Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 39

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 39
ing hennar af húsinu giefi mcr dálítið forskot. ,,Ég er nú bara bóncii,“ sagði ég. „Við tifum hér einföldu og fábreyttu lífi.“ „Ertu aldrei alvarlegur?" „Núna var ég það.“ Mrs. Iiardy stjanaði i kring nm þan með veitingar og tjóm- aði af ánægju, þvi að allt, sem sagt er húsinu til hróss, tckur hún sem persónulega viðurkenn- ingu fyrir hússtjórnina. „Jæja,“ sagði ég loks, „nú er komið að erindinu -— að sjá stolt mitt og prýði hússins. Iben- holtsrúmið 1“ fig fór á undan mcð þau á hælunum og opnaði dyrnar að aðal svefnherberginu. Þar stóð það og tjómaði af þvi. Ég segi þetla í fullri alvöru, en það er varla hægt að ætlast til að þeir trúi þvi, sem ekki hafa séð iben holtsrúmið. Henry sagði lotningarfullur: „Drottinn minn!“ og var um leið fallinn fyrir töfrum liinna átján mynda af Mu-mu-a-pu-a, scm starði á hann mcð þrjátiu og sex óræðum augum. „Ó, ég elska það. Ég dái það. Ég verð að fá það“ sagði Mela- nie. „Jæja,“ sagði ég hæversklega, „en áður en þið ákveðið ykkur er tvennt sem ég verð að nefna. í fyrsta lagi er rúmið ekki al- veg í sinu npphaftega standi. Fiðursængin, sem var i því hef- ur verið fjarlægð og í slaðinn hef ég selt nýtízku fjaðradýnu, sem ég er viss um að ykkur mun þykja mjög þægilegt." ,,Það var mjög skynsamlegt og án efa miklu hollara. Mér finnst það kostur," sagði Ilenry. ,,Þakka þér fyrir, Henry. Og svo er það sögusögnin, sem fylgir rúminu." .,Ilvaða sögusögn? Ilver trúir slíku nú á timum?“ „Það geri ég“ sagði Melanie. ... „Ó, John, segðu okkur hana.“ „Það er sagt, að ef fólk getur ekki elskað, eða getur ekki elsk- að nóg, þá hafni Mu-mu-a-pu-a þvi“ „Fáránlegt,“ sagði Henry. „Hvernig ætti rúm að gera það?“ „Það veit ég ekki, þar sem það hefur aldrei hafnað mér. Þið verðið bara að reyna það og sjá hvað skeður." „Gerðu það, Henry" sagði Melanie óþolinmóð .. . “John, er ekki allt í lagi að hann reyni það?“ „Ég hef ekkert á móti þvi, en ef hann stenzt nú ekki raun- ina?“ Hcnry tók þetta sem ögrun við karlmennsku sina og settist ákveðinn á rúmstokkinn og fór úr skónum. Svo lagðist hann endilangur á rúmið og brosti ánægður þegar ekkert kom fyrir. „Þetta er reglulega þœgilegt rúm, John. Ég var feginn að þú leyfðir mér að reyna það." „Ég hef aldrei trúað alveg sjálfur á þessa sögusögn," sagði ég. „Ég samgleðst þér.“ „Erlu viss um að þú finnir ekki rieitt?“ spurði Melanie og það hefur sjálfsagt verið á- hyggjutónninn i rödd hennar» sem mér heyrðist eins og von- brigði. „Anðvitað finn ég ekkert. Takirðu allt þetta skraut i burtu, er þetta eins og hvert annað venjulegt rúm.“ En hvað? Ilenry byrjaði að hnerra.. Augu hans fylltust af tárum. Andlit hans varð undar- lega þrútið. Henry stóð á fætur og fór í skóna. Ilcnry var ekki lengur fullur sjálftrausts, heldur ringlaður og vandræðalegnr. „Ég skil þetta ekki," sagði Henry. „Þessi sögusögn er auð- vitað tómt bull. Ég veit að rúm- ið liafnaði mér ekki.“ „Hvernig vciztu það?“ spurði Melanie rólega, en það var eins og ró hennar væri stillt á undan stormi. „Vegna þess, að þetta hlýtur að vera citt af ofnæmisköstun- um minum, elskan. Ég cr ekki ofnæmnr fyrir dýnunni, þvi að ég sef á sömu legund heima. Það hlýtur að vera ibenholtið, og mér þykir ákaflega leitt, að þeita skyldi fara svona.