Vikan


Vikan - 18.07.1963, Síða 19

Vikan - 18.07.1963, Síða 19
Hún greíp hendinni fyrír munninn. „Er Ralph á sakaskrá?“ „Eiginlega ekki. Ég tók bara svona til orða.“ Augu hennar hörðnuðu, og hún fór í varnar- stöðu. „Þér sögðuð mér ekki hvað hann var að gera í Malibu.“ „Ég er ekki einu sinni viss um að það hafi verið maður yðar, sem ég sá þar.“ „Hvernig leit hann út?“ Ég lýsti Burke Damis fyrir henni, og mér fannst sem snöggv- ast bregða fyrir glampa í augum hennar. En hún sagði ákveðið: „Það er ekki hann.“ „Nei.“ „Ég myndi vilja ganga alveg úr skugga um það, hafið þér ekki mynd af Ralph?“ „Ekki einu sinni giftingar- mynd?“ „Við létum nú taka hana, en Ralph kom sér aldrei til þess að sækja hana. Við vorum gift í Reno, og Ralph gat ekki átt tuttugu dollara nógu lengi til þess að geta leyst hana út.“ „Hvaða starfa hefur Ralph, frú Simpson?" „Bara það, sem hann nær í hverju sinni. Hann hefur fengið þó nokkuð vel launað starf sem aðstoðarmaður í eldhúsi hingað og þangað. En hann getur ekki tekið skipunum frá neinum. Kannski," játaði hún biturlega, „er hann of stoltur til þess að takast fast starf á hendur, og hljóp þess vegna frá mér.“ „Hvenær skeði þetta, ná- kvæmlega?" „Að kvöldi hins átjánda maí. Rétt eftir að hann kom heim frá Tahoe, — hann var þar í viku tíma eða svo. Ég keyrði hann niður á stöð, og hann fór upp í áætlunarbil til Los Angeles.“ „Hvað hafði hann í hyggju að gera í Los Angeles?" „Ég veit það ekki. Hann sagði mér einhverja sögu um eitthvað mál, sem hann var að hjálpa til að leysa, en ég tók nú lítið mark á því. Hann hafði sagt mér sams konar sögu þegar hann vann á útiveitingastað niðri í Camino Real. Hann sagði mér, að lög- reglan borgaði sér fyrir að koma upp um unglinga, sem voru að í'eykja eiturlyfjasígarettur, og þess háttar. Ég held að hann hafi bara verið að raupa til þess að upphefja sjálfan sig. Hann lang- aði alltaf svo mikið til þess að verða leynilögreglumaður." „En sakaskráin stoppaði hann af.“ Hún stóð upp í hendingskasti, og stillti sér upp við dyrnar. „Það er bezt að þér farið. Það var ekki Ralph, sem þér sáuð í Malibu. Þér megið treysta því.“ „Allt 1 lagi. Ég trúi yður.“ Það borgar sig ekki að rífast við upp- sprettu upplýsinganna. „Þegar þér ókuð Ralph til stöðvarinnar, minntist hann nokkuð á að fara til Mexico?“ „Ekki við mig.“ „Hefur hann nokkurn tíma komið þangað?“ „Ég held ekki. Hann myndi hafa sagt mér það, ef svo hefði verið.“ „Talaði hann nokkurn tíma um að yfirgefa landið?“ „Ekki nýverið. Hann bað mig nú samt að finna fyrir sig fæð- ingarvottorðið sitt. Það var rétt áður en hann fór til Tahoe. Ég hélt þá að hann ætlaði að stinga af úr landi, en hann sagðist þurfa það í sambandi við vinnu í Nevada.“ „Hvers konar vinna var það?“ Aður en hún gat svarað mér, hringdi sími annars staðar í íbúðinni. Hún stífnaði upp, og gekk hratt út úr stofunni. Ég heyrði rödd hennar. „Þetta er Vicky Simpson, sem talar.“ Það var löng þögn. „Ég trúi þessu ekki,“ sagði hún, „þetta er ekki satt.“ Ég fór á eftir henni fram í eldhús. Hún hélt símtólinu frá sér, eins og það væri hættulegur, svartur fugl. „Hver er þetta, frú Simpson?" Varir hennar leituðu að orð- unum. „Það er lögreglan. Þeir segja að Ralph sé dáinn. Það get- ur ekki verið.“ „Leyfið mér að tala við mann- inn.“ Ég útskýrði hver ég væri, og maðurinn á hinum enda línunn- ar kynnti sig sem Wesley Leon- ard liðþjálfa í Citrus Junction lögreglunni. Dauður maður, sem var álitinn vera Ralph Simpson, hafði fundizt í húsagarði við hús, sem dæmt hafði verið til niður- rifs vegna nýrrar vegagerðar. Leonard liðþjálfi vildi að frú Simpson kæmi til Citrus Junc- tion og úrskurðaði, að þetta væri maðurinn hennar. Ég sagðist skyldi sjá um að hún kæmi, og lagði á. Vicky Simpson hafði hörfað þvert yfir eldhúsið, og stóð nú í horni við ísskápinn. „Nei, nei, ég kem ekki með þér. Ég verð hér kyrr!“ „Einhver verður að bera kennzl á líkið.“ „Nei. Ég vil ekki fara! Ég hef Framhald á bls. 43. VXKAN 29. tbl. 19

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.