Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 8

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 8
VIKUmenn kliíu Eldey. Þetta var nú raunar bara apríl- gabb, cn þannig úr garði gert, að flestir lesendur VIKUNNAR trúðu fjarstæðunni. Þetta sýnir, að myndavélin segir ekki alltaf satt og ekki er ein mynd öll, þar sem hún sýnist. Við komum upp um gabbið í næsta blaði á eftir, og þá urðu margir gáfaðir og sögðu: „O, þetta var nú svo sem auðséð. Ég trúði þessu aldrei'. Sem sagt: Það er aldrei að vita, hverju VIKUmcnn kunna að taka uppá. Jón Gunnlaugsson, söngvari, leikari og eftirherma, getur brugðið sér í allskonar líki. Hann fór með tíu þúsund króna virði í hreinu gulli út á götu og reyndi að selja gullið fyrir hundrað krónur. En enginn viidi kaupa. Raunar var ekki hægt að segja, að Jón væri traustvekjandi, og menn hafa að jafnaði nóg að gera við hundraðkallana sína. Hvað um þaðj við náðum ágætum myndum af þvj ágæta fólki, sem hafnaði tíu þúsund kallinum umsvifalaust. 1963 á25. aldursáré sinu var VIKAN hugmyndarfkari en nokkru sinni fyrr Eitt af blöðunum hér í höfuðstaðnum sagði nýlega, að VIKAN væri eins og: tízkumær, sem sjaldnast sæist lengi í sama búningi. Það þótti okkur góður dómur. Við trúum því, að óbreytt ástand, status quo, sé sama og afurför. Þessvegna er alltaf eitthvað nýtt og óvænt í VIKUNNI; við leggjum höfuðáherzlu á nýjar hugmyndir, eittthvað, sem ekki hefur verið gert áður í íslenzkri blaðamennsku. I tilefni af áramótunum bregðum við hér upp myndum af þrem atriðum, sem fram komu í VIKUNNI á árinu 1963, og vöktu mikla athygli. hefur prcdað nakkra þekkta. memaingmvits til að komast að ratm um, hv&b taiinxs ei gjsJágexugva skÁiásksjs- ur á hlmdi i dag. R tvcim kvölá- im var s&n saman Ijáðsbók eg xmt- ur íestgian rii að gaivqa :neð h&ná- íitíð miW ivokku'.rra bóicmenaía- mauaa. Hér ar sagan ai því, dómax sniilingajuxa og lolcs sýmshom úx bolaaoi. Þokur, ljóðabók Jóns Kára, var bezta bragðið, sem við lékum á árinu, og sjaldan hefur það efni birzt í íslenzku blaði, sem vakið hefur aðra eins athygli. Ljóðabókin seldist upp á stundinni og sömuleiðis blaðið. Það var mikið skrifað um þetta í blööin, flestir höfðu gaman af tiltækinu og fannst auk þess, að „menningarvitarnir“ hefðu átt flengingu skilið. Aðrir skrifuðu um málið með heilagri vandlætingu. Af hálfu VIKUNNAR var hér ekki um „hasarefni“ að ræða, heldur var þetta alvarleg tilraun til þess að sýna framá það, hversu ruglaðir við erum í listrænum efnum og tökum hvaða fánýti sem er fyrir góða og gilda vöru.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.