Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 40

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 40
Það sem mér þykir enn betra er það, að stundum hitti ég menn í stöSum, sem kallaðir eru lægri en stólarnir bankastjóranna, og þoir eru til með aS sanna konung- Iegan uppruna sinn án þess að vita af því sjálfir. Hugsið ykkur til dæmis, hvað bílaplan hjá lang- ferðamiðstöð getur verið hvers- dagslegur staður og iangt frá öllu aristókratíi. Þar hef ég samt séð rútubllstjóra, sem sór sig í beinan karllegg við herkonunga og göf- uga víkinga. Það kom maður með stóran kassa og sjálfsagt þungan. Hann leitaði eftir viðskiptum við rútubílstjórann; bað hann að flytja fyrir sig kassann og spurði, livar hann ætti að láta hann. — Uppá þak, svaraði rútubil- stjórinn og leit ekki einu sinni á manninn. — Já, en hvar á ég að láta hann, spurði maðurinn. — Þeir sem ekki heyra hvað ég segi verða að eiga sig. Ég sagði uppá þak. Þá komu mér enn í hug þessi gömlu göfugmenni, forfcður vor- ir, sem sigldu skipum sínum frá iströndum Skandinaviu og bÖrðu á ættlitlum smámennum fyrir vestan Norðursjó, en .skemmtu sér við konur iþeirra á eftir. Mér er sem óg sæi það c:f einhver 'befði beðið þá að koma pakka til 'Englands. GS SNORRI OG KVIA- HELLAN Á HÚSAFELLI FRAMHALD AF BLS. 15. sjómaður undir Jökli í æsku sinni snöri hann á flesta menn er á móti honum röru; en svo var hann fiskinn, að þó hann renndi þar dorg sinni sem flestir menn töldu dauðan sjó, og ekki urðu aðrir varir, þá dró hann fiska í sífellu. Séra Snorri var þegar á æsku- skeiði manna hraðkvæðastur. Og þá er hann var skólasveinn í Skálholti gerðist hann svo bratt- stígur í lærdómi að margir læri- meistarar og gamlir latínugránar máttu fara að gá að sér. Er það í minnum haft að um það bil sem hann útskrifaðist úr skóla, þá ber þar að garði franskan tignarmann á staðnum, og hafði sá meðferðis latínubók eigi all- litla, og var latína á þeirri svo harðsnúin, einkum á seinnipart- inum, að þar var enginn maður í lærifeðratölu er þættist geta útlagt slíkan texta. Var þá til kvaddur Snorri á Húsafelli. Snorri leit á bókina og glotti, en síðan tók hann til og snar- aði á íslenzku hverju orði sem þar var í letur fært, rétt eins og það væri móðurmál hans, og stóðu kríngum hann prestar, lærifeður og fransmenn einsog nokkrir sólargapar af undrun yfir slíkum lærdómi. En þá er Snorri var spurður þess mörg- um árum seinna hvílík sú látína hefði verið að þar ráku Skál- holtsprestar í vörðurnar, þá hlær hann við lítinn þann og segir að slíkt var eigi furða með því fyrri helmíngur bókarinnar var á grísku en seinniparturinn á hebresku. Séra Snorri á Húsafelli var slíkur glímumaður að það er haft fyrir satt að sá prestur hafi ekki komið á sýnódus í meira en hálfa öld sem hafi staðið honum snúníng. Einkanlega var hann duglegur að fljúgast á við naut. Eru af því margar sögur hversu hann oftlega á ferðum sínum hljóp undir mannýga griðunga, tck þá fangbrögðum og snöri þá niður. Þess er og getið að hann hafi felt blámann á mjaðmahnykk útí kaupmanns- skipi við Stapa. Það er og haft eftir skjalleg- um mönnum að séra Snorri hafi lagt skessu á Holtavörðuheiði. Lagði hann hana á skessubragði. Járnsmiður var sér Snorri svo mikill að það var trú manna í Borgarfirði að hann kynni kaldabras. Hann var og slíkur tóbaksmaður að þá er hann fór á annexíu að Kalmannstungu að sýngja, en það var beitarhús- leið frú Húsafelli, þá reiddi hann með sér til einnar nætur tvo hrútskylla skekna og troðna með neftóbaki. Hann var og hinn mesti saungmaður ... ... Það er annað dæmi af