Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 33

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 33
SE HREINSUNIN ERFIÐ, PÁ VANTAR VIM X-V iÁ&l IC-6441 -50 gat haft neitt viS þaS aS athuga þó að hún settist að hjá bróður sínum. Önnu var létt í skapi þegar hún kom heim úr þessu undar- lega brúðkaupi sínu þar sem hvorki hafði verið hringt klukk- um né horn þeytt, hvorki brúðar- meyjar né gestir látið sjá sig. Brúðkaupsverð sinn snæddi hún frammi í búri, brauðsneið með fleski ofan á og fór síðan út í hlöðu til bróður síns með barnið, sem nú hafði eignazt föður. Hún vafði að því rekkjuvoðina og brosti til bróður síns. En dánarvottorðið lét á sér standa. Svo leið vikan og sú næsta að kerling lét ekkert frá sér heyra. Anna hafði sagt frá því heima á bænum að nú væri maðurinn 'sinn á leiðinni og þegar einhver spurð.i hana hvað mundi tefja hann, benti hún á að fannir væru á vegum og því seinfarið. En þegar enn liðu þrjár vikur hélt bróðir hennar, sem farið var að hugsa margt, af stað til bæjarins í grennd við Augsborg. Þegar hann kom aftur var langt liðið á kvöld. Anna var ekki háttuð og þegar hún heyrði vagninum ekið heim hljóp hún til dyra. Henni varð þungt fyrir hjarta þegar hún sá hve hægt bróðir hennar fór sér við að spenna hestinn frá. Hann hafði leiðar fréttir að færa. Þegar hann gekk inn í hreysi hins helsjúka manns hafði sá hinn sami setið þar snögg- klæddur með gúltroðinn munn- inn af mat. Hann kenndi sér nú ekki nokkurs meins. Bóndinn varaðist að líta fram- an í Önnu á meðan hann hélt áfram frásögn sinni. Maðurinn — hann hét reyndar Otterer — og móðir hans höfðu bæði virzt undrandi yfir hinum óvænta bata og greinilega ekki ráðið það við sig enn hvað gera skyldi. Honum hafði ekki litizt sem verst á Otterer. Hann hafði ekki verið margorður en þegar móðir hans tók að kveina og kvarta yfir því að nú ætti hann fyrir konu og barni að sjá gegn sínum vilja, skipaði hann henni að þegja. Hann slafraði í sig súr- mjólkina, stegldi í sig brauðið og hugsaði sitt á meðan þau rædd- ust við, og þegar bóndi kvaddi át hann enn. Næstu dagana hafði Anna á- hyggjur þungar eins og að lík- um lætur. Á milli þess sem hún sinnti heimilisstörfum kenndi hún barninu að ganga. Þegar það sleppti rokkbrúðunni, teygði hendurnar til hennar og staulað- ist yfir pallinn, tók hún það í faðm sér með hljóðu kjökri og ón tára. Hvernig er hann eiginlega þessi náungi, spurði hún bróður sinn einu sinni. Hún hafði séð hann aðeins óljóst í daufum bjarmanum af kolunni. Það var ekki fyrr en nú að hún varð þess vísari að þetta var fimmtugur leiguliði sem ekki hafði lengur þrek til að vinna. Skömmu seinna hittust þau. Farandsali kom í bæinn og laum- aði að henni þeim skilaboðum heldur en ekki íbygginn að „góð- kunningi" hennar vildi eiga stefnumót við hana um víst leyti vissan dag hjá vissu þorpi þar sem þjóðvegurinn lægi til Landsberg. Þar hittust þau svo nýgiftu hjónin úti á hjarninu miðja vegu á milli þoipanna þar sem þau áttu heima, rétt eins og þegar herforingjarnir gömlu áttu fund með sér miðja vegu á milli vígstöðvanna. Önnu leizt ekki vel á manninn. Hann hafði dökka tannbrodda í munni og hann glápti á hana frá hvirfli til ilja enda þótt hún væri búin þykkri og síðri gæru- skinnsúlpu svo að ekki sást mikið af henni, og hann talaði án af- láts um „heilagt hjónaband“. Hún réði honum einfaldlega að hugsa málið enn um hríð og síð- an skyldi hann biðja einhvern farandsalann eða slátrarann sem leið ætti um Grossaitingen að hann hefði veikzt á leiðinni en væri væntanlegur innan skamms. Otterer kinkaði kolli þungt hugsi eins og hans var vani. Hann hafði höfuðið yfir hana og starði án afláts vinstra megin á hóls henni meðan þau ræddust við, og það fannst henni óþægi- legt. En það dróst að henni bærust skilaboðin og kveðjan og loks var Anna komin á fremsta hlunn með að kveðja og halda með barnið suður á bóginn og reyna að fá sér vist í Kempten eða Sonthofen eða einhverjum öðr- um bæ. En hinar margumtöluðu hættur á vegunum öftruðu henni farar og auk þess var þetta um hávetur. En nú gerðist henni vistin á bænum stöðugt óbærilegri. Mág- konan lagði fyrir hana tor- tryggnislegar spurningar þegar setið var að miðdegisverði og allt heimilisfólkið heyrði til. Einu sinni festi hún augu á barnið og sagði „vesalingurinn litli“ með uppgerðarmaðaumkun í róm; það varð til þess að Anna ákvað að hverfa á brott en þá veiktist drengurinn. Hann lá í rekkju sinni eldrauð- ur í andliti með sótthitadeyfð í augum og Anna vakti yfir honum nótt eftir nótt milli vonar og ótta. Þegar hann var í afturbata og var farinn að brosa eins og áður gerðist það síðla dags að barið var að dyrum og Otterer gekk í bæinn. VIKAN 26. tbl. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.