög til einmanaleika síns. Hing- að var hún komin, í þessa borg á hjara veraldar, Rodion hafði verið tekinn af lífi og allt í ó- vissu um framtíð hennar sjálfr- ar, og henni hafði verið meinað að sinna því starfi meðal ungl- inganna, sem þó var ætlazt til að hún innti af höndum. Þess í stað átti hún fyrir höndum ótal kvöld

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.