Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 13

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 13
Svört eins og suöræn nótt hafnaði hun öllum, sem elcici höfðu tiæfi- Smásaga eítir Frank Farnham Ó, jor! hugsaði ég. Gæti ég nú bara ort ijóð! Fuglar ú flugi, egg í hreiðrum og allt ómaði af söng. Hænur og kjúklingar á stjái, kgr og kálfar, ær og lömb, hryssur og fol- öld. Maine i mail Öðrum megin við girðing- una voru eftirvæntingarfull eplatré, rjóð af nýútsprungnum blómum, sem þau opn- uðu beztu vinum sinum, býflugunum. Hin- um megin var ég, John Justice, sitjandi á svampjjúða, uj>j)i á sætinu, með hendurnar á stýrinu, sem stjórnaði traktornum, sem dró plóginn, sem rólaði upp moldinni, sem uppskeran óx i, sem gerði mér mögulegt, að búa í húsinu, scm Jack bgggði. Þegar ég tcda um Jack, á ég við John Justice fyrsta, forföður minn, sem byggði húsið lu.nda hjákonu sinni, Hope Hart, 1S3'i — árið áður en liann kvæntist henni — byggði ]>að að mestu úr viði og öðru ejni, sem hann hafði safnað i öllum álfum °S (l fjötda liafa á tuttugu ára farmennsku sinni. Allt jar liúsið þrufígið rómantík — þó ekki væri nema nöfnin á viðartegundunum. 7 eak, rósaviður, spánskur sedrusviður, kvistóttur hlynur, kirsuberjatré, kókospálmi, maghony frá Honduras, kyprusviður, magn- olíutré og hvað munduð þið svo segja um ibenholtsrúmið frá Malaja, svartara en soartasta nótt, með dökkum gljáa, sem sló á silkislikju, rúm fyrir drottningu eða gleði- konu, allt þakið listavel útskornum myndum af hinni lokkandi og töfrandi Mu-mu-a-pu-a, eins konar Venus Malaja. Það er því engin furða, þótt bæði erfða- venjnr og heilbrigð skynsemi krefðust þess, að konur þeirra karlmanna af Justice ætt- inni, sem töldust höfuð ættarinnar, væru blóðheitar og töfrandi konnr, þannig að þær styngjn ekki í stúf við ibenholtsrúmið, kinverska jaðisteininn og verndargripinn frá Bati. Ó, vor, vor, hugsaði ég daufur í dálkinn, og nú var mesli Ijóminn farinn af morgn- ifíum, því að hér sat ég, höfuð Justice ætt- arinnar, fullvaxinn og fús uð kvænast, vœri rétt stúlka fyrir hendi, en þvi var nú ekki að heilsa. Ég hafði reyndar átt stefnumót við Sally, sem var grönn og blíðlynd, og líka við Bessie, sem var þybbin og glaðvær, báðar heilbrigðar sveitastúlkur. En voru þær nógu góðar fyrir ibenholtsrúmið, sem hafði ekki aðeins verið hvilustaður hinnar ástleitnu Iiope Ilart, heldur einnig langa- langömmu minnar, leikkonunnar Sonju, líka langömmu Gildu, dóttur perlukonungsins á Tahiti, svo Mariettu ömmu, stjörnu linu- dansaranng, og loks Aureole, sem fyrst var Miss Missisippi og síðan móðir mín? Meira að segja á slíkum morgni, þegar ég var ástfanginn af sjálfri ástinni, gerði eg mer Ijóst, að hvorki Sally né Bessie stóð- ust matið. Þær voru sætar og saklausar eins og — eins og sveitasmjör. Og það sem verra var, þær voru hagsýnar, en ég lagði meira upp úr rómantikinni. Ég orti tvö smákvæði þennan morgun, síutt og gagnorð, þótt ef til vill mælti deila um listrænt gildi þeirra. Þau fjölluðn um Sally og Béssie og samband mitt við þær. Ekki stóð það þó í neinu sambandi við skeytið, sem ráðskonan min rétti mér, þeg- ar ég kom inn í eldhúsið um hádegisbilið. Það liljóðaði á þessa leið: Flora til sölu. Komdu strax. Edward frændi ,,Þessi gamli saurlífisseggur“ tautaði Mrs. Hardy. „Þú sem hefur tvær fitllgóðar stúlkur hér í nágrenninu. Þú ferð auðvitað ekki.“ ,,Auðvitað fcr ég.“ Ég þreif í hcna og dansaði með hana tvo hringi um eldhúsið. „Þetta er ekki stiilka. Þetta er tík. Verð- luunaveiðihundur." Mrs. IJardy létti sýni- lega og hún hjálpaði mér að setja niður i löskurnar. Ég lét ráðsmanninn minn, Tom Brannum, aka með mig til borgarinnar. I bankanum færði ég 5000 ■$ í viðbót á ávísanareikning minn, og á flugvellinum pantaði ég sæti i vélinni klukkan tvö. „Þú varar þig á þessum borgarstúlkum, mundu þaðsagði Tom áhýggjufullur. ,,Eins vel og ég get.