Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 13
Bandaríkjamenn nota mikið ómengaðan náttúruefnivið. Þeir byggja gjarna úr óhefluðum bjálkum; nota þá í grind eins og hér sést og klæða þá hvergi af. í gafli hússins er nálega eingöngu gler milli bjálkanna. Takið eftir, að húsið er byggt inn í þéttan skóg, svo það sýnist líkt og vaxið út úr honum. Að neðan: Venjuleg, bandarísk stofa með glervegg út að garðinum. Hátt borð og barstólar milli eldhúss og stofu, annars opið þar á milli. ANDARISKIR Þeir sem séð hafa úthverfi sumra bandarískra borga, munu á einu máli um það, að viðfelldnari íbúðarhverfi getur varla að líta í þéttbýli. Bandarísk einstaklingshyggja fær vel að njóta sín; varla sér maður tvö hús alveg eins, en þó er heildar- svipurinn svo undursamlega góður. Við gætum ýmislegt af því lært hér, sem byggjum í mörgum tilfellum sæmileg hús, þegar hvert og eitt er athugað sem sjálfstætt fyrirbrigði. En heildin er sem gullgrafarabær; þar sem byggðin virðist hafa dottið niður úr himnunum, án skipulags. Bandaríkjamenn brenna sig yfirleitt ekki á því soði að hafa faðsmlengd eða rúmlega það á milli einbýlishúsa. Þvert á móti bruðla þeir oft með landrýmið, eða svo finnst manni, sem vanur er íslenzkum byggingarháttum í þéttbýli. ■ Wmmvmmm / . ' ' r I'; .. ' / ■ 'mm iIÉIIÉt |fl||WmlmWmKli 8 ffljji 8 ■.■■■■■■■ ■ y. Wmmm ■■ ■ | ■•■ ItllltlllnlllllllltS ;lilll'uiini! Wi,"l ■• Hi, .■■■■- ,‘llli f'/<' liillii' 3 * * /■ - | f.',.",i.".7f"./".//'/./,j i L",; i h'ijlif'I /", ,.""t p,i,,',/,.■" • ■ h I ' '..„Mllli IIUiiiii "i/" m"lH‘i Einbýlishús í „Bungalow“-stíl eru annars mest einkennandi fyrir bandarísk íbúðarhverfi. Þau eru fremur víðáttumikil og afar lág. Það er alls ekki reynt að hækka þau upp með sökkli undir eða háum hatti ofan á. Hér hefur þessi stíll átt fremur erfitt uppdráttar vegna þess, að landanum finnst hann ekki nógu „reisulegur“ og fer að gera bragarbót, sem eyði- leggur hann. Fegurð þessa stils byggist ekki háum línum; fremur er það lárétta undirstrikað eins og framast má. Eftir okkar mæli- kvarða eru þessi hús ekki vönduð, illa einangruð, einfalt gler í gluggum, ódýrar og oft fremur lélegar innréttingar. En víða þar vestra er veðráttan á þann veg, að fólkið lifir miklu minna í sjálfu íbúðarhúsinu en hér tíðkast. Og svo er þess að gæta, að byggingarkostnaður er miklu lægri þar en hér. Það kostar til dæmis eitthvað um það bil tvö og hálf árslaun meðalmanns að byggja meðalíbúð i Bandaríkjunum. Það sama kostar fimm- föld eða sexföld árslaun hér. Framhald á bls. 39. Myndin að ofan: Hús eins og þctta eru fjöldafranileidd um öll Banda- ríkin og byggð á ótrúlega skömmum tíma, jafnvel nokkrum dögum (og lóðin gleymist ekki). Til vinstri: Bandaríkjamenn nota mikið harðfuru og rauðvið í innréttingar. Hér eru bjálkar í loftinu, ióðrétt klæðning á vcgg og liturinn á gólfteppinu valinn í samræmi við viðarlitinn. VIKAN 29. tbl. — 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.