Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 5
Þegar Lu var sex ára (til vinstri), lék hann sér oftast að af- göngum úr vefnaðarvöruverzlun föður síns. Þrettán ára gainall var hann farinn að hafa áhuga fyrir gönguferðum og öðru drengjasporti, enda búinn að fá Týrólahatt. Ludwig er barngóður og þykir gaman að börnum; hér er hann með lítinn frænda sinn. Ludwig og Luise Erhard eiga aðeins eina dóttur barna, en hún hefur fætt þeim tvær dótturdætur, Susanne og Sabine. Hér er Sabine í heimsókn hjá afa og ömmu. Frú Luise Erhard lætur lítið á sér bera og telur frú De Gaulle injög góða fyrirmynd; það viti ekki einu sinni nema fáir, að De Gaulle eigi konu. Móðir Ludwigs, Babbette Erhard, var stolt af syni sínum, þegar hann var skráður í herinn árið 1916. Bróðir hans hafði fallið á vígstöðvunum, svo Ludwig fékk ekki að gerast sjálfboðaliði í hernum en honum gekk vel, kom til baka sem undirliðsforingi. VIKAN 47. tbl. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.