Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 46
á grjótkasti undir bílinn, en hann fer vel á veginum og lætur auð- veldlega að stjórn. Fjöðrunin er fremur stif, jafnvel heldur stíf- ari en ég hefði kosið, en þess ber að gæta, að bíllinn sem próf- aður var, hafði aðeins 3000 kíló- metra að baki, og gæti verið, að hann ætti eftir að mýkjast enn. Þetta er tvimælalaust skemmti- legur bíll, en ég er ekki nógu viss um að boddýið á honum sé sterkt og vandað. Það virtist fremur þunnt og var hvergi að sjá öfl- ugar uppistöður í veggjunum, og ekki fær það stuðning að aft- an, því þar er enginn póstur. Afturgaflinn er alveg tekinn úr, þegar bíllinn er opnaður að aft- an. Afturrúðan er þá fyrst skrúf- uð niður í neðri hluta gaflins, sem síðan opnast á hjörum að neðan. En fátt er svo með öllu illt; þetta er mjög aðgengilegt gaphús. En jafnvel á svona nýj- um bíl var skrölt í afturgaflin- um, auk þess sem upphalarinn á miðrúðunni vinstra megin var bilaður, og rúðan í bílstjórahurð- inni skrölti. Víst er um það, að okkur henta bezt bílar með drif á öllum hjólum og háir til hnés- ins, en verðið er líka orðið hátt, þegar komið er upp í 300 þúsund eða meira. Og ég efast um, að bílinn hafi svo mikið fram yfir suma þeirra, sem minna kosta, að hann sé sinna peninga virði. Ég myndi að minnsta kosti held- ur fá mér venjulegan Jeep og leggja meira fé í að fá hann lengdan og smíðað á hann gott hús. Það er náttúrulega ekki eins fír.t, en....... S.H. OFTAST MEÐ UNGAR STÚLKUR . . . Framhald af bls. 27. Hann vann alla algenga púls- vinnu, í fiski og við annað, sem til féllst. Um tíma var hann á skrifstofu hjá Kaupfélagi Þing- eyinga. Hann fór í Menntaskól- ann á Akureyri og lauk gagn- fræðaprófi 1945. Á þeim árum var Óli frægur íþróttamaður og stundaði einkum frjálsar iþróttir. Hann setti drengjamet í þrí- stökki, 13.78 m og náði 6.60 í langstökki. Svo varð hann fyrir því óhappi að hælbrotna í þrí- stökkskeppni og varð að hætta í íþróttum. Hann fluttist til Reykjavíkur 1950. Var einn vet- ur við nám í teiknun og listmál- un í Handíða- og myndlistarskól- anum. Fór síðan að læra ljós- myndun hjá Barnaljósmynda- stofunni. Lauk Iðnskólanum í Reykjavík og útskrifaðist sem Ijósmyndari 1953. Að því búnu hugðist Óli setj- ast að á Húsavík og taka mynd- ir af Þingeyingum. Við það var hann í fimm ár 1954—1959. En það voru drærn verkefni og hann sá þann kost vænstan að flytja suður að nýju. Þá tók hann við rekstri Barnaljósmyndastofunn- ar og hafði það með höndum í tvö ár. Það voru eingöngu barna- Ijósmyndanir, eitthvert mesta þolinmæðisverk sem til er og útheimtir mikla sálfræði, sagði Óli. Hann stofnaði eigið fyrir- tæki, Ijósmyndastofu, sem var fyrst til húsa á Freyjugötunni, en síðar á Laugavegi 28 og þar er hún nú. Þrátt fyrir haldgóða æfingu við barnamyndir, eru ungar (og fallegar) stúlkur oft- ast framan við ljósmyndavélina hjá honum. Óli Páll tók nýlega við starfi Sigurhans Vignis sem Ijósmyndari í Þjóðleikhúsinu. Auk þess tók hann allar útstill- ingarmyndir fyrir kvikmyndina 79 af stöðinni. Óli er kvæntur Ástu Halldórs- dóttur úr Reykjavík og þau eiga þrjú börn. ERFÐAFRÆÐI BÚFJÁR. Framhald af bls. 27. Að því búnu fór hann í Bænda- deild Hólaskóla og lauk búfræði- námi þaðan á einum vetri. Hann fór til Noregs og var eitt ár í verknámi, vann á búgörðum og kynntist góðum búskap á Aust- urlrndinu og Jaðri. Haustið 1952 innritaðist hann í Búnaðarhá- skólann í Ási í Noregi og útskrif- aðist þaðan vorið 1955. Hann tók búfjárrækt sem sérgrein og skrif- aði prófritgerð um íslenzka ull. Þá hafði hann ferðazt um Island, safnað sýnishornum af ull og rannsakað þau. Við heimkomuna starfaði Stef- án sem aðstoðarmaður í búfjár- rækt hjá Atvinnudeild Háskól- ans, en fór fljótlega utan aftur, í þetta sinn til Bretlands. Þar lærði hann erfðafræði búfjár, tilraunastærðfræði og vann við ullarrannsóknir. Hann kom heim sumarið 1957 og var þá skipaður sérfræðingur í búfjárrækt við Búnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans. Aðalverkefni hans eru tilraunir og rannsóknir í búfjárerfðafræði. Haustið 1960 var Stefán skipaður formaður ullarmats og fylgist hann síðan með ullarframleiðslu og ullar- mati. Þegar Björn Stefánsson lét af ritstjórn Búnaðarblaðsins, fékk Hilmir h. f. Stefán til ■ að annast ritstjcrn blaðsins. Það gerir hann nú ásamt þeim Agnari Guðnasyni og Ólafi Guðmunds- syni á Hvanneyri. En Stefán er ábyrgðarmaður. Búnaðarblaðinu hefur verið vel tekið um land allt, enda hefur það rótað upp í þeitn lygna polli ís’enzkra bún- aðarmála. Stefán Aðalsteinsson er kvænt- ur norskri konu, Ellen Sætre og þau eiga þrjá syni. ~ Krydd eru jurta- hlutar, sem inni- halda bragð- og lykt- sterk efni og eru þess vegna notaðir til þess að gefa matarréttum matarlistarauk- andi lykt og bragð. Verðmœti' krydds liggur svo til eingöngu í bragðefnainnihaldi þess og bragðdauft eða bragðlaust krydd er einskis virði. Krydd er oft falsað, sérstaklega mulið krydd, sem blanda má og drýgja með ýmsum óskyldum efnum, svo sem krít, gipsi, leir, mold, grafíti, kolum o. fl. o. fl. Ymsar af þessum iblöndunum þarf sérfrœðiþekkingu til að uppgötva og sanna, en hins vegar er krydd, sem þannig er drýgt vita skuld léleg vara og oft mjög ódýr. Gott krydd er yfirleitt alitaf fremur dýr vara og því er mjög ódýrt krydd alltaf grun- samleg vara og líkindi fyrir svikinni Bezta tryggingin fyrir góðri og ósvikinni vöru eru þekkt og viðurkennd vörumerki frá viður- kenndum fyrirtœkjum með sérfróðu starfsliði. LILLU nafnið er sjíkt vörumerki og er ávallt trygging fyrir flokks voru

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.