Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 7

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 7
 iti»> ®.»®i«,í n» ’«í« «•» « t *•'(!«* •?*(> - >■;* ftw #• íi* h*» Á.* i'? Léleg þjónusta Mig langar til að biðja þig, Póstur, að gefa mér upplýsingar. Ég er áhugaljósmyndari af líf og sál og eyði svipuðum peningum í ljósmyndaföndur og sumir í áfengi og tóbak. Með þessu ljós- myndadóti, sem ég kaupi, fylgja ætíð allmiklir leiðarvísar, oftast á fjórum tungumálum, en stund- um fleirum. Ég er enginn tungumálamaður, rétt ,,rólfær“ í ensku og dönsku — en þegar út í tékknesk orð er komið er ég mát. Ég hef leitað i tékkneskri orðabók, sem útgefin var 1959, en þar finnst ekki helm- ingur þess, sem ég þarfnast. Ég hef jafnvel leitað á náðir manna, sem skilja vel ensku og dönsku og jafnvel tala hana, en þeir stranda alveg eins og ég á sömu orðunum. Nú langar mig til að biðja þig, Póstur, að benda mér á einhvem sem tekur að sér að þýða svona leiðarvísa, gegn þóknun auðvitað, og hvað það muni kpsta. í beinu framhaldi af þessari spurningu minni langar mig til að láta í ljós skoðun mína á þeim innflytjendum og þeim kaup- mönnum, sem verzla með ljós- myndavörur. Þetta eru að mínu áliti lélegustu verzlunar- og kaupsýslumenn á öllu íslandi, og jafnvel þótt víðar væri leitað. Ég dreg ályktun mína m. a. af því, að ljósmyndagerð þarfnast kunnáttu og þekkingar, sem þó er mjög auðvelt að læra og kenna. Leiðarvísar þeir, sem fylgja flestum ljósmyndavörum, kenna manni 60—70% af undir- stöðuatriðum Ijósmyndagerðar. Ef íslenzkir leiðarvísar fylgdu Ijósmyndavarningi héðan úr verzlunum, myndi salan aukast stórlega, því að þá færi maður óhræddur lengra og lengra út í tæknina, án þess að kvíða því að leiðarvísirinn, hafi verið mis- skilinn, því að það er langt frá því að hægt sé að treysta leið- Beiningum afgreiðslufólksins, svo ekki sé meira sagt, og gæti ég nefnt þess fjöldamörg dæmi, þökk fyrir S.K. Ekkert framhald ... Kæra Vika. Ég las grein sem hét: „Var ís- menn“ komu?“ eftir Benedikt Gíslason frá Hofteigi í 41. tbl. Vikunnar, en síðast þar í grein- inni var sagt, að framhald yrði í næsta blaði. Ég keypti bæði 42. og 43. tbl. en þar var hvergi framhaldið að finna, eða var ég kannski svona ófundvís? Ég vona, að þú svarir mér og segir mér í hvaða tbl. framhaldið verði, ef það hefur ekki verið í þcssum tölublöðum. -----Framhaldið kemur senni- lega seint. Línan „framhald í næsta blaði' fór því miður undir greinina af einskærum misgán- ingi, og biðjumst við hér með velvirðingar fyrir. Rafmagn ... Kæri Póstur. Mér varð á sú dæmalausa skyssa fyrir skömmu að kaupa mér rándýra rafmagnsrakvél, hátt upp í tvö þúsund króna grip. Nú er ég búinn að bregða þessari fjárans vítisvél á kjálkana á mér í heila tvo mánuði, og enn er ég ekki farinn að fá almennilegan rakstur. Svo gafst ég loksins upp á þess- ari maskínu um daginn, en þá bregður svo við, að ég get ekki rakað mig með venjulegu rak- blaði lengur, húðin verður einn heljarmikill vígvöllur og blóðið lekur stríðum straumum niður um hálsmálið. Þess vegna reyndi ég svo aftur við maskínuna, en ekkert gekk. Hvernig er það með þessar maskínur, Póstur sæll, þarf mað- ur að venjast þeim, eða henta þær ekki nema vissum tegundum „skeggja“? Hvað í ósköpunum á ég að gera? Skeggjus. -------- Tja — kannski þú reynir bara að safna skeggi. Annars getur sosum veli verið, að þessi vissa rakvélategund henti þér ekki. Þú ættir að reyna aðra tegund. Ef það gengur ekki (þú skalt reyna í einn til tvo mánuði) verðurðu víst að taka upp gömlu aðferðina aftur, þótt það kosti svolítið blóðbað í fyrstu. /' ..................................... TJndishgt, franskt iímvatn ECUSSON Jean D ALBRET P A R F U M S ORLANE PAR I S

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.