Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 49
ur takast að koma henni á fæt-
ur aftur. Það er erfitt að segja
af hverju það stafar, að sjúk-
dómurinn hefur snúist svona. En
því miður er hún ónæm fyrir
meðalinu, og veikin hefur ágerzt
ískyggilega fljótt.
Simon forðaðist að líta á Clare.
Þessir dagar höfðu verið eldraun
fyrir þau bæði. Clare var að bila
á taugunum og hún taldi tím-
ana þangað til hún gæti komizt
burt. Hún vonaði að sálarhvalir
hennar mundu réna, þegar hún
væri komin í fjarlægð. Nú tók
hún eftir, að þau horfðu á hana,
öll hin, en Grey læknir sagði:
— Það er hörmulegt —• meira
en hörmulegt, að Clare skuli
þurfa að fara. Ég skal reyna að
ná í aðra, en það er enginn hægð-
arleikur núna. Ef mér tekst það
ekki, er ég hræddur um, að við
verðum að senda Faith í sjúkra-
húsið.
— Æ, nei! Nei! sagði Meg. —
Er hún virkilega svo veik?
— Ég er hræddur um það, frú
Hamden.
Meg rétti fram höndina til
Clare.
— Gætirðu ekki — viltu ekki
verða kyrr? sagði hún.
Clare hafði átt von á þessu
og hún hafði kviðið fyrir þessu
augnabliki. Hún fann augnaráð
Simons, fann ást hans — og vissi,
að þarna var engin leið framhjá.
— Ég veit það er til mikils
mælst, sagði Jock, — en . . .
Grey læknir tók af skarið: —
Clare getur gert meira fyrir
Faith en nokkur annar, ég er
sannfærður um það. Ég væri
yður afar þakklátur, systir, ef
þér gætuð annast sjúklinginn
áfram.
Simon skildi að þau hin bjugg-
ust við, að hann legði orð í belg,
og hann muldraði: — Ég þarf
varla að bæta mínum óskum við,
er það?
Clare svaraði róleg: — Nei . . .
og vitanlega verð ég hérna.
— Það var ágætt, sagði Grey
læknir ánægður. — Þá göngum
við að þessu með sameinuðum
kröftum.
Simon fékk tækifæri til að
tala nokkur orð í einrúmi við
Clare áður en hann fór. Það
voru aðallega augu þeirra sem
töluðu, en hún hvíslaði að hon-
um:
-—- Skilurðu, að ég varð að
vera kyrr? Ég gat ekki annað . ..
— Þarftu að spyrja? Ég er þér
svo innilega þakklátur.
— En við verðum að fara afar
varlega, Simon . . . Það þarf ekki
annað en þú lítir á mig . . . sagði
hún ringluð. — Ég verð að gera
þetta, og ég þarfnast stuðnings
frá þér. Og við neyðumst til að
sjást — annars mundi vakna
grunur. Og það er Faith, sem við
verðum fyrst og fremst að hugsa
um.
— Veiztu hve alvarleg þessi
veikindi eru?
A-iK-2
A-9-7-6-3
5
10-8-7-5
A G'8-4
y D-10-5-4-2
+ A-8-6
* G-2
D
8
G-10-7-4-2
A-K-9-6-4-3
N
V A
S
N-S á hættu, vestur gefur.
A
V
♦
*
10i9-7-6-5-3
V K-G
t K-D-9-3
* D
A
V
❖
*
í bridgekeppnum er ekki al-
gegnt að græða 12 stig á því að
missa slemmu, sem stendur, en
þó urðu hinir nýkrýndu Evrópu-
meistarar, Englendingar, fyrir
því happi.
Ofangreint spil kom fyrir á
Evrópumótinu milli Englands og
Líbanon. Þar sem hinir kunnu
bridgesnillingar, Reese og Shap-
iro, sátu n-s gengu sagnir eftir-
farandi:
Norður Suður
1 lauf 2 lauf
3 lauf 5 lauf
pass.
Reese og Shapiro spila nýtt
sagnkerfi, sem hefur hlotið nafn-
ið „litli majórinn" og er aðal-
uppistaðan í kerfinu sú, að
majórlitir eru ekki sagðir, nema
til þess að gefa upp að maður
eigi lítið í þeim. Opnun norðurs
þýðir að hann eigi hjartalit, en
hinar sagnirnar eru ekta.
Þið ráðið hvort þið trúið, en
spilið var passað niður á hinu
borðinu. Enginn spilaranna hefur
hina dýrmætu 12 hápunkta sem
flest kerfi krefjast til opnunar-
sagnar.
— Hún er með vatn í lung-
unum.
— Þá verður með öðrum orð-
um að tappa af henni, sagði hann
og hristi höfuðið áhyggjufullur.
— Já.
—• Hvenær verður það gert?
-— Núna seinni pratinn í dag.
— Ég þakka guði fyrir, að þú
skulir vera hérna, Clare.
— Þú veizt að okkur þykir
báðum vænt um hana, svaraði
hún rólega. — Við þurfum ekki
að hræsna neinar tilfinningar.
Meg kom til þeirra og Simon
flýtti sér að kveðja.
— Ég kem aftur seinna í dag,
sagði hann.
— Faith er að spyrja eftir þér,
sagði Meg og horfði rannsakandi
á tengdason sinn tilvonandi. ■—
Grey læknir var að fara. Hann
ætlar að koma aftur í dag, og
það gerir mig kvíðandi. Það hlýt-
ur að vera eitthvað alvarlegt á
ferðinni, úr því að hann kemur
tvisvar á dag.
Clare langaði til að hughreysta
hana, en hnú vissi ekki, hvað
hún átti að segja. Simon fór
upp til Faith, og Meg settist
þreytt á stól í forstofunni.
— Það er fallega gert af þér
að verða kyrr, sagði hún. — En
nú verðum við Jock að athuga
þetta mál — hvað kjörin snert-
ir . . .
Clare tók fram í fyrir henni:
— Góða, þið megið ekki særa
mig! Mér þykir svo vænt um
Faith, og eins og nú er ástatt,
gat ég blátt áfram ekki farið frá
henni, þó ég hefði viljað.
Meg horfði fast á hana. Þrátt
fyrir léttirinn var einhver dul-
arfullur kvíði í henni.
— Er þetta alvara? spurði
hún.
Clare hrökk við.
— Vitanlega! Efastu um það
sem ég segi?
í fátinu sem kom á hana hélt
hún sem snöggvast að Meg vissi
allt um sig og Simon.
— Ég var bara að hugsa um
áformið þitt, sagði Meg. — Þú
varst staðráðin í að fara. Ég veit
ekki hvaða ástæður þú hefur haft
til þess, en mér skilst að þær
séu fyrir hendi ennþá og . . .
— Það er ekkert meir áríð-
andi núna en að Faith verði heil-
brigð aftur. Ég veit, að henni
þykir vænt um að ég hjúkra
henni . . . og gerðu það fyrir mig
að minnast ekki á neina borgun
í því sambandi framar!
— Nei, ég skal ekki gera það,
VIKAN 1. tbl. —