Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 22

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 22
Vel greitt bár hefur Rúna Brynjólfs Rúna Brynjólfs heitir nú raunar orSið Rúna B, O’Rourke, því hún er gift vestur í New York og býr þar búi sínu. En hérna á íslandi höld- um við okkur bara við það áfram að kalla hana Rúnu Brynjólfs, að góðum og gömlum sið. Rúna er ein af okkar þekktustu fegurðardís- um, var í fegurðarsamkeppninni eitt árið og þar að auki þjálfuð sýningarstúlka, fótómódel og fyrrum flugfreyja hjá Loftleiðum. En nú er hún sem sagt gift lögfræðingi vestur í New York. Hún hefur alla tíð verið og er enn - mjög vel að sér í heimi tízkunnar, veit allt um hræringar hennar og er með annan fótinn í helztu tízkustofnunum borgarinnar. Nú hefur Rúna orðið við beiðni Vikunnar um það, að skrifa öðru hvoru eitthvað úr þeim furðuheimi, sem við hér þekkjum aðeins af afspurn. Hún byrjar á viðtali við sjálfan Oleg Cassini, tízkukonung New York, sem birtist hér. meira afldráttarafl enflestir segir hattar Frá alda öðli hafa verið skipt- ar skoðanir um það, hvort kon- an skapi fötin, eins og komizt er að orði, eða hvort það séu fötin, sem skapi konuna. í leit að svari við þeirri spurningu ákvað ég að kanna málið nokk- uð með þvi að eiga viðtal við Oleg Cassini, sem eins og kunn- ugt er teiknar föt forsetafrúai Bandaríkjanna, Jacqeline Kenn- edy. — Er það álit yðar, mr. Cass- ini, að það sér konan, sem setji svip sinn á fötin, eða hallizt þér fremur að því, að fötin móti konuna? — Hvort tveggja má til sanns vegar færa. Þar á ég við, að ef konan hefur hvorki góðan sntekk né löngun til þess að klæðast glæsilega, geta engin föt gert hana glæsilega eða að- laðandi. Hins vegar má segja, að hve góður sem smekkur hennar er og hversu fegin sem hún vildi klæða sig vel, er það ekki framkvæmanlegt nema hún eigi kost á fötum, sem hæfa útiti hennar, véxti og manngerð. Ég gæti haldið endalaust áfram að rökræða þetta, en eflaust haf- ið þér fleiri spurningar. — Eg tók eftir því, að þér lögðuð áherzlu á orðin „góður smekkur“. Munduð þér vilja útskýra nánar, hvað þér eigið við með þeim orðum? Álítið þér, að góður smekkur sé meðfædd- ur eða áunninn? — Ég hallast frekar að þeirri skoðun, að góðan smekk sé hægt að tileinka sér. Sumir hafa að vísu meðfæddan góðan smeklc, en flestir læra að velja rétt með menntun, æfingu og reynslu. Hvað góðum smekk á fötum viðvikur, er það skoðun mín, að allir sem gefa sér tima til að kynna sér það efni og leita ráða sérfræðinga á því sviði, meðfram því að þeir veita í viðtali við Rúnu Brynjólfs 22 — VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.