Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 17

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 17
„Komdu hérna Jill“ sagði hann, „réttu mér íleiri spýtur. Bráð- um logar hér góður eldur“. Hún fékkst ekki til að koma nærri honum, heldur starði á hrúguna af sviðum fuglunum. „Huðsaðu ekkert um þá“ sagði hann,“ við hendum þeim burt, þegar ég er búinn að koma eld- inum í lag“. Hættan var liðin hjá. Þetta gat ekki komið fyrir aftur, ef þau gættu þess að láta eldinn lifa bæði dag og nótt. „Ég sæki meiri eldivið út á búgarðinn á morgun“ hugsaði hann. „Þetta getur ekki haldið svona áfram endalaust. En ég skal bjarga okkur. Ég get gert allt, sem þarf, meðan fjara er. Það er hægt að koma því þannig fyrir, bara sækja allt sem vantar, þegar fellur frá. Við verðum að aðlaga okkur kringumstæðunum, það er allt og sumt“. Þau drukku teið og kakóið og fengu sér brauðsneið. Það var hálft brauð eftir, sá Nat. Það gerði ek.kert til, þau mundu kom- ast af. „Hættið“ sagði Johny litli og benti með skeiðinni á gluggann, „hættið, ljótu fuglar". „Þetta vil ég heyra“ sagði Nat brosandi", við kærum okkur ekki um þessar leiðindaskepnur, er það? Við erum alveg búin að fá nóg af þeim“. Þau byrjuðu að hrópa sigrihrós- andi í hvert skipti, sem þau heyrðu fugl detta. „Þarna fer annar, pabbi“ kall- aði Jill, „þessi er dauður". „Hann hefur fengið fyrir ferð- ina“ sagði Nat. „Þarna fer hann, ræfillinn". Þannig átti að taka þessu. Þetta var rétta hugarfarið. Ef þau gætu haldið svona áfram. reynt að vera í góðu skapi til klukkan sjö, þegar fréttirnar kæmu í útvarpinu, hefðu þau bara staðið sig vel. „Gefðu okkur sígarettu" sagði hann við konuna sína. „Svolítill reykur blæs burtu þessari ólykt af brennandi fiðri“. „Það eru aðeins tvær eftir í pakkanum" sagði hún. „Ég ætl- aði að kaupa nokkrar handa þér í búðinni í morgun“f: „Ég ætla að fá aðra“ sagði hann, „hin á að geymast þang- að til illa liggur á mér“. Það þýddi ekkert að láta börn- in fara að sofa aftur. Það var engan svefn að fá meðan högg- in dundu á gluggunum. Hann hélt utan um konuna sína með öðrum handlegg, en í hinum krikanum sat Jill, en Johnny sat í kjöltu móður sinnar. Þau höfðu dúðað sig með sængunum og sátu á dýnunum. „Það er ekki hægt annað en dást að greyjunum“ sagði hann; „ekki vantar þá úthaldið. Mað- ur skyldi ætla að þeir gæfust upp, en það er nú ekki aldeilis“. Það varð ekki auðvelt að hugsa áfram til þeirra með vinsemd. Höggin héldu áfram viðstöðu- laust, en nú fór Nat að heyra nýtt og annars konar hljóð, gróft sarg, eins og beittara nef en hingað til væri að verki, komið til þess að leysa hin af hólmi. Hann reyndi að rifja upp fyrir sér nöfn fleiri fugla; reyndi að ímynda sér, hvaða tegund væri sérlega heppileg til að leysa þetta verk af hendi. Þetta voru ekki högg spætunnar. Þau væru létt- ari og tíðari. Málið var alvarlegra en það, að ef þessu héldi áfram, mundi viðurinn splundrast eins og glerið áður. Þá mundi hann eftir haukunum. Gat það verið, að haukarnir hefðu tekið við af svartbökunum? Voru það vákar, sem nú sátu á syllunum, og voru vopnin nú ekki eingöngu nef, heldur einnig klær? Haukar, vákar og fálkar — hann hafði gleymt ránfuglunum. Hann hafði ekki reiknað með þeim krafti, sem bjó í beittum klóm. Þrjár stundir áttu enn eftir að líða, og alla þá bið yrðu þau að hlusta á brothljóðið í viðnum, hvernig klærnar tættu hann í sundur. Nat leit í kringum sig til þess að athuga hvaða húsgögn þau mættu