Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 43
Hann svaf uppréttur og fól andlit-
ið í höndum sér, en lét olnbog-
ana hvíla á borðinu, svo að haus-
inn yrði í nokkurn veginn upp-
réttri stöðu. Penninn stóð upp úr
greipinni við vinstra eyrað.
Svo datt penninn. Drengurinn
hrökk u.pp, roðnaði, leit flótta-
lega á mig, roðnaði meir. Það var
óþarfi. Ég sá þetta ekki. Heyrði
það ekki. Nema kannski út und-
an mér. En drengurinn var
þreyttur. Rétt hjá honum að fá
sér blund. Kominn alla leið að
norðan.
Það þarf svolítið lag til þess að
sofa í tíma, án þess að kennar-
inn taki eftir því. Fyrst og fremst
þarf að geta sofið í uppréttri og
sennilegri stellingu, og gæta þess,
að bókin sé í sennilegri afstöðu
við andlitið, eins og fylgzt sé með
af áhuga. Brennivíddin þarf að
ná yfir alla síðuna; það getur vak-
ið tortryggni, ef maður les efst
á vinstri síðu, þegar allir aðrir
lesa neðst á hægri.
Það er líka nauðsynlegt að
halda á penna, eins og þessi ungi
maður gerði. Enginn kennari tor-
tryggir þann, sem getur haldið
penna á lofti, því samkvæmt te-
óríunni á maðurinn að vera mátt-
laus, meðan hann sefur. Og sá
sem er máttlaus, getur ekki hald-
ið á neinu. Og það er um að gera
að notfæra sér hinar ýmsu teórí-
ur með því að gera það, sem þær
segja að sé ekki hægt.
Loks er veigamikið að velja
sér góðan sessunaut, því það er
undir honum komið, hvort mað-
ur fær réttar upplýsingar, hvert
komið er í lexíunni, ef kennar-
inn tekur upp á því að ávarpa
mann. Og utangarna má aldrei
vera, ef svefnfriðurinn á að hald-
ast framvegis.
Það er kannski ekki rétt að
segja frá þessu. Það er hættulegt
að upplýsa kennara um of mikið
af svona brellum. Og ekki síður
hættulegt að kenna nemendum
þetta. Þeir gætu farið að iðka
þetta í stórum stíl, og þá er voð-
inn vís.
Vekjaraklukka á hvert borð.
Ég ætti kannski frekar að segja
svolítið frá þessum litla, pjakks-
lega ógreidda í óburstuðu skón-
um. Hann kom of seint. Svo sat
hann lengi hugsi og rýndi við og
við prófverkefnið. Ég hélt, að
drengurinn væri spekingur. Að
því loknu leit hann í kring um
sig, eins og til að gá að, hvað
hinir væru vitlausir, svo skrif-
aði hann nafnið sitt efst á úr-
lausnablaðið. Því næst tók hann
sér hvíld. Honum lá ekkert á.
Hann gat vel leyft sér að sóa
tímanum. Til þess að gera þetta
allt saman vísindalega, númer-
aði hann svörin fyrirfram inn á
úrlausnablaðið og ákvað þar með,
hve miklu rúmi skyldi eytt í að
svara hverri spurningu
Það er oft, að þessir litlu,
Pjakkslegu og hálfóhreinu strák-
ar eru skínandi vel gefnir.
Hann tók sér góðar hvíldir eft-
ir hvern tölustaf, sem hann setti
á blaðið. Hann horfði lengst af
beint á mig; það lá við að hann
væri hálfglottandi. Ég kæfði
löngun mina til þess að gefa
honum auka rissblað, svo hann
gæti strokið af skónum sínum,
og fór í þess stað að skrifa. Ég
dútlaði við setningu eftir setn-
ingu og leit þétt upp.
Allt í einu heyrði ég hvíslað
í stofunni.
Ég leit snarlega upp, hauk-
fránum gleraugum. Sá litli,
pjakkslegi, ógreiddi, var að pískra
evtthvað til þess litla, ógreidda
barnalega, sem sat til hliðar við
hann. Hvað hafði hann sagt?
Það var áreiðanlega ekkert
merkilegt, því sá litli, ógreiddi,
barnalegi anzaði engu, en brosti
eldrjóður út að báðum eyrum.
