Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 31

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 31
spurningarmerki. En er hann sá bæði blíðu og alvörufestu í and- liti Guðríðar, tók hann að depla ákaft augunum og vandræðabros kom á varir hans. „Hlýtt — já meira en það, er mér óhætt að segja“, stamaði hann. ,,Ég hef aldrei á ævi minni hugsað um aðra konu en þig“. Spákonan gat ekki varizt brosi. „Dálaglegt er að heyra þetta“. sagði hún. „Og samt neyðist ég til að biðja þín! — Jæja, það er ekki mikið að bjóða, en ef þú vilt, Grímur minn, þá geturðu fengið mig“. Grímur Hafliðason bærði var- irnar, en kom ekki upp orði fyrst um sinn, aftur á móti rétti hann út hönd sína yfir borðið, og frú Guðríður tók í hana þéttings- fast. „Nú, hverju svararðu maður? ætlarðu kannske að hryggbrjóta mig?“ Þá reis Grímur Hafliðason á fætur, gekk kringum borðið, tók undir hökuna á henni og kyssti hana rembingskoss á munninn. „Hvort ég vil þig!“ sagði hann og það var líkt og ekki í rödd- inni. „En þegar manni er boðið sjálft himnariki, þá — þá verð- ur maður náttúrulega bara klumsa af hjárænuhætti og asna- skap“. Guðríður Methúsalemsdóttir reis nú á fætur, lagði hendurn- ar um háls á Grími og endurgalt koss hans. Það fór kynlegur titr- ingur um hana alla, eitthvað sæit og furðulegt, sem hún minntist frá æskudögum. Og nú varð einn- ig henni stirt um mál. „Ég skal reyna að vera þér notaleg — Grímur minn — reynast þér þannig, að þú þurfir ekki að kvarta — eða sjá eftir þessu“. Síðan ræddust þau við um framtíðina. Þau urðu ásátt um að búa í steinbænum, en slá að öðru leyti reytum sínum saman. Grím- ur brosti í kampinn og sagði drýgindalega, að hann ætti nú þó nokkuð í kistuhandraðanum, og að saman hefðu þau sjálfsagt nóg fyrir sig að leggja, þó að þau yrðu hundrað ára. „Ég veit ekki hvað Ása mín gerir“, sagði spákonan og varð snöggvast dapurleg. „Ég er hrædd um að hún elski ekki hann Sigtrygg — og raunar er mér alveg sama. Ég óska þess eins að hún verði ánægð telpu- kornið, eins og ég ætla mér að verða ánægð, þessi ár sem ég á eftir ólifuð. Hannes litla hrekjum við ekki frá okkur; það fer ekki svo mikið fyrir honum, og svefn- kompan mín ætti að rúma okk- ur bæði“. Um leið og hún sagði þessi orð, hvarf hryggðarsvipur- inn af andliti hennar, hún roðn- aði og varð undirleit. „Hvenær eigum við að flytja saman"? spurði Grímur, og var heldur ekki upplitsdjarfur þá stundina. „Ekki fyrr en við giftum okk- HOMG Súputeningar Spaghetti Makkarónur kaldir Búdingar HEILDSÖLUBIRGÐIR: EGGERT KRISTJÁNSSON & Co. h.f. Sími 1-14-00. ur, góði minn. Ég er gamaldags á því sviði. En við getum hrað- að brúðkaupinu; tilhugalífið þarf ekki að verða langt“. „Mér finnst nú“, sagði Grímur Hafliðason lágróma, „að ég hafi alltaf verið í tilhugalífi við þig, síðan ég sá þig fyrst“. „Það er nú svo margt tilhuga- lífið“, sagði frú Guðríður. „Við getum sett upp hringana á sunnu- daginn, og svo þætti mér vænt um að þú tækir þá strax við búð- inni, og létir hana Ásu hjálpa þér til að byrja með. Ætli ég haldi ekki eitthvað áfram að spá fyrir fólki; það gefur drjúgan skilding skal ég segja þér, og maður kynnist mörgum“. Guðríður Methúsalemsdóttir þagði um stund, en allt í einu hló hún og klappaði unnusta sín- um á vangann. „Ég eignast þá reyndar kaupmann, þegar allt kemur til alls, það fór ekki svo. Og nú skulum við kalla á hana Jakobínu“. Þegar Jakobína Jóns sá hvað orðið var, faðmaði hún bæði hjónaefnin að sér og kyssti þau; hún hló og grét í senn, og vissi ekki hvað hún átti að segja, en fór í einhverju fáti að snerpa aftur á katlinum. Eftir alllanga stund varð henni loks að orði: „Ja, nú held ég að kallinn minn verði kátur, honum hefur alltaf þótt svo vænt um hann Grím hérna“. XXX. Sigtryggur Háfells vann eins og þjarkur í tvo daga og eina nótt samfleytt. Mörgu var að sinna á skrifstofu hans, eftir svona langa fjarvera, en á fimmtudags- kvöldið var hann þó búinn að koma af öllu því er mest lá á. Hann var þá orðinn dauðþreytt- ur, en gat einhvern vegin ekki hugsað til þess að fara að sofa. Hugur hans hvarflaði til Ásu, og hann óaði við því að hann skyldi enn þurfa að bíða í heil- an sólarhring eftir svari hennar. En samtímis kom nú í fyrsta sinn upp í huga hans eilítið hik og efi: bara að ég sé nú að gera rétt? Ef hún segir nei verð ég sjálfsagt ógæfusamur, um tíma að minnsta kosti, hugsaði hann. En ef hún segir já — er það nú alveg víst að hún sé sú rétta? Þegar honum varð ljóst hvað í þeirri hugsun fólst, hrökk hann við og þaut á fætur. — „Hver andskotinn!“ sagði hann hálfhátt. Niðurlag í næsta blaði. OLEG CASSINI. Framhald af bls. 23. hann varð fyrir valinu sem tízku- teiknari forsetafrúarinnar Jacqueline Kennedy. Oleg Cassini cr mikið fyrir útilíf og spilar tennis, golf, fer á skíðum og er ágætur reiðmaður. Mestum hluta frítíma síns eyðir hann þó heima hjá sér á Park Avenue, þar sem hann vinnur að rannsóknum sínum á Indí- ánum í Ameríku, en á því sviði er hann þekktur vísindamaður. VIKAN 47. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.