Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 21
ci:nm:i augun ctóð á þiljum haf- skipsins stóra, og hún leit á unga manninn, dökkhærða og hrokkin- fcærða, og brosti til hans. Það var eins og stjörnur ljómuðu í augum henar, og af völdum tunglsskinsins virtist geislabaug- ur um hárið á henni. ,,Ó, Mike“, hvíslaði hún und- i rlágt, „dæmalaus kjáni hefi ég verið. Heldur þú, að þú munir nckkru sinni getað fyrirgefið mér?“ „Fyrirgefið þér?“ svaraði ungi maðurinn. „Kathy Anderson, ég get gert msklu meira en aðeins fyrirgefið þér — ef þú vilt að- eins gefa mér tækifæri til þess“. Þau féllust I faðma og kysstust. Nóttin titraði af tónlist. Svo dofn- aði myndin smám saman. ENDIR. Frú Bates stóð upp af stól sín- um með örlitlu ánægju andvarpi og gekk að sjónvarpsviðtækinu til að skrúfa fyrir það. Þetta var yndisleg kvikmynd, jafnvel þótt svo mörg ár væru liðin, frá því að hún var tekin. Kvikmyndirnar höfðu virzt svo miklu skemmti- iegri í þá daga, miklu fallegri í alla staði. Líklega var það af völdum kreppunnar og allra þeirra vandræða, sem menn urðu að þola. Fólk hafði þá haft svo mikla þörf fyrir að sjá eitthvað fallegt, svo að það gæti gleymt erfiðleikum sínum. En það var eitthvert eirðar- leysi, sem kom yfir frú Bates, þegar kvikmyndin var á enda. Hún var ein þetta kvöld, því að Harriett hafði farið út að skemmta sér með einhverjum ættingjum sínum, sem áttu heima fyrir utan borgina. Hún leit út í gegnum frönsku gluggana og yfir garðinn að húsi Hudson- systra. Það var svo mikið myrk- ur, sem þar ríkti, svo óskaplega mikil kyrrð. Hún sá í huganum stúlkuna með dimmu augun. Hvernig svo sem líf Blanche Hudson væri um þessar mundir, hlaut það að vera henni mikill léttir að vita, að hún hafði einu sinni verið þessi undurfagra vera, sem sýnd var á sjónvarpstjald- inu, að hún hafði verið klædd öllum þessum yndislegu, dýru fötum og gengið um öll þessi fögru, glæsilegu herbergi. Lífið hlaut þá að hafa verið draumur, sem hafði rætzt, reynsla, sem var svo fullkomin, að hún hlaut að varpa ljóma á alla daga, sem hún átti eftir að lifa. Frú Bates gekk að glerdyrunum, opnaði annan hurðarvænginn og leit út í nóttina. Fullt tungl var á lofti, hvítt og hátt á himni. Mildur andvari lék um vanga hennar. Ef til vill, sagði hún við sjálfa sig, mundi hún þreytast á að fara stutta gönguför, af því að veðrið var svo fagurt, og henni veittist þá auðveldara að festa blundinn á eftir. Hún lagði létta kápu yfir axl- ir sínar, en gekk síðan eftir stígnum niður að götunni, beygði svo til hliðar, þegar þangað var komið, og gekk upp brekkuna eftir auðri götunni, beygði svo til hliðar, þegar þangað var kom- ið, og gakk upp brekkuna eftir auðri götunni. Hús Hudson-systra gnæfði yfir henni, stórt og draugalegt í tunglskininu, og aft- ur sá frú Bates fyrir hugaraug- um sér myndina af Blanche Hud- son, eins og hún hafði verið í kvikmyndinni. En hvað hún hafði verið yndisleg og fögur; slík fegurð mundi'aldrei geta fölnað, aldrei með öllu. Ef til vill, sagði frú Bates við sjálfa sig, þegar hún gekk með- fram limgirðingunni, mundi ljós verða kveikt í einhverjum glugg- anum í húsinu, svo að hún sæi þangað inn og kæmi auga á Blanche Hudson ... Hún brosti að þessari flónsku sinni; hún hagaði sér nákvæmlega eins og skólatelpa, sem hugsaði ekkert um nema kvikmyndastjörnur. En taldi samt, að feimni sín mundi vera í alla staði eðlileg, að minnsta kosti virtist Harriet skilja hana fullkomlega og vera raunar alveg eins innanbrjósts. Þegar hún kom að framhlið húss Hudsons-systra, leit hún upp eftir heimkeyrslunni, en allt virt- ist kyrrt og hljótt þar, og hvergi var ljós að sjá. Þetta bakaði henni vonbrigði, svo að hún hélt áfram, og skömmu síðar var hún komin í daufan bjarmann frá götuljósi því, sem hékk á strengjum yfir miðjum gatnamótunum. Þar hik- aði hún andartak, en beygði síð- an til vinstri, og gekk þá með- fram veggnum, sem var um- hverfis bakgarð Hudson-systra. Hún hafði aðeins gengið fá- ein skref í þá átt, þegar hún heyrði hljóð og leit upp, og sá hún þá framundan sér, að hlið- ið á bakgarðinum var opið. Hún nam staðar og beið, og rétt á eftir birtust framundan tvær ver- ur, sem hún sá aðeins óljóst. Önnur þeirra sat í hjólastól, sem hin ýtti gegnum hliðið og út á götuna. Frú Bates tók viðbragð og gekk fram, en siðan nam hún aftur staðar og fylgdist með þess- um tveim verum, er þær beygðu í áttina til bílskúrsins. Frú Bates hafði ekki sérstak- lega mikla löngun, til þess að hitta Jane Hudson aftur, eftir fund þeirra um morguninn. Það var hverju orði sannara, að ung- frú Hudson hafði ekki komið fram við hana þannig, að hún virtist hafa löngun til að efna til nágrannavinfengis. En svo sagði frú Bates við sjálfa sig, að Blanche Hudson gæti ómögulega verið eins og systir hennar. Hún gæti enn notað blaðaúrklippuna, sem hún hafði fundið, til að koma á kynnum með þeim. Hún lyfti annarri hendinni og gekk af stað. „Ungfrú Hudson!“ Þessar óljósu verur sem voru nú komnar nærri opinni hurðinni á bílskúrnum, námu snögglega staðar. Jane Hudson snerist á hæli og rýndi út í myrkrið í áttina til frú Bates, sem stefndi til hennar föstum skrefum. Svo sneri hún sér aftur að hjóla- stólnum og ýtti honum hratt og ákveðið á undan sér inn í myrkr- ið í bílskúrnum, þar sem hann hvarf sjónum. Þá nam frá Bates snögglega staðar og greip andann af undrun. í fyrstu kom henni til hugar að snúa frá og halda leiðar sinnar, en svo fór ofsaleg reiði að búa um sig og sjóða í henni, og jafn- framt fæddist með henni stað- fastur ásetningur í þá átt að neyða Jane Hudson, til að kynna hana kurteislega fyrir systur sinni. Frú Bates hraðaði sér í áttina til bílskúrsins, og um leið og hún gægðist inn í hann, kviknaði Ijósið inni í bíl Hudson- systra, þegar Jane Hudson opn- aði aðra hurðina. Þá sá frú Bates einnig, og það vakti mikla undr- un hennar, að veran í hjólastóln- um var vafin frá hvirfli til ilja í þykka ábreiðu, þótt veður væri — Blanche, þú verður að hjálpa mér, Framhald á bls. 49. sagði jane.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.