Ég rýndi á þá félaga um stund,
og sá ógreiddi pjakkslegi fór úr
sambandi, að ég held. Hann gat
ekki haft augun af mér. Sama
hvort ég horfði á hann eða ekki.
Hann gat ekkert gert. Ekki einu
sinni númerað blaðið sitt upp á
væntanleg svör. Ef ég tók þann
kostinn að horfast fast í augu við
hann, fór hann að drepa tittlinga
og glotta og líta í kring um sig,
en sjónir hans leituðu alltaf á
mig. Þetta endaði með því, að ég
tók mér stöðu aftast í stofunni til
þess að trufla hann ekki. Hann
gaf mér nokkrum sinnum auga
um öxt, iðaði dálítið en fór svo
að skrifa. Og nú er hann búinn
að skila.
Ég er hættur að halda, að
drengurinn sé spekingur.
Svo er kominn síðasti dagur
prófsins. Reikningspróf.
1 dag eru kollarnir mínir flest-
ir skollitaðir, eða 7 af 13. Fjórir
eru nokkurn veginn Ijósir, einn
rauðsleiktur og einn logarauður.
Það er óvenju margt kvenfólk
í þessari stofu, eða fjórar af þrett-
án. Þær eru svo sem ekkert hýr-
leitar, blessaðar, enda hefur
reikningur aldrei verið sterka
hliðin veika kynsins. Tvær eru
með túberað hár, sú þriðja með
rúlluliðað hár, h'klega ofboðlítið
túberað í hnakkanum, en ég er
ekki viss um, hvernig lýsa ber
hárafari þeirrar fjórðu. Hún er
með þverklipptan topp fram á
ennið og skil þvert um rétt fram-
an við hvirfil, þar sem afganur-
inn af hárinu er greiddur aftur
af, en að aftan endar hárið í ein-
hvers konar hnút. Ég kann ekki
við að gera mér ferð til þess að
rannsaka hnútinn nánar. En það
er hvorki slaufuhnútur, rembi-
hnútur né pelastikk.
Ég hef nú setið yfir í flestum
stofunum og gefizt kostur á að
virða hópinn fyrir mér. Hér er
margur sauður misiafn, en yfir-
leitt er þetta heldur gæfulegt
fólk. Samft geri ég ráð fyrir, að
a.m.k. 60% nái ekki prófi.
Próf eru dálítið hugsunarverð
fyrirbrigði. Ég er þeirrar skoð-
unar, að þau séu brigðull mæli-
kvarði á gáfnafar og getu. Mað-
ur getur trassað flest sín fræði
en samt fengið allgóða heildar-
einkunn út úr prófi. Aðrir
leggja mikla elju í fræðin en fá
fremur lágar einkunnir. Mönn-
um tekst misjafnlega vel upp á
prófum. En það er víst ekki hægt
að leggja annan mælikvarða á
námsárangur. Ég veit þess dæmi,
að skussar hafa t.d. komist inn
í Samvinnuskólann í fyrsta sinn,
sem þeir reyndu við inntöku-
prófið. Einnig hefur prýðilega
vel gefið fólk fallið á sama
prófi Sumt hefur reynt aftur,
komizt inn og reynzt góðir nem-
endur. Það er svona með hæfi-
leikaskiptingu manna, sumir
hafa námshæfileika en enga próf-
hæfileika eða öfugt; sumir hafa
líka hvort tveggja.
Mér hefur virzt, að yfirleitt
yrði lítið úr dúxum. Hins vegar
hafa fúxar iðulega reynzt hinir
mestu harðjaxlar og komið sér
og sinu vel áfram. Miðlungar
eru traustur kjarni. En svona
dómsorð er tvíbent eins og allt
annað, sem við kemur prófum.
Það er nefnilega ekki alltaf
nóg að sjá einkunnir, til þess að
dæma hver er dúx, fúx eða
miðlungur.
Þegar unglingarnir fara héðan
út á eftir, hafa þau lokið við að
þreyta inntökupróf í Samvinnu-
skólann. Svo líða tveir dagar,
þangað til að þeir fá að vita
árangurinn, og trúlega þykir
mörgum biðin löng. En prófið
sjálft er afstaðið.
