Vikan


Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 50

Vikan - 21.11.1963, Blaðsíða 50
að snúa aftur, meðan unnt væri. Hún deplaði augunum og rýndi í myrkrið af æ meiri ákafa. . . Hún var ekki ein á þessum degi. Edwin Flagg var hjá henni — skammt undan, þar sem skuggarnir dökknuðu — feitlag- inn, brosandi, athugull. En þeg- ar hún reyndi að ná til hans, svo að hann hjálpaði henni, sneri hann frá, virti hana að- eins fyrir sér á laun útundan sér og hnyklaði brúnirnar með fyrirlitningu. Hann vissi það. Edwin vissi, hvað hún hafði gert. Hann var góður, en var nú reiðubúinn til að flýja, jafnskjótt og hún gengi í átt til hans. Hann vildi ekki taka útrétta hönd hennar og leiða hana aftur gegnum myrkr- ið til öryggis/ Hann vildi ekki leiða hana framhjá hroðalegustu skuggunum í því dökka djúpi, þar sem frú Stitt kallaði reiði- lega til hennar. En einhvers staðar var þar hjálp að fá. f>að hlaut svo að vera, af því að það sást Ijós, raunverulegt Ijós, sem var upp- runi sjálfs sín. Ef hún kæmist þangað, mundi öllu óhætt. Og allt í einu sá hún lausnina, sem hún hafði alltaf verið að leita — rétt handan við Edwin Flagg. Þegar ljósgeislinn beindist í nýja átt, birtist Blanche og hún rétti höndina í áttina til henn- ar . .. „Blanche!" hrópaði Jane allt í einu, og röddin var skræk af hræðslu og létti. „Ó, Blanche!“ Þið eruð systur, svaraði rödd föður hennar, af sama holdi og blóði. Og það táknar að þið verð- ið alltaf að standa saman, á hverju sem gengur. „Blanche .. Höfuð hennar kipptist til, hún litaðist um með undrun. Hún var svo þreytt, svo óskaplega þreytt. En hún gat ekki unnt sér hvíldar, ekki enn. Hún gekk að skáp, tók þar glas og fyllti af vatni. Svo tók hún kexkassa úr öðrum skáp og gekk með hvort tveggja upp á loft. Hún nam staðar fyrir utan dyrnar á herbergi Blanche. Hún stóð lengi kyrr, og það fór skelfing- arfiðringur um hana, er hún hugsaði, að hún gæti jafnvel fundið gegnum sólana á skón- um sínum rakan blettinn á gólf- ábreiðunni,þar sem hún hafði þurrkað upp blóðið rétt áður, blóð hennar, sem hafði ef til vill enn verið með lífsmarki. Hún setti kexkassann undir handlegg- inn á sér og tók lykil úr vasa sínum. En jafnvel þegar hún hafði hrundið hurðinni upp, fór hún ekki þegar inn fyrir. f nokkur andartök stóð hún á þröskuld- inum og fann aðeins fyrir ódaun- inum, sem barst að vitum hennar innan úr herberginu. Loks gekk sún hikandi inn og snerti annan Ijósarofann. Þá kviknaði á nátt- lampanum við rúmið og hann varpaði daufum hringbjarmá á gólfið. Svo tók Jane annað skref, hikandi, og gekk síðan að rúm- inu. Þar nam hún staðar og starði á hreyfingarlausa veruna sem lá þar, á óhreinan náttkjólinn og fölt andlitið, en munninum á því hafði verið lokað með breið- um plástri. Þarna við rúmið var ódaunninn enn sterkari, en hún virtist ekki taka eftir því. Andlit Blanche var svo hreyf- ingarlaust og fölt, eins og hún væri látin. Augun voru lokuð og lágu djúpt í augnatóftunum, en á vinstri vanganum var mar, sem var eins og sótrák. Hárið var óhirt og allt í flóka. ÚJnliðirnir höfðu verið bundnir saman með traustu snæri og síðan festir við höfðagaflinn. Rúmfatnaðurinn var vafinn utan um hana og bar þess merki, að hún hafði árang- urslaust brotizt um til að öðlast frelsi. Jane leit hirðuleysislega á hana, en lét síðan vatnið og kex- ið á borðið. Svo laut hún ofan að systur sinni, og losaði um plásturinn við annað munnvikið og reif hann af. „Blanche?“ Röddin var algjör- lega tilfinningalaus. „Blanche?“ Hvítar varir Blanche Hudson bærðust ekki. Jane starði á hana undrandi, sótti sér svo stól, dró hann að rúminu og settist. Svo kallaði hún nokkrum sinnum á systur sína, en fékk ekkert svar. Loks þegar hún brýndi raust- ina, bærði Blanche augnalokin og leit upp. Ótrúleg skelfing lýsti sér úr augum Blanche Hudson, þegar hún leit á systur sína. Jane benti þá á vatnið og kexkass- ann. „Ég kem með dálítið handa þér,“ sagði hún lágt. En augu systur hennar héldu áfram að stara, sviplaus, og herbergið fylltist þögn. „Kvöldmaturinn þinn!“ sagði Jane allt í einu hryssingslega. „Þarna!“ Þá deplaði Blanche augunum, eins og hún skildi þetta, og hvít- ar varirnar mynduðu einhver þögul orð. Svo leit hún hægt til hliðar, og þegar hún kom auga á vatnsglasið, mynduðu varir hennar orðið „vatn“. Hún reyndi að hreyfa hendurn-. ar, en gat það ekki, af því að þær voru bundnar, og svo stundi hún aftur: „Vatn . ..“ Hún gat. aðeins fært hendurnar nær and- litinu á sér og meira ekki. „Vatn .. . Gerðu ...“ Jane starði án afláts á Blanche, en þó sáu augu hennar ekkert. Svo tóku þau allt í einu við- bragð, og líf færðist í þau. „Blanche," sagði Jane þá og stóð næstum á öndinni, „það var ekki mér að kenna. Það var það ekki... Ég sagði henni að fara ... Ég sagði henni, að hún væri rek- in . .. Hún kom aftur .. . Hún laumaðist aftur .. . Þegar ég var farin . . Og hún sagðist ætla að sækja lögregluna ...“ Sjálfsmeð- aumkunarsvipur færðist á and- litið og hún saug upp í nefið, eins og hún ætlaði að fara að skæla. „Ég var svo hrædd,“ kjökraði hún svo, „svo hrædd!“ En Blanche starði einungis á vatnsglasið og reyndi með erfið- ismunum að seilast til þess. „Hlustaðu á mig!“ hrópaði Jane. „Hlustaðu á mig!“ Tólfti kafli. Geislataumar komust beggja vegna fram hjá þykkum glugga- tjöldunum, og Blanche vissi af því, hvar þeir féllu á gólfið, að enn var morgunn. En hún vissi hins vegar ekki, hversu langur tími var liðinn frá því ógurlega andartaki, þegar hún náði aftur rænu og varð þess vör, að hún hafði verið bundin í rúminu. Eftir að hún hafði gert sér grein fyrir því, að Jane væri byrjuð að drekka og ógerningur væri að vita, hversu lengi hún mundi verða fangi, hafði hún aðeins leitazt við að stappa svo í sig stálinu, að hún þraukaði sem lengst. Hún hafði meira að segja reynt að losna úr líkamanum, og henni hafði fundizt að hún væri einkennilega frjáls. Framhald í næsta blaði. Bréfaskipti Við frímerkjasafnara um tvít- ugt: Sverre Gjelstadt, Jessheim, Norge. Við jafnaldra: Donald Ross, R.R.l, Webb, Sask., USA. Við unglinga á svipuðum aldri: (ungfrú) Mieko Tokuma, Mat- unamitiyou, Kashiwazki-Shi, Niigata-Ken, Japan, og (ungfrú) Naoko Hirokawa, Nishiyama- mati, Kariwagen, Niigata-Ken, Japan. Þær eru báðar 16 ára. Við unglinga 16—20 ára: Björn Gunnar Solás, St. Kristiansand S., Norge. Skrifar og skilur skandinavísku, ensku og þýzku. Við unglinga á svipuðum aldri: Winfried König, 75 Karlsruhe, Postlagegerud, Deutschland. Hann er 16 ára og lofar að svara öllum bréfum sem berast. Ahuga- mál: Músík, frímerki og landslag. Arne Halvorsen, Vestre Gausdal, Norge, óskar að skrifast á við íslendinga. Hann er 15 ára og hefur áhuga á íþróttum, frímerkj- um, fslandi, bókum, músík og bréfaskriftum. Hann vill helzt skrifa á skandinavísku, en kann líka hrafl í ensku og íslenzku. Við stúlkur 15—16 ára: Janice Eaves, 1948 George Ave., Vind- sor, Ont., USA. 19 ára Norðmaður, sem skrifar mállýzku skemmtilega líka ís- lenzku, óskar eftir bréfavini á Islandi. Ahugamál: Frímerki. Johan Ottesen, Firda, Gymnas, Sandane, Norge. Ungfrú Hilmari Frich, Vosse- gaten 46.E, Oslo 4, Norge, 18 ára, óskar að komast í bréfa- skifti við jafnaldra. Hún biður um, að bréfin til hennar séu skrif- uð á • íslenzku, en mun svara á enksu eða norsku. Við unglinga 14—18 ára: Jörg- en Poulsen, „N0rholt“, Flauens- skjöld, Vendsyssel, Danmark. Áhugamál: Frímerki, fiskveiðar, handbolti og margt fleira. Við unglinga, helzt frímerkja- safnara: Steinar Hardersen, Pett- er Dass vei 6, Narvik, Norge. Við unglinga: Wilfred Grem- aid, Box 35, Prudhomme, Sasks, USA. UNGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HANS NOA? I»að cr alltaf sami leikurinn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitlr góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfckti, og framleiðandinn er auðvitað Sælgætisgerð- in Nói. Nafn Heimill Örkin er & bls. Síðast er dregið var hlaut verðlaunins Sigurður Jónsson, Ásláksstöðum, vlnninganna má vltja á skrifstofu Kræklingahlíð, Eyjafirði. vikunnar. gQ — VIKAN 47. tkl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.