Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 15
wmm
WMMM
I '■
Ifilllllf
.: '., v • .
Wmm
"ss ' ^
í’ : :
■ ■ :: : :
í§l:'"''í';.:-':!
!
:
líili
WM11111
i
iilti
"mmmí,
sér snöggt frá henni og skálmaði
út úr garðinum.
Ása horfði á eftir honum. Eitt
andartak lá við að hún veitti
honum eftirför — var það ekki
grimmilegt af henni að láta hann
fara svona, eftir allt sem hann
var búinn að gera fyrir hana?
Þessi hlýja, sem hún bar til
hans, var það ekki í raun og veru
ástin, ást konu til karlmanns,
elskaði hún hann ekki þegar öllu
var á botninn hvolft? Henni var
nær að halda það, og það var
ljótt að láta hann bíða í þrjá
daga enn; honum myndi sjálfsagt
líða illa strákgreyinu.
Mynd Bergs Þorsteinssonar brá
snöggvast fyrir í huga hennar:
fallega drengjasvipnum, heið-
ríkjunni í augum hans. En svo
hristi hún höfuðið: það var ekki
hægt, það kom ekki til nokkurra
mála. Ef hún giftist ekki Sig-
tryggi, gat hún auðvitað ekki tek-
ið bezta vin hans, slík ótukt var
hún ekki.
Hún laut höfði og hljóp upp
tröppurnar að steinbænum.
Mamma hennar sat í stofunni,
þegar hún kom inn. Þær heils-
uðust með kossi. Spákonan var
döpur á svip, en þó harðleg nokk-
uð. „Jæja, dóttir mín, hvernig
hefur þetta gengið hjá ykkur;
skemmtir þú þér ekki vel?“
Ása Sigurlinnadóttir horfði á
móður sína; einnig í hennar aug-
um las hún spurningu, sem henni
var erfitt um vik að svara. „Það
var indælt“, sagði hún dálítið
kæruleysislega. „Og hvernig líð-
ur ykkur þá hérna?“
Okkur líður vel,“ anzaði spá-
konan stuttaralega. Eftir andar-
tak bætti hún við í hálfum hljóð-
um: „Bróðir þinn er byrjaður að
vinna á eyrinni".
Ása brosti. „Já, en það er ein-
mitt það sem hann hefur alltaf
viljað, mamma mín. Ef hann er
ánægður með það, þá er allt í
iagi. Hvers vegna ætti hann að
þurfa að gera eitthvað sem hon-
um er á móti skapi“.
„Nei, auðvitað -— þetta er nátt-
úrulega alveg rétt hjá þér, dótt-
ir mín“.
Framhald á bls. 30.
FRAMHALDSSAGAN - 12. HLUTI
Eftir KRISTMANN Teikning:
Þórdis Tryggvadóttir
GUÐMUNDSSON
VIKAN 46. tbl.
15