missa til að brjóta niður í planka, sem svo mætti nota til að styrkja hurðina. Glugginn var öruggur vegna eldhússkápsins. En hann var ekki viss um hurð- ina, Hann fór upp á loft, en þeg- ar hann kom upp á stigapallinn dokaði hann við og hlustaði. Það heyrðist mjúkt tif á barnaher- bergisgólfinu. Fuglarnir höfðu brotizt inn. . . Hann lagði eyrað að hurðinni. Það var ekki um að villast. Hann heyrði skrjáf í vængjum og þrusk af fótum þar sem þeir tifuðu á gólfinu. Hitt svefnherbergið var tómt enn. Hann fór þangað inn og fór að bera húsgögnin út, til þess að stafla þeim í stigagatið, ef barna- herbergishurðin skyldi bresta. Þetta var varúðarráðstöfun. Það var ekki víst, að þetta væri nauð- synlegt. Það var þýðingarlaust að byrgja dyrnar með húsgöngun- um, því að þær opnuðust inn. Eina lausnin var að hafa þau í stigagatinu. „Komdu niður, Nat, hvað ertu að gera?“ kallaði konan hans. „Ég verð ekki lengi“ hrópaði hann. „Ég er bara að laga allt hér uppi“. Hann vildi ekki að hún kæmi upp; hann vildi ekki að hún heyrði tifið í fótunum á barna- herbergisgólfinu eða skrjáfið í vængjunum, þegar þeir strukust við hurðina. Klukkan hálf sex stakk hann upp á því, að þau fengju sér morgunverð með bacon og steikt- um eggjum, þó að það yrði ekki til annars en eyða angistinni í augum konu hans og hafa ofan af fyrir ergilegum börnunum. Hún vissi ekki um fuglana uppi. Það herbergi var til allrar hamingju ekki fyrir ofan eldhúsið. Ef svo hefði verið, hefði hún ekki kom- izt hjá því, að heyra í þeim, hvernig þeir hjuggu og tættu við- inn. Og hún hefði heyrt ömurlega hlunkana, þegar sjálfsmorðsfugl- arnir, hetjurnar, skullu á vegg- ina á fluginu inn í herbergið. Hann þekkti þá frá fornu fari, silfurmávana. Þeir voru heimsk- ir. Svartbakarnir voru af öðru sauðahúsi; þeir vissu hvað þeir vildu. Það gerðu þeir líka, hauk- arnir. vákarnir. . . . Hann greip sjálfan sig í því að einblína á klukkuna, stara á vísana mjakast eftir hringnum. Ef tilgáta hans væri ekki rétt, ef árásin hætti ekki þegar sjáv- arföllin breyttust, þá vissi hann að þau voru sigruð, Þau komust ekki af allan liðlangan daginn án þess að fá frískt loft, án hvíld- ar, án meiri eldiviðar, án . . . Huganir hans brutust um. Hann vissi af svo mörgu, sem þau þurftu, til þess að halda uppi vörninni, Þau höfðu verið óvið- búin Enn voru þau ekki tilbúin. Ef til vill var lífið öruggara í borgunum þrátt fyrir allt. Ef hann gæti komið boðum í gegn- um símann á búgarðinum til frænda síns, sem bjó í sveit þar skammt frá, gætu þau ef til vill fengið bíl leigðan. Það mundi flýta ferðunum — leigja bíl milli flóðs og fjöru .. . Rödd konunnar hans, sem kall- aði á hann, rak burt svefninn, sem sótti skyndilega að honum. „Hvað er það? Hvað er nú?“ sagði hann hvasst. „Útvarpið" sagði konan hans. ,.Ég hef haft gætur á klukkunni. Hún er að verða sjö“. „Hreyfðu ekki takkann“ sagði hann og sýndi nú í fyrsta skipti óþolinmæði. „Það er stillt á að- alstöðina. Þeir útvarpa eflaust þaðan“. Þau biðu. Klukkan sló sjö. Ekkert hljóð heyrðist. Engin klukknaslög, engin hljómlist. Þau biðu þar til klukkan var stundarfjórðung yfir sjö, en stlltu þá yfir á aðra stöð. Ár- anguririn var sá sami. Engar fréttir voru í útvarpinu. „Okkur hefur misheyrzt“ sagði hann. „Þeir byrja ekki að út- varja fyrr en klukkan átta“. Þau höfðu útvarpið opið, og Nat hafði áhyggjur af rafgeym- Framhald á bls. 41. VXKAN 47. tbl. 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.