Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 16

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 16
ÚRDRÁTTUR Allir fuglar himinsins höfðu skyndilega umhverfzt, söfnuðust saman í risastóra flokka og réð- ist á alla menn. Um nóttina brutust þeir inn um glugga hjá Nat og fjölskyldu hans og réðust á börnin, en honum tókst að reka þá á brauh í útvarpinu var lesin upp tilkynning um ein- kennilega fuglamergð yfir Lon- don Nat negldi hlera fyrir al!a giugga og undirbjó árásir og um- sátúr fuglanna. Hann fór til að taka á móti dóttur sinni úr skól- anum, og þau komust með naum- indum heim áður en fuglarnir hófu árásirnar aftur, og Nat komst særður og blóðugur inn í húsið. Svo réðust fuglarnir á alla glugga og hurðir, steyptu sér á rúðurnar, sem brotnuðu, en hler- arnir fyrir innan héldu. Þau höfðu nægan mat í húsinu yfir nóttina, en Nat hafði áhyggjur af morgundeginum ef þessu héldi áfram. í útvarpinu var lesin að- vörun til allra landsmanna að fara ekki út fyrir dyr, en verjast í húsum sínum af beztu getu, yfirvö'din væru að athuga málið og undirbúa gagnráðstafnir. Annarri fréttatilkynningu var lofað kl. sjö um morguninn. Síð- ar heyrðu þau flugvéladyn, og vissu að þær höfðu verið sendar gegn fuglunum, en litlu síðar heyrði Nat eina þeirra hrapa, —- þegar fuglarnir höfðu flogið í hreyflana. Svo varð allt kyrrt, og árásir fuglanna hættu á húsið. Nat á- lyktaði áð fuglarnir hefðu dregið sig til baka og fylgdu einhverj- um dularfullum náttúrulögmál- um í sambandi við flóð og fjöru. Það var að falla frá. Hægt, en ákveðið opnaði hann bakdyrnar og horfði út. •k Það var niðamyrkur. Rokið var meira en nokkru sinni áður I og, vindhviðurnar komu latlaust neðan frá sjónum, ískaldar. Hann sparkaði á þrepið við dyrnar. Það lé þar hrúga af fugl- um. Það voru dauðir fuglar alls staðar. Undir gluggunum, upp við veggina. Það voru þeir, sem höfðu framið sjálfsmorð, þeir höfðu steypt sér og hálsbrotnað. Hvert sem hann leit mátti sjá dauða fugla. En engan lifandi, ekki tangur né tetur af þeim. Þeir höfðu allir flogið niður að sjónum með fjörunni. Þeir voru núna á sundí á sjónum eins og þeir höfðu verið fyrir hádegi. I fjarska, á hæðunum þar sem traktorinn hafði verið fyrir tveim dögum, var eitthvað að brenna. Það var ein af flugvélunum, sem hrapaði; eldurinn hafði læst sig í heystakknum. Hann horfði á fuglsskrokkana, og hann fékk þá hugmynd, að ef hann staflaði þeim á glugga- syllurnar, mundu þeir vera auk- in vörn gegn næstu árás. Ekki mikil, kannski, en einhver þó. Það þurfti þá að krafsa i skrokk- ana og draga þá burtu áður en lifandi fuglar gætu tekið þeirra pláss á syllunum og ráðizt á gluggarúðurnar. Hann byrjaði strax á verkinu í myrkrinu. Það var undarlegt, en honum var ó- geðfellt að snerta þá. Sk.rokk- arnir voru volgir og blóðugir. Blóðið hafði klesstst í fjoðrunum og honum varð óglatt. Samt hélt hann ófram. Hann sá sér tii hrell- ingar, að allar rúðurnar voru brotnar. Það voru aðeins hler- arnir, sem höfðu varnað fuglun- um að komast inn. Hann tróð dauðum fuglunum í brotnar rúð- urnar. JNjMf Konan hans bjó til kakó handa honum og hann drakk það með góðri lyst. Hann var dáuðþreytt- u r. 