“ „Hvað áttu við, Henry? Eigum við ekki að kaupa rúmið?“ Hann yppti öxlum og brosti. „Elskan, hvernig ætti það að vera hægt, þar sem ég er of- næmur fyrir ibenholti?“ ,,Henry,“ sagði Melanie, „ég hef vcrið þér góð unnusta og varla litið á annan mann siðan ég trúlofaðist þér, nema þá ef lil vill þá, sem ég hef þurft að eiga viðskipti við eða þá yfir pokerborðið. Þegar það kom í Ijós, að þú varst ofnæmur fyrir Floru, var ég fús að losa mig við Floru þin vegna. Nú viltu að ég hæ.tti við ibenholtsrúmið fyrir þig. Henry, ég ætla ekki að neita mér nm alla hluti, sem mig langar í, það sem eftir er œvinnar, bara vegna ofnæmis- ins i þér. Ef við giftumst, mund- irðu sjálfsagt verða ofnæmur fyrir mér. En það stendur ekki til að við giftumst. Því miðnr, ég er orðin ofnœm fyrir þér.“ Ég læddist út og skildi þau e.ftir ein með Mu-mu-a-pu-a. Ilvað gat é.g gert annað? Þegar hann kom út með hring- inn, sem Melanie var ekki leng- ur með, var liann með hátið- legan píslarvættissvip, það verð ég að segja. „John,“ sagði hann lágt „heldnrðn að þú viljir láta einhvern aka með mig á flug- völlinn?" „Auðvitað, Henry." Svo gerði ég það. „Það er ef til vill belra, að Mc.lanie fari mcð annarri flug- vél,“ sagði hann, þegar hann kom að bílnum. „Ég verð að NILFISK NILFISK bónvélar ems og NILFISK ryksugur: Afburða verkfæri í sérflokki. verndar gólfteppin- því að hún hefur nægilegt sogafl og afburða teppasogstykki, sem rennur mjúklega yfir teppin, kemst undir lægstu húsgögn og DJÚP- HREINSAR jafnvel þykkustu gólf- teppi fulkomlega, þ. e. nær upp sandi, smásteinum, glersalla og öðrum grófum óhreinindum, sem berast inn, sctjast djúpt í teppin, renna til, þegar gengið er á þeim, sarga undirvefnaðinn og slíta þannig teppunum ótrúlega fljótt. NILFISK slítur alls ekki tepp- unum, þar sem hún hvorki bankar né burstar, en hreinsar aðeins með rétt gerðu sogstykki og nægilegu sogafli. Aðrir NILFISK kostir meðal annars: *= Stillanlegt sogafl * Hljóður gangur * Tvöfalt fleiri (10) og betri sogstykki, áhaldahilla og hjólagrind með gúmmíhjólum fyl&ja, auk venjulegra fylgihluta * Bónkústar, hárþurrka, málning- arsprauta, fatabursti o. m. fl. fæst aukalega. * 100% hreinleg og auðveld tæm- ing, þar sem nota má jöfnum höndum tvo hreinlegustu ryk- geyma, sem þckkjast í ryksugum, málmfötu eða pappírspoka. *= Dæmalaus ending. NILFISK ryksugur hafa verið notaðar hér- lendis jafn lengi og rafmagnið, og eru flestar í notkun cnn, þótt ótrúlegt sé. # Fullkomna varahluta- og við- gerðaþjónustu önnumst við. Ilagstætt verð. Góðir greiðsluskilmálar. Sendum um allt land. ÚRVAL ANNARRA HEIMILISTÆKJA: ATLAS kæliskápar og frystikistur — FREM þvottavélar, þeytivindur og strauvélar — BALLERUP hrærivélar — BAHCO eidhúsviftur — GRILLFIX grillofnar — ZASSENHAUS rafmagnskaffikvarnir, brauS- og áleggshnífar — FLAMINGO straujárn, úðarar og snúrulialdarar — Hraðsuðukatlar, vöflujárn, hrauðristar, eldhúsvogir, straubretti o. fl. FðMI X O. KORNERUP-HANSEN Sími 1-26-06 — Reykjavík — Suðurgötu 10. ____________—________Klippið hér — —-------------- Undirrit.... óskar nánari upplýsinga (mynd, verð, greiðsluskil- | málar) um: .................................... | Nafn os heimilisfang: ......................... VIKAN 47. tbl. — gQ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.