“ Alla lciðina var ég svo að hugsa um vorið í New York, en ég hafði ekki komið þangað i tvö ár. Mundu yfirþjónarnir þekkja mig aftur? Það gat verið, ef ég væri í fylgd með Ed- ward frænda. En stúlka að nafni Royce, sem var að fásl við að mála? Iivar var hún núna? Eða Adora La Rue? Og hvað með Katie frá Queens? Þegar ég hafði hugsað um allt fólk, sem ég þekkti, fór ég uð hugsa um staði og liluti. Um Waldorfhótelið. Um fágaða kurteisina og sjúlfsagða háttvísina hjá Tiffany. Um fjölbýtishúsin, frelsisstyttuna, neðanjarðar- brautirnar, Ellis eyju, grasrendur við gang- stéttarnar, Wall Street, himin sniðinn til að komast fyrir milli hárra bygginganna, dúfur á gluggasyllu, Broadway, Macy’s, Gim- bels, ógrynni af svörtum undirfötum á urm- ul af stúlkum. New York hafði upp á allt að bjóða, fannst mér. Ég var næstum viss um það. Nema, auðvitað, ibenholtsrúm. Það átti að gefa mér og.Maine nokkurra sérstöðu. „Edward frændi" sagði ég. ,,John“ sagði hann. „Gekk ferðin vel?“ „Dálítill stormur. Varla til að nefna.“ Við slilum hahdabandinu og athuguðum Iworn annan. Hann var sjö mánuðum eldri en þegar hann kom síðast á búgarðinn um veiðitimann, en ég gat ekki scð neina breyt- ingu á honum, nema hvað allir lita öðru- vísi út uppáklæddir inni á finu hóteli en á skógarsnipuveiðum eða á andaskytterii um dagmál. Edward frændi var sextíu og fimm ára eða eitthvað um það bil, en hak- an hafði ekki misst neitt af festusvip Just- ice ættarinnar, nefið var djarflegt, nef Just- iccnna, og það var arnarsvipur í dökkum og reyndum augum hans. „Þú, hefur fitnað svolítið drengur minn,“ sagði luinn. ,,Þrjú pund." Það var varla merkjanlegt á mittismálinu á mér, en Edward frændi tók eftir ölln. „Hvaðan kemurðu núna?“ „Vegas. Póker — það var einkaspila- samkvæmi.“ Við töluðum um daginn og veginn í fimm minútur, en þá lyfti hann kæruleysislega iij)j) skyrtumanséttunnni til þess að líta á úrið, og rúbínhringurinn á fingri hans glampaði i Ijósinu. ,,Ef þú þarft að hitta einhvern," sagði ég, „ætia ég að biðja j>ig að láta mig ekki tefja þig.“ „Ég verð því miður að þjóta af stað. Ég ætla að borða á Luchows með greifinjunni eftir tuttugu míiuitur.“ Allar greifinjurnar hans Edwards frænda voru nógu raunverulegar til að hækka blóð- þrýstinginn i hverjum meðalmanni. Það voru aðeins titlar þeirra, sem ekki áttn sér stoð i veruleikanum. Áður en þær hittu Ed- ward fræíida voru þær réttar og sléttar frökenar, en hann lét ekki standa á því að forframa þær. ,,Jæja, komdu þér þá af stað,“ sagði ég. „Ég dvel hér lijá þér. En viðvíkjandi sím- skeytinu —“ „Herbergi 837.“ „Flora?“ „Ekki hundnrinn. Eigandiiui.“ „Hvers kyns náungi er það?“ „Hvers kyns?“ Hann stanzaði með hönd- ina á húninum. „Ó, ungur, lítill og dökk- ur. Suðurrikjabúi.“ ,,En hvers konar?“ liélt ég áfram. „llvern- ig er hann fjárhagslega staddur? Er hann þannig gerður, að hann setji upp visst verð og haldi sér viif það, eða get ég þráttað við hann? Ég kæri mig ekki um að borga meira en ég þarf.“ „Auðvitað ekki. En jiað getur nú samt verið að það endi með því, að jbú borgir ineira en þú hefur efni á. Whittier hefur sinar veiku hliðar, en póker kann hann að spila. Gangi þér vel, John,“ sagði Edward frændi og fór út. Herbergi 837 var á sömu hæð og herbergi frænda, og eftir að hafa litazt um í íbúðinni hans og lagað mig svolitið til, fór ég þang- að og barði hæversklegá að dyrum. Þær opnuðust. Vor, hugsaði ég. Vor i New York. Hún bar höfuðið með stoltri reisn. Ilár hennar var glansandi eins og minkaskinn. Ilún minnti á magnoliublóm og röddin bar suðrænan blæ. „Hvað eruð þér að tauta? Ég þekki enga Gildu eða Mariettu. Ilvað eiga þær að gera hér?“ „Þetta er misskilningur. Eg var bara að Framhald á bls. 34. VIKAN 47. tbl. — -JO

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.