trú- arþreki og andlegum krafti séra Snorra er hann sánkaði saman draugum þeim flestum, svo og skottum og andskotum er þá voru á reiki um ofanverðan Borgarfjörð, og lét þar fljóta í meðal nokkurt smákaðak sem jafnan verður til óþrifnaðar í sveitum, snakka, tilbera, fjósa- 'drauga og margvíslegar send- íngar, en þær voru sumar hverj- ar ætlaðar Snorra presti sjálf- um af öfundarmönnum hans. Þennan söfnuð lætur nú Snorri prestur koma að Húsafelli, set- ur þeim stefnu í sólroða á hvíta- sunnumorgun hjá Stórasteini við réttarhornið þar utanvert í Húsafellstúni. Þessir gestir voru tuttugu og einn talsins. Hefur Snorri það að fyrirslætti að hann vill sýngja svörtumessu fyrir þessu hyski, en í þeirri messu er signíngu, faðirvori og amen snúið öfugt. En hér mis- reiknaðist kauðum illa, því ekki hafði Snorri prestur fyr upp- byrjað introitum en hann fer heldur en ekki útí aðra sálma og tekur að hella yfir fansinn andheitum og íburðarmiklum særíngum þar sem jesúnafn og Maríu meyjar svo og Maríu Magdalenu var marglæst, bund- ið og samansnúið svo hatram- lega að fyrir slíkum lærdómi skreppur allur þessi fénaður saman og fer í pöddulíki; lurf- ast síðan allur söfnuðurinn undri Stórastein þar í réttarhorni að Húsafelli og hefur eigi komið upp síðan, né heldur orðið vart við neitt svo teljandi sé um ofanverðan Borgarfjörð frá þeim degi...“ Þetta segir Laxness um þann ágæta klerk Snorra og er nú meira í stíl ævintýra en sagn- fræði. Hann lætur Álfgrím segja: „Vel má vera að ég rugli at- riðum úr ævum annara merkra íúlendinga samanvið ævi séra Snorra, en hvað gerir það til? Það er þá af því að undirniðri finst mér að þannig, einsog séra Snorri á Húsafelli, ættu merkir íslendingar að vera“. Ég hygg nú samt, að fæstir íslendingar hafi heyrt mikið af trúarþreki og göldrum séra Snorra, en kannist fremur við hann sökum þeirra geipilegu krafta, sem hann hafði í köggl- um. Og þá er komið að hell- unni frægu, sem Guðmundur bóndi á Húsafelli hampar á myndum þeim, sem hér fylgja með. Svo segri sagan, að séra Snorri hafði kvíar svo sem títt var. Þær stóðu á rennisléttri skriðu austur af bænum. Þar hafði presturinn einhvern þann ram- byggilegasta dyraumbúnað, sem um getur og mætti af því ráða, að honum hafi þótt nokkurs um vert, að kvíær slyppu ekki út. Hann hafði sem sé hellu eina mikla í dyrunum, eða svo greina sögur. Sumar sagnir herma jafnvel, að sr. Snorri hafi fundið helluna uppi á fjalli og haldið á henni undir hendinni. Allavega átti hann auðvelt með hana og labbaði gjarnan með hana í höndunum hringinn í kringum kvíarnar. En nú er hún Snorrabúð stekk- ur og kvíarnar hans sr. Snorra eru að miklu leyti hrundar. Hell- an hin mikla liggur enn á renni- sléttum vellinum framan við kvíadyrnar og margir hafa reynt krafta sína á henni síðan prest- inn leið. Mér er sagt, að Húsa- felísbændur hafi jafnan verið svo afrenndir að afli, að þeir hafi átt manna auðveldast með að haldfjatla helluna. Það er mikill Straumur ferðafólks að Húsa- felli og það þykir sjálfsagður hlutur að staldra við hjá kví- unum og reyna við helluna. Flestir eru nú ekki sterkari en svo, að þeir geta með herkjum velt hellunni við og þeir menn eru taldir sæmilega hraustir, sem bifa henni. Hún er 360 pund, en afslepp og þegar blautt er um, þá er mjög erfitt að ná tök- um á henni. í Húsafelli er tvíbýli. Þar búa þeir Kristleifur Þorsteinsson frá Húsafelli og mágur hans, Guð- mundur Pálsson, sonur Páls heitins hagyrðings á Hjálmstöð- um í Laugardal. Einhver hefur sagt, að eiginlega sé það skylda, — VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.