'J. ,,Jæja“, sagði hann brosandi ,,hafðu engár • áhyggjur. Þetta gengúr allt vel“. Hann lagðist á dýnuna og lok- aði augunum. Hann sofnaði sam- stundis, en dreymdi illa, því að í undirvitundinni vissi hann af einhverju, sem hann hafði gleymt. Eitthvað hafði orðið eftir, eitthvað hafði hann vanrækt. sem hann hafði átt að gera. Ein- hver varúðaráðstöfun, sem hann vissi, að var nauðsynleg, en hafði sleppt. Hann gat ekki komið orði að því í draumnum, en það var á einhvern hátt tengt brennandi flugvélinni úti á hæðinni og hey- staflanum. Hann hélt samt áfram að sofa; hann vaknaði ekki fyrr en konan hans þreif í herðar hans og hristi hann til fullrar meðvitundar. „Þeir eru byrjaðir aftur“ sagði hún grátandi, „þeir hafa verið að í bráðum klukkutíma. Ég þoli ekki að hlusta á þá lengur. Það er einhver einkennileg lykt hér líka, einhver brunalykt“. Þá mundi hann það. Hann hafði gleymt að lífga eldinn við. Hann var að deyja út. Hann þaut á fætur og kveiti á lampanum. Höggin dundu á gluggum og dyr- um, en hann hugsaði ekki um það þessa stundina. Það var lyktin af brennandi fiðri, sem var efst í huga hans. Lyktin fyllti eld- húsið. Hann vissi hvað það var. Fuglarnir voru að koma niður skorsteininn, tráðust niður eld- húsgöngin. Hann tók spýtur og pappír og teygði sig eftir olíuflöskunni. „Farðu frá“ hrópaði hann til konunnar. „Vað verðum að hætta á þetta“. Hann helti olíunni á eldinn. Loginn blossaði upp og niður féllu sviðnir fulgsskrokkar. Börnin vöknuðu og grétu. „Hvað er þetta?“ sagði Jill. „Hvað kom fyrir?,< Nat gaf sér ekki tíma til að svara þeim. Hann sópaði skrokk- unum úr eildstónni og dró þá út á gólfið. Eldurinn hvæsti og hann varð að horfast í augu við hættuna á því, að það kviknaði í. Blossarnir mundu reka þá fugla, sem lifandi voru út aftur, en neðri hlutinn var stíflaður af dauðum fuglum. Hann heyrði varla höggin á gluggunum; lát- um þá bara vængbrjóta sig og hálsbrjóta, drepa sig i tilrauninni til að brjótast inn í húsið hans. Þeim mundi ekki takast það. Hann þakkaði guði fyrir, að hús- ið hans var af gömlu gerðinni, með litlum gluggum og þykkum veggjum. Ekki eins og nýju hús- in, sem sveitin var að láta byggja. Þeir voru illa settir í þeim hús- um. „Hættið að gráta“ kallaði hann. til barnanna. „Það þurfið ekki að vera hrædd, hættið að gráta“. Hann hélt áfram að krækja í brennda og logandi skrokkana um Ieið og þeir duttu niður í eldinn. „Þetta kennir þeim“ sagði hann við sjálfan sig, „tfekkurinn og logarnir í einu.- Við erum örugg, svo framarlega sem ekki kvikn- ar í skorsteininum. Það ætti að skjóta mig fyrir þetta. Allt mín sök. Ég vissi, að það var eitt- hvað, sem ekki var eins og það átti að vera“. Allt í einu byrjaði eldhús- klukkan að sló og vingjarnlegt og gamalkunnugt hljóðið stakk undarlega í stúf við krafsið og rispurnar á glugganum. Klukk- an var þrjú. Þá voru fjórir tím- ar eftir, Hann vissi ekki með vissu hvenær flóðið var, en hann gerði ráð fyrir að það mundi ekki fara að falla frá fyrr en um hálf sjö, eða tuttugu mínútur fyrir átta. „Kveiktu á prímusnum" sagði hann við konuna sína. „Búðu til te handa okkur og svolitið kakó fyrir börnin. Það er ekkert vit í því að sitja svona og gera ekk- ert“. Það var betra. Betra að hún væri önnum kafin við eitthvað hefði eitthvað fyrir stafni líka. Hreyfa sig eitthvað, borða og drekka; bezt að hafast eitthvað að. Hann beið þarna hjá eldstónni. Hann rak skörunginn eins langt upp og hann kom honum,: en fann ekkert. Hann var óstifl- aður. Skorsteininn var óstílfaður. Hann þurrkaði syitann af enni sér. jg _ VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.