Vikan


Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 14

Vikan - 18.07.1963, Blaðsíða 14
Síðustu átökin þeirra á milli höfðu sannað það bezt. Arnald- ov hafði tekið drengina úr flokki hans höndum, kerfisbundið og hvern á fætur öðrum, en alltaf höfðu þeir, sem eftir voru, flutt birgðirnar í nýtt fylgsni, svo að þeir handteknu gátu ekki vísað fulltrúanum á þær, þó að þeim væri þröngvað til að tala. Loks stóð Dmitri einn uppi, og varð að flytja birgðirnar í öruggt fylgsni einn og aðstoðarlaust, yfir í hellinn, þar sem þeir höfðust við nú. Eftir það hafði eltingarleikurinn staðið linnu- laust vikum saman. Dmitri hafði gætt þess vandlega að koma ekki einu sinni í námunda við hellinn, þar sem birgðirn- ar voru fólgnar. Loks hafði Arn- aldov tekið það til bragðs, að sleppa Vladimir. þeim minnsta og yngsta í hópnum, úr haldi svo að hann gæti haft upp á Dmitri og komið til hans samn- ingaboðum. Nú skorti Arnaldov fulltrúa allt, sígarettur, kaffi og sykur, og var reiðubúinn að slá af. sykri, kaffi, sápu og þess háttar. Eins og stendur, þá er það styrjöldin ein, sem nokkru máli skiptir. En þú hlýt- ur að sjá það sjálfur, Dmitri að þegar draga tekur úr styrj- öldinni, þá verð ég að taka upp aftur hlutverk mitt sem traust- ur og strangur flokksfulltrúi". „Þú veizt að það er manntak í mér. Það hefurðu sjálfur sagt. Því ekki að hjálpa mér dálítið? Ég gæti orðið nytsamur borg- ari“. „Nei. Þér yrði aldrei treyst. Fortíð þín gengi stöðugt aftur í öllum skilríkjum. Því miður. Og hvað sem því líður, þá veiztu að ég verð að taka þig fastan þegar þar að kemur.“ „Þú tekur þá hina fasta, eins og þú hefur þegar gert. En þér tekst ekki að hafa hendur í hári mínu...“ „Ekki geturðu lifað sem úti- legumaður í helli alla ævi. Og taki ég hina, verða þeir notaðir til að þvinga þig, eins og þú veizt. Þú ert foringinn, og getur fyrst ræða þá hluti, sem skipta mestu máli eins og stendur. Á- stæðuna fyrir þessum fundi okk- ar. Þú veizt að ég er í erfiðleik- um vegna þess, að þessir dreng- ir, sem ég hef tekið fasta, virð- ast ekki hafa neitt í fórum sín- um, sem gert verður upptækt". „Það er ekki við því að búast. Það er orðið svo langt síðan skipin hafa komið“. „Vertu ekki að því arna. Þú hefur nógar birgðir“. „Það getur farið svo,, að þær verði að endast lengi“. „Ég get látið taka þær af þér, eins og þær leggja sig“. Dmitri glotti. „Já, ef þú fynd- ir þær“. „Viltu hætta á að ég beiti öll- um þeim ráðum, sem mér eru tiltæk?“ spurði Arnaldov full- trúi og brýndi raustina. Dmitri áleit hyggilegra að slá svolítið af. „Ég skal reyna að sjá svo um að bætt verði úr vandræðum þínum strax í þess- ari viku, upp frá því, ef þú læt- ur drengina lausa“. „Gott. En meðal annarra orða. Það voru að berast fréttir frá þeim í Moskvu, sem þú kannt að hafa áhuga á. Þeir ærtla að senda hingað sérstakan erindreka sinn til þess að koma ykkur þessum litlu þorpurum, aftur á rétta braut. Konu. Þér er vissara að vera vel á verði“. „Það hefur ekki neina þýð- ingu. Konu tekst aldrei að snúa á mig“. Þennan sama dag gekk Katya Markova á fund Arnaldovs full- trúa og tilkynnti komu sína. Katya var kennslukona, en hafði verið skipuð til þessarar farar í refsingarskyni, að því er henni skildist, vegna atburða nokkurra, sem höfðu gerzt að undanförnu og komu henni all- óþægilega. Hún hafði aldrei átt í neinum útistöðum við valdhaf- ana áður en hún giftist. Þetta hafði allt breytzt smám saman eftir að hún kynntist Rodion. Nú, þegar hún stóð þarna út.i fyrir pósthúsinu í Murmansk, sem einskonar útlagi, var henni Ijóst að hún yrði að halda áfram sem horfði, og láta hið liðna vera dautt og grafið, eins og það í rauninni líka var. Fedor Arnaldov tók henni með fögnuði. „Katya Markova", hrópaði hann. „Gleður mig. Gleður mig. Loks ertu hingað komin til okkar. Gerðu svo vel að fá þér sæti, kæri félagi, Katya. Hvernig lízt þér á okkar frumstæðu borg?