Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 30

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 30
TILHUGALÍF Framhald af bls. 15. „Ég lofaði honum Sigtryggi því, að ég skyldi gefa honum endanlegt svar á föstudagskvöld- ið“, sagði Asa og rödd hennar var óvænt kuldaleg. Móðir hennar leit á hana, og nú var spurning augljós í augum hennar. „Það er víst ekki um annað að ræða — auðvitað játast ég hon- um; hann á það víst margfald- lega skilið. — Jæia, mamma mín, ég er dálítið þreytt —'ég er bú- in að borða. Mig langar til að fara að hátta; góða nótt“. XXIX. Dagana næstu á eftir tók Guð- ríður Methúsaiemsdóttir ekki á móti neinum spágestum. Lét hún dóttur s'na segja að hún væri veik, en reyndar sat hún í kompu sinni inn af búðinni, blaðaði í reikningum aðra stundina, en horfði oftast í gaupnir sér. Ekki sn"rti hún áfengi, og borðaði mjög lítið. Ásu gaf hún gætur í laumi, skynjaði óróleika hennar og hugarstrið, og fann sárt til með henni. En þó var sem ein- hver kali í brjósti hennar til þessarar dóttur, sem hún raunar aldrei hafði skilið. Eftir lokun á fimmtudags- k”öldið Sct hún enn í kompunni, n'ðursokkin í daprar hugsanir. Eu be"ar Ása var farin úr búð- irmi. rétti hún allt í einu úr sér í sætinu og svipur hennar h-rðnaði andartak, því næst hló hún stuttum, snöggum kulda- hlátri. „Jæja, Gudda mín spá- kona“, sagði hún við sjálfa sig, og kvað fast að orðunum. „Ætlar þú nú að fara að leggjast í víl og vol? Aldrei var það vandi þinn um dagana, og he’dur seint að byria á því núna þegar þú ert að verða fimmtug“ — Fimmt- ug? — já, hún varð fimmtug næsta ár, það fór bráðum að hausta og styttast í öllu. Var ekki kominn tími til að njóta lífsins, og hætta að bíða eftir einhverri sælu, sem framtíðin átti að færa? I rauninni höfðu árin runnið út um greipar hennar, án þess að hún næði almennilega taki á þeim; hún hafði ætlað að verða eitthvað mikið, en nú var víst r’veg útséð um að nokkur af þessum vonum hennar rættist — e-P það voru þá vonir, ef það var nkhi bara heimskuleg hégóma- ■drni — ov hvað sagði nú pré- -Heminn: „Eftirsókn eftir vindi“. Á þessari stundu fannst henni allt það, er hún hafði girnzt á æfinni. heldur tiikomulítið. TTenni fannst allt í einu sem hún hefði verið að blekkja sjálfa sig fram að bessu. Og blekkingarnar höfðu bitnað á syni hennar og dóttur. Vitanlega hafði Ása rétt fvrir sér. manneskiurnar urðu að nð gera það sem þær sjálfar vildu. Hún sat lengi hugsi og smám saman færðist yfir hana mild ró. Loks reis hún á fætur og gekk inn í bæinn. Ása Sigurlinnadóttir varð ekki lítið hissa þegar móðir hennar kom rakleitt inn í stofu til henn- ar, laut niður að henni, kyssti hana á vangann og mælti: „Láttu þér ekki detta í hug að taka hon- um Sigtryggi Háfells, ef þú elsk- ar hann ekki. Bíddu heldur þang- að til þú finnur einhvern sem þú getur orðið sæl hjá; það er áreið- anlega meira vert en nokkuð annað. — Fáðu þér svo að borða, elskan mín; ég ætla að skreppa til hennar Jakobínu“. Jakobína Jóns tók vinkonu sinni með kostum og kynjum, og fór strax að skerpa á katlinum. En einnig hennar beið óvænt gleði. Þegar þær voru búnar að sötra úr fyrsta kaffibollanum, sagði spákonan allt í einu bros- andi: „Viltu nú gera dálítið fyr- ir mig, gamla vinkona: settu hreinan bolla á borðið, skrepptu svo upp til hans Gríms og biddu hann að finna mig hingað nið- ur; lofðu okkur svo að vera ein- um dálitla stund“. Jakobína starði orðlaus á stöllu sína, sem hún hafði þekkt um tugi ára. Það komu tár fram í augum hennar og andlitið varð allt að einu brosi. Svo þaut hún á fætur. „Hvort ég skal — al- máttugur hvað ég er fegin — Guð blessi þig Gudda mín!“ Grímur Hafliðason var aldrei þessu vant mjög a'varlegur á svipinn, þegar hann kom inn í eldhúsið til Guðríðar. Hann var á alöur við hana, rösklega með- almaður, en dökkur á hár og brúnir, með brún hýrleit augu. Góðleikinn skein af andliti hans, en nú var ekki laust við ofurlít- ið felmtur í svipnum. Frú Guð- ríður Methúsalemsdóttir hafði aldrei gert boð fyrir hann áður. Spákonan reis á fætur og heils- aði honum með handabandi, bað hann síðan setjast og hellti kaffi í bollann hans. Því næst færði hún stólinn þannig, að þau sátu hvort á móti öðru, og horfðu á hann eilitla stund. í huganum rifj aði hún upp kynni þeirra gegn- um árin. Þýður og góður hafði hann alltaf verið, glettinn og hláturmildur, en þó prúður jafn- an. Það hvarflaði að henni að þessi maður myndi sóma sér vel í kaupmannastétt, hann var alltaf svo hreinlegur og vel til fara, auk þess sem hann bar sig nettlega af verkamanni. „Grímur minn“, sagði hún of- ur þýðlega, „hún Jakobína hefur stundum gefið í skyn að þú mynd- ir hugsa dálítið hlýtt til mín; er það rétt?“ Það skvettist út úr bollanum hjá Grími Hafliðasyni, svo bilt varð honum við þessa orðræðu. Hann leit stórum augum á spá- konuna, og munnur hans opnað- ist, andlitið varð allt að einu gQ _ VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.