Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 51

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 51
í FULLRI ALVÖRU. Framhald af bls. 2. sem öflugt bakslag, þegar mynd- listin var að losna frá natúra- lismanum. Slík umskipti verða alltaf á þennan veg. Ein stefna kallar á andstæðu sína, þegar tímar líða, það er lögmál. Allir sem eitthvað hafa gruflað í listasögunni, voru hinsvegar á þeirri skoðun að nakin abstrakt list ætti ekki langa lífdaga fyrir höndum. Það kom líka í ljós. Harða flatarkúnstin lét undan síga fyrir hinni svonefndu „ljóð rænu abstraktlist", tilviljana- kenndum leik með form og liti, sem einnig var tilraunalist, leit að nýjum leiðum. íslenzkir frömuðir í nútíma- list, hlutu mikla gagnrýni, þeg- ar natúralisminn var lagður á hilluna og smám saman aðeins fletir og línur á þeim myndum, sem sáust á sýningum. Þeir voru hinsvegar sannfærðir um, að þetta væru ekki nýju fötin keis- arans, heldur atómöldin og list- form hennar. Það var haldið á þessum skoðunum af miklum eldmóði og hita. Svo miklum hita, að oft hefur mér fundizt, að þessir ágætu frumkvöðlar nútíma myndlistar á íslandi, gætu helzt ekki snúið aftur með það sem sagt hafði verið, skipt um skoðun. Þeim er ekki öllum gefið það sama og nóbelskáld- inu okkar, að geta hvað eftir annað étið allt ofan í sig, sem áður hefur verið sagt; kallað það landplágu, sem fyrir nokkr- um árum var allt að því að vera helgasta inntak lífsins. En fyrr má nú rota en dauð- rota. Mismunur er þó á þess- konar yfirlýsingum, gefnum í útlendum stórblöðum og því að láta sér detta eitthvað í hug á myndfleti fram yfir kantaða fleti með skærum litum, Málverk Schevings úr smiðj- unni orkaði mjög sterkt á mig, ef til vill vegna þess að það var svona stórt, en þó hófsamt í lit- unum. Og það var líka tilbreyt- ing að sjá eitthvað annað en sjó- menn eða kýr eftir Scheving. Annars er mér eftirminnilegust mynd eftir Jóhannes Geir: Lík- fylgd á Sauðárkróki. Það var óhemjulega mögnuð mynd og sterk. Benedikt Gunnarsson sýndi þarna meiri átök en áður. Annars voru flestir mættir með fletina sína, teóríuna sína. Sverr- ir Haraldsson hefur farið nokkuð aðra leið en kollegar hans flest- ir. Hann leitar þess fíngerða og viðkvæma. Myndir hans skera sig úr; þær eru eins og eitthvað, sem unnið er í rennibekk, hár- fínt. Þær eru tilraun til að ganga í aðra átt en flestir aðrir og það er út af fyrir sig guðsþakkar- vert. En til hvers í ósköpunum er reyndur listamaður eins og Þorvaldur Skúlason að hengja upp þessa skrækjandi litfleti. Það var nokkuð sem minnti á algjöran byrjanda. Hann er aug- sýnilega kominn í þrot í þessari glímu við fletina sína. En hversvegna ekki að snúa bakinu við svona vonlausum hlut, Þorvaldur, og byrja á ein- hverju nýju? G. S. EINANGRItyg GEGN HITA OG KULDA Þér fáið einangrunarkostnaðinn endurgreiddan á fáum árum í spöruðu eldsneyti. Það borgar sig bæði fyrir yður sjálfa og þjóðfélagið í heild að spara eldsneyti svo sem unnt er, og þar að auki er hlýtt hús (vel einangrað) mun notalegri vistarvera en hálfkalt (illa einangrað). STEINULL H.F. Lækjargötu - Hafnarfirði - Sími 50975 1 VIKAN 47. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.