Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 35

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 35
um heyrt að baki okkar, en að þessu sinni rákumst við á ein- mana skógarhöggsmann. Við sögðum aðeins Heil Hitler, um leið og við gengum framhjá, og hann sinnti okkur ekki hót. Síð- ar gerðist Peter svo djarfur að spyrja bónda einn til vegar, því að þótt við hefðum ágætt kort, voru þarna svo margir, þröngir dalir, sem rugluðu okkur alveg i ríminu, svo að við vissum naumast hvar við vorum staddir. Þegar nóttin datt á, komum við enn að fjallalæk, og þar gerð- um við hlóðir, hituðum okkur súpu og steiktum nokkrar kart- öflur, sem við höfðum fundið í kartöflugarði á leiðinni. Þetta var himnesk máltíð. Þegar við höfðum safnað kröftum aftur, og blundað lítið eitt, héldum við ferðinni áfram í náttmyrkrinu. Við reyndum að halda réttri stefnu á fjallagötunum, en urð- um hvað eftir annað að skoða kortið við eldspýtubjarma. Það var ill nauðsyn, því að ekki langaði okkur til að koma upp um ferðir okkar með því að nota ljós, og jafnvel í skógun- um breiddum við alltaf úr yfir- höfnum okkar, þegar við kveikt- um ljós. Loks komum við að lítilli götu, sem við ákváðum að fylgja. Hún hlