Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 11

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 11
 f heimasætuherberginu í ísólfsskála. Dóttir Páls (t.v.) fæst við hannyrðir ásamt vinkonu sinni. Hér sést vei, hvernig lárétt, lóðrétt eða skáhöll furuklæðning skiptist á. Takið eftir hitunum í loftinu, sem ná jafn langt út og þakskeggiö. Ofan við bitana: Sá hluti þaksins, sem lyft er. Brimgarðurinn blasir við, þegar litið er út um stofu- gluggann í fsólfsskála. Asjávarbakkanum austanvert við Stokkseyri stendur ísólfsskáli, bústaður dr. Páls fsólfssonar, tónskálds. Ef til vill er það of mikið sagt, að fsólfsskáli sé fegurst íbúðarhús á fslandi. Það er nóg að slá því föstu, að hann sé með því bezta, sem íslenzkir arkitektar hafa gert í þesskonar byggingum. Þessi bygging er í senn nýtíákuleg og þjóðleg. Hún er bæði skemmtilega og undarlega í sveit sett; öðrum megin marflatur Flóinn með hring blárra fjalla að baki, en hinum megin hafið, opið haf alla leið suður á Suðurpól, eftir því sem Páll segir. og rétt framan við húsið: Fjaran og brimgarðurinn, þessi landsfrægi brimgarður, sem Páll og Helgi Sæmundsson þreytast aldrei á að vegsama. 14 • i'" j ; !'f " ■ j , . | Það er þurrt og sendið þarna á bakkanum og hallar heldur inn til landsins. Brimið hefur skolað sjávarsandi upp á land, fyrir þá sök er ströndin há og þurr, enda þótt Flóinn sé blautur eins og allir vita. Stokkseyri er eitt vingjarnlegasta pláss á íslandi. Þarer einhver þokki á ásýnd hlutanna, sem gjörsamlega skort- ir í mörgum öðrum plássum. Gatan er í fyrsta lagi svo yndislega krókótt og fallegir garðar úr hraungrýti hlaðnir á milli húsanna. Svo eru örnefnin alveg í sérflokki: Roðgúll, Sjólyst, Nýi Kastali, Ranakot Framald á bls 47. VIKAN 47. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.