Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 19

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 19
unarmáta, þó með ýmsum viðeigandi endurbótum. Þær eru kallaðar „rúg- brauðssneiðar", og draga nafn sitt af því að þær aka í Volkswagen rúgbrauð- um. Þegar viðskipti eru fyrir höndum, parkera þær bílnum einhversstaðar á þægilegum stað, setja krónu í stöðu- mælinn og draga tjöldin fyrir glugg- ana. Að viðskiptum loknum aka þær svo á braut og skila kúnnanum af sér þar sem hann óskar, og búa um legu- bekkinn aftur í á ný. Og úr því að maður er á ann- að borð farinn að tala um þessi við- kvæmu mál, þá sakar ekki þótt ég segi ykkur sögu. sem ég heyrði um dag- inn. Ég fór austur á Þingvöll og var að dást að framtaki Þorvaldar í Síld og Fisk þar eystra. En meira má, ef duga skal. Gistihúsið sjálft þarf nauð- synlega umbóta við, þótt ekki væri nema að setja betri hljóðeinangrun milli herbergja. Kunningi minn — eldri maður — ætlaði að dvelja þar í nokkra daga s.l. sumar, og fékk leigt herbergi á gisti- húsinu. Fyrstu nóttina fór hann snemma að hátta og ætlaði að njóta hvíldarinnar í kyrrð hinnar íslenzku náttúru. En náttúran fór illa að ráði sínu. í næsta herbergi við hliðina var greinilega ekki einbýli, og heyrðist þaðan allskonar pískur og hvískur og önnur hljóð, og varð vini mínum ekki svefnsamt — en hélt þó sönsum. Hann komst samt ekki hjá því að heyra hvað sagt var hinumegin við þilið, en sam- ræðurnar voru vægast sagt ekki and- lega uppbyggjandi, því karlmaðurinn tautaði sífellt: „Hver á þennan litla sæta bossa?“ án þess að fá nokkurt fullnægjandi svar. Hann endurtók þetta æ ofan í æ, og virtist ætla að láta þetta duga sem samræðuefni, jafnvel þótt svarið kæmi aldrei. Vini mínum kom ekki dúr á auga, því alltaf þegar hann var að festa svefn, heyrði hann þessa spurningu endurtekna: „Hver á þennan litla bossa?“ — og þar kom að hann sprakk! Hann barði bylmingshögg á þilið með krepptum hnefanum og hrópaði: „Kveiktu ljósið, mannfýla, og gáðu að því!“ Hann hefur vitað það, karlinn, að sjón er sögu ríkari. Ég sannfærðist líka um það núna fyrir skömmu, þegar ég fór að heimsækja einn kunningja minn. Hann var þá í baði, sem kemur að vísu stundum fyrir, en of sjaldan. Ég vildi því ekki trufla hann, en sett- ist inn í stofu á meðan hann var að skrúbba sig og fór að rabba við kon- una hans. Allt í einu kom strákurinn hans hlaupandi eins og raketta, með upp- glent augu, baðandi út höndunum — beint til mömmu sinnar og hrópaði: Mamma! mamma! Pabbi er líka strákur!" Hann hafði nefnilega aldrei séð föður sinn nakinn áður, og það er margt, sem hulið er innan klæða. í því sambandi er kannski rétt að ég komi hér á framfæri mjög al- varlegri aðvörun til allra kvenna. Mér hafa borizt þær fréttir alveg í þessu, að æsileg panik hafi hlaupið í allt enskt kvenfólk. Ástæðan er sú, að enskt fyrir- tæki, sem framleiðir kvenundirfatnað, komst að því á átakanlegan máta, að stórt partí af kvenbu. . . . kvenbr. . . . af buxum hafi mistekizt, þannig að á því er mikil hætta að teygjan fari veg allrar veraldar við fyrsta þvott. Hún getur semsagt tekið upp á því hvenær sem er, eftir þvottinn, að hætta að vera teygja. Þetta komst upp — eða niður — þegar hertogaynjan af Haddington var að afhjúpa myndastyttu á listasýningu í Edinborg. Það var fleira, sem afhjúp- aðist, en bara myndastyttan. Alveg satt. VIKAN 47. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.