Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 49
BAB í JANE, Framhald af bls. 21. mjög hlýtt og milt. Systir mín, hafði Jane Hudson sagt við hana, cr á förum héðan ... „Ungfrú Hudson . . .“ sagði frú Batas. Það var sem Jane Hudson frysi rétt sem snöggvast, þar sem hún stóð, og svo ske'lti hún bílhurð- inni snögglega aftur, svo að ljcs- ið slokknaði. Að því búnu heyrð- ist hratt fótatak, og síðan birt- ist hún frammi við bíiskúrsdyrn- ar, þar sem birtan var aðeins meiri. Hún horfði út og leit á frú Bates með slíku óskaplegu hatri og reiði, að frúin hafði aldrci kynnzt neinu þvílíku. Síðan seildist Jane upp, án þess að til þess vœri nokkurt raun- verulegt tilefni eða fyrir því vœri nokkur raunveruleg afsök- un. og kippti bílskúrshurðinni n:ður, svo að hún skall í lás rétt við andlitið á frá Bates. Frú Bates átti erfitt með að trúa því nokkur andartök, að þetta hefði gerzt. í heila mínútu var hún alltof agndofa til að geta hrært legg eða lið. Þá skaut því allt í einu upp í huga hennar, að hún ætti að grípa um hurðar- handfangið og rífa hurðina upp aftur. Ó, hvað hún mundi hafa mikla nautn af að lesa Jane Hudson pistilinn! Og Blanche Hudson líka, hún mætti svo sem gjarnan fljóta með! Hún fór svo scm ekki fram á annað, en að sér væri sýnd venjuleg kurt- eisi. .. Svo gerði hún sér grein fyrir þeirri algeru kyrrð, sem ríkti inni í bílskúrnum, og þá rann það upp fyrir henni, hvað þetta var allt skringilegt og frá- leitt. Voru systurnar raunveru- lega svona hræddar við hana, að þær hnipruðu sig saman þarna inni í myrkrinu, skulfu á bein- unum af ótta við, að hún mundi koma, leita þær uppi eða reka þær út? Hverjar héldu þær eigin lega að þær væru? Fri'i Bates fann reiðina sækja á sig aftur, og.hún snerist á hæli og skálmaði frá bílskúrnum og út á götuna. Bíðum bara, hugs- aði hún reiðilega með sjálfri sér, bíðum bara, þar til ég hefi sagt henni Harriett frá þessu! Ég hef aldrei verið svona hræðilega móðguð fyrr á ævinni! Jane bar hjólastólinn aftur þreytulega inn í eldhúsanddyrið og hallaði honum upp að veggn- um þar sem hann hafði staðið áður. Síðan fór hún inn í eldhús- ið, kveikti þar ljós og stóð and- artak og horfði á óhrein pils sín og skó. Rétt sem snöggvast ógn- aði það með því að leita aftur á hana, þetta hræðilega andar- tak í myrkrinu í skemmtigarð- inum, þegar hún hafði dregið lík Ednu Stitt út úr bifreiðinni og látið það velta óraleið nið- ur í kolsvart myrkrið í gilinu. En svo ýtti hún endurminning- unni til hliðar, hratt henni í skúmaskotið, þar sem hnn átti heima, og beindi athygli sinni að vaskinum og næstum tómri flöskunni, sem þar stóð. Hún tók flöskuna, bar hana ao vörum sér, hal’aði henni og svalg stórum. Áfengið brenndi hana í hálsinn, svo að augu hennar fylltust tár- um, og um leið og hún lagði flöskuna frá sér, greip hún and- ann snögglega á lofti. Hún fékk hóstahviSu, um leið og hún gekk að borðinu með viskíflöskuna og lét hana á það. Það hafði verið svo ægilegt þarna úti í myrkrinu . . . Hún tók af sér húfuna og lét hana dctta á borðið. Glerdeplarnir í nælunni blikuðu til hennar, gripu auga hennar, og hún starði á marg- faldan glampann úr þeim með blindri hrifningu. Hún sagði dapurlega við sjálfa sig, að í rauninni virtist ekkert eins og það virtist vera. Stein- arnir í nælunni höfðu ekkert Ijós frá sér inni að halda, og samt gripu þeir gulan bjarmann í loftljósinu og breyttu honum í dansandi dýrð. En raunverulega tckst þeim ekki að grípa bjarm- ann og halda honum. í rauninni gat maður aldrei náð tökum á neinu, það komst alltaf undan. Maður gat ekki einu sinni eignazt lífið, ekki minútu af því. Hún sá þetta skyndilega greinilega; lífið rann milli greipa hennar, var síbreytilegt, eins og dansandi birta í gervisteinum, aðeins spegilmynd. Fólk var að- eins spegilmynd. Þegar ljósið beindist að manni, gat maður rétt sem snöggvast haldið, að maður hefði fundið sjálfan sig, og birtan var raunverulega mað- ur sjálfur. En einmitt þegar mað- ur var að verða viss um þetta, hvarf Ijósið og einnig spegil- myndin, það, sem hafði virzt maður sjálfur. Svo beið maður eftir næsta ljósgeisla, er meðan maður beið, meðan maður reik- aði í myrkrinu — þegar maður gat ekki einu sinni greint lögun sjálfs sín — þá varð maður hræddur. .. Andlitið á Jane var eins og rifin dula. Augun voru daufleg, full af skelfingu, og í hræðslu sinni leit hún yfir farinn veg um daginn og reyndi að komast að því, hvenær hún hefði tekið skakka beygju, svo að hún lenti í þessari auðn og einveru. Ef til vill gæti hún snúið við, þegar hún áttaði sig á farinni leið, svo að hún gæti fundið aft- ur hið bjarta upphaf dagsins í dag. En því meira sem hún leit- aði, því óljósari var leiðin. Þetta var skuggasund, sem hún hafði farið um i blindni. IJún hafði verið hrakin af öflum, sem voru henni ofurefli. Þetta var ekki henni að kenna, hún hafði ver- ið neydd til þess. En hún sá, að jafnvel þótt svo væri, yrði hún Þrjú skref til að auka og vernda ungleika húðarinnar — eingöngu Yardley. —• 1. Djúpt hreinsandi krem; 2. Frískandi andlitsvatn, sem gefur húðinni unglegan blæ; 3. Næringarkrem, sem gerir húðina heilbrigða og silkimjúka; Síðan — lítið í spegil og sjáið hinn undraverða árangur. Fyrir venjulega og þurra húð: Dry Skin Cleansing Cream. Skin Freshner. Vitamin Food. Fyrir feita húð: Liquefying Cleansing Cream. Astringent Lotion. Vitamin skin Food. YARDLEY TIL AUKINS YNDISÞOKKA GLOPUS h.f. Vatnsstíg 3, - sími 11555 VIKAN 47. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.