“ „Ég hef ekki kynnst henni að ráði enn“. „Það er ekki miklu að kynn- ast. Engu að síður vil ég taka það fram, vina mín, að við hefð- um bæði mátt gera okkur vonir um þægilegri og skemmtilegri daga hérna, ef ekki væri fyrir styrjöldina11. Katya vissi ekki hvernig hún átti að skilja þessi orð hans. Hafði Arnaldov fulltrúi einnig verið sendur hingað í refsingar- skyni? Ekki þurfti það þó endi- lega að vera. Murmansk var ekki fyrst og fremst útlegðar- nýlenda fyrir þá, sem ratað höfðu í einhver vandræði. Það var einmitt einhver mikilvæg- asta stöðin á þeirri leið, sem not- uð var til flutninga á þeim hern- aðartækjum og birgðum, sem Bandamenn létu Rússum í té og allmargir af þeim, sem gegndu þýðingarmestu embættum í sambandi við styrjaldarrekstur- inn, voru staðsettir þar í borg- inni. „Mér skilst að skólakerfið hérna sé í einhverju ólagi“, sagði hún lágt. „í ólagi; það væri víst vægi- lega að orði komizt, Katya. Það væri sönnu nær að það fyrir- fyndist alls ekki.“ Katya hleypti brúnum gremjulega. „Mér var tilkynnt, að nú yrði gerð tilraun til að koma þar aftur á röð og reglu“. Arnaldov hló, dillandi og inni- lega. „Já, þeir í Moskvu", sagði hann, „þeir hafa heldur litla hugmynd um þau vandamál sem við eigum við að stríða. Flestir af krökkunum hérna eru í slag- togi við hópa af unglingum, sem hvergi eiga heimili og flækjast um eins og útilegumenn. Það er gersamlega ómögulegt að smala OTIAGARNIR FRAMHALDSSAGAN 2. HLUTI eftir ROBERT F. MIRVISH teikning BALTASAR Forcldrar hans voru látnlr. Hann varð að bjarga sér sem bezt hann kunni. Hann slóst í félagsskap við nokkra jafnaldra sína, sem svipað var ástatt um, og I>eir sáu sér í samciningu fyrir lífsviðurværi. En yfirvöldunum var ekki um framferði þeirra, svo líf þeirra einkcnndist af slfelldu laumuspili og flótta. Lögreglufulltrúinn þáði mútur af hópnum, en svo var kennslukona send frá Moskvu til þess að hafa hendur í hári piltunganna og koma þeim undir lög. Annar hluti spennandi framhaldssögu. Svo hittust þeir, tveir einir uppi í fjöllunum. „Þú gerir þér ljóst, að fyrr eða síðar verð ég til neyddur að taka þig fastan“, sagði Arnaldov. „Þú mundir ekki tilleiðanleg- ur að vera mér innan handar?“ spurði Dmitri. „Við höfum átt ýmiss skipti saman“. „Vitanlega vegur maður og metur allar aðstæður", varð full- trúanum að orði. „En fræðilega skoðað, er bókstaflega ekki um neinn möguleika að ræða, þeg- ar stjórnarvöldin eru annars vegar og leggja áherzlu á að fá vilja sínum framgengt. Eins og stendur skiptir það engu máli í rauninni, þó að ég láti ykkur lausa í skiptum fyrir örlítið af lífsþægindum — sígarettum, ekki yfirgefið þá þegar á reyn- ir“. „Við höfum okkar ákvæði. Sérhver, sem tekinn er fastur, verður að hugsa um sig sjálf- ur“. „Þú mundir ekki standast það, að þeir yrðu að þola harðræði, einungis til þess að þú gætir gengið laus“. „Hvað mundi það gagna þeim, að ég gæfi mig fram?“ „Það gæti komið þeim að miklu gagni. Þá yrði allur flokk- urinn sendur saman í betrunar- skóla, svo að hugarfar ykkar yrði lagfært.“ „Ég mundi aldrei gefa mig fram“. „Ekki er ég viss um það. En hvað sem því líður, skulum við — VIKAN 29. thl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.