Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 18

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 18
UNDIR FJDGUR Ég hefi miklar áhyggjur af öllum þessum bílslysum, sem orðið hafa hérna í fjölbýlinu undanfarið. Það þarf eitt- hvað að gera til þess að komla í veg fyrir þau, eða að minnsta kosti að draga úr þeim. Það er ekki víst að allir verði eins heppnir og gæjarnir, sem voru að koma að norðan núna í haust í sláturtíðinni. Þetta voru tveir dugnað- armenn, óku Skoda sendiferðabíl fullum af slátri. Á leiðinni niður af Holtavörðuheiðinni rann bílinn til í hálku og hafnaði á hvolfi niðri í skurði. Það tók hetjurnar nokkur augna- blik að átta sig, þar sem þeir lágu inn- an í bilnum á hvolfi, en loks settust þeir upp og litu hvor á annan — og það var óhugnanleg sjón, sem mætti þeim. Þeir voru báðir alblóðugir frá hvirfli til ilja og það sá varla í þá fyrir görn- um og öðrum innýflum. Það steinleið yfir þá báða. Þegar fóik kom svo að og fór að greiða úr gsrnaflækjunni. kom í ljós að þeir voru alveg ómeiddir — en slátrið var ekki hægt að nota. f þessu tilfelli var ekki um neitt áfengi að ræða undir stýri, en það er einmitt oftast aðalorsökin að þessum geigvænlegu slysum. Það er heldur ekki tekið nógu alvarlega á þeim hlut- Menn eru samt misjafnlega harðir í þessum málum og hafa ýmsar skoðanir. Það ku mikið fara eftir lands- hlutum og viðhorfi yfir- og eftirlits- manna til áfengismálanna. Það er t.d. sagt að í einum landshluta, þar sem menn eru yfirleitt ekki þekktir fyrir ■ bindindismennsku, komi það ósjaldan fyrir að menn komi saman til drykkju og sitji við það baki brotnu langt fram á nótt. Þegar erfiðinu er svo lokið og menn fara að tygja sig til brottfarar, ku vera algengt að heyra þessa setn- ingu: ,,Ja, hver andskotinn! Ég er bara orðinn svo fullur, að ég verð að keyra heim!“ Þó ber það við í sveitinni, að yfirvald staðarins kemst ekki hjá því að taka menn til blóðrannsóknar. Sagt er að hann hafi þá einusinni sagt við kunningja sinn: „O-þetta er allt í lagi, ég læt það bara úlna, venur, áður en ég sendi það söður/‘. í annað sinn þurfti hreppsstjóri þar á slóðum að senda mann í hreppa- flutningum og fékk kunningja sinn til að skjóta honum ásamt nokkrum eig- um hans í poka. Áður en kunninginn lagði af stað, kom hreppsstjórinn til hans og sagði: „Þú ferð ekki ófullur með karlinn, ■— það er svoddan bölvuð fýla af honum. Ég læt þig hafa eina bokku með“. Svo fór hann að gramsa í pússi sínu og virtist ekki finna það, sem hann leitaði að. Loks dró hann samt upp flösku og rétti að kunningj- anum um leið og hann sagði: „Æ- ég á ekkert nema landa núna í augnablik- inu — þú verður að láta það nægja“. Já, það skeður margt skrýtið í bílum. Það muna vafalaust margir Reyk- víkingar eftir amerísku herbílunum, sem komu um tíma í bæinn og var parkerað einhversstaðar á góðum stað yfir nóttina. Oftast voru það stórir lok- aðir tru.kkar, merktir rauðum krossi. En skarpskyggnir menn tóku eftir því að stúlkum varð tíðgengið inn í þessa bíla, þar sem þær dvöldust nokkra stund. Loks var bísnessinn alveg eyði- lagður fyrir þeim, þegar illa gerðir menn bentu á að í bílnum væru hvílu- bekkir og að þar færu fram skuggaleg viðskipti holdsins. Á þessu sviði erum við íslending- ar líklega brautryðjendur eins og á mörg'um öðrum sviðum, og þarf þar ekki einusinni að miða við mannfjölda. Nú hafa danskar yngismeyjar tekið upp eftir okkur þennan snjalla verzl- AUGU eft,r g k HUMOR I MIÐRI VIKU Jg — VIKAN 47. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.