Annars er það svolítið bland-
að gaman að ganga út úr síðasta
prófi. Eða svo fannst mér, þeg-
ar ég stóð í svona löguðu. Það
er léttir, að vita sig ekki sár-
lega þurfa að læra á nokkrum
klukkustundum, það sem maður
hefur trassað heilt námstímabil,
og léttir að vita til þess, að nú
geti maður gert það sem manni
sjálfum sýnist, en það er oft-
ast fólgið í að gera alls ekki
neitt.
Hins vegar finnst mér alltaf
einhver oftæming fylgja próf-
um, eins og maður hafi gengið
of nærri sér og tekið meira en
fyrir hendi var. Mér finnst yfir-
leitt að loknu prófi, að sálar-
skjóðan sé eins og belgur á
dropateljara, sem er tæmdur
af lofti og tappa stungið í opið.
Nú er kominn tími til að
hætta þessum þankagangi. Síð-
asti próftakinn, ung og lagleg
stúlka, sem ég hef haft mér til
augnayndis, stendur upp til að
skila. Það er önnur þessara tú-
beruðu. Með nettum höndum
tekur hún penna sína og reglu-
stikuna og stingur í veskið. Svo
réttir hún mér úrlausnimar. Það
er ekkert fum á henni, og lík-
lega ætlar hún að ná prófinu
þessi. Við verðum samferða út
úr stofunni, og um leið og leiðir
okkur skiljast segir hún:
— Heyrðu. Hvar er annars
eðlisþyngd vatns?
Það er nú það. Ég var einmitt
að velta þessu sama fyrir mér.
Líklega var rétt af mér, að ger-
ast ekki kennari. Það hlýtur að
vera erfitt fyrir kennara að fá
á sig spurningar, sem hann getur
ekki svarað.
LANGT FINNST ÞEIM
SEM BÍÐUR
FRAMHALD AF BLS. 13.
væntingu, þegar ég svaraði.
- - Leyfist mér sá heiður á
afmælisdaginn, að — hlýleg
rödd Raymonds þagnaði, og þeg-
ar ég svaraði ekki hélt hún
áfram: Ertu þama Lucy? Viltu
borða hádegisverð með mér í
dag?
Vertu nú skynsöm, sagði ég
við sjálfa mig. Þú getur ekki set-
ið hér inni í allan dag til þess
að bíða eftir símtali.
- Það vil ég gjarnan, sagði
ég. Þakka þér fyrir, Raymond.
Mér fannst Raymond vera
þreytulegur, en hann var jafn
skemmtilegur og alltaf áður.
Þokki Raymonds var alltaf til
staðar, ólíkur Adams, sem tendr-
aðist og hvarf. Raymond var
indæll og þægilegur.
Fyrir löngu hafði það verið
Raymond, sem hjálpaði Adam,
þá ungum og óþekktum, að kom-
ast áfram.
Einn góðan veðurdag, hafði
Raymond sagt, skrifar Adam
bók. Þegar hann hefur fundið
sjálfan sig. Að vísu hefur hann
skrifað nokkrar bækur, en þær
ná ekki því, sem Adam getur
gert.
Þetta síðasta ár hafði ég hitt
Raymond oftar en áður. Það
hafði valdið mér nokkrum
áhyggjum, því að hann hafði
beðið mín tvisvar. Ég hafði kom-
ið mér hjá því að svara í bæði
skiptin.
Mér fannst indælt að sitja við
hlið hans í bílnum, meðan við
ókum út úr London. Tíminn leið
í þægilegri þögn, sólin var heit,
og suð vélarinnar gerði mig
syfjaða. Háttstemdar vonir, sem
svo bresta, draga úr manni all-
an mátt.
f fyrsta skipti hugsaði ég um
það í alvöru, hve auðvelt það
væri að lifa lífinu með Raymond,
taka á móti því öryggi, sem hann
gat boðið mér.
Meira að segja mestu bjart-
sýnismenn eiga sínar vonleysis-
stundir.
Mín stund var í þann mund
er bíllinn sveigði upp að vina-
legu veitinvahúsi í fallegum
garði og með útsýni út á glitrandi
ána.
— Þetta er dásamlegt, sagði
ég, hér hef ég aldrei komið áður.
VXKAN 1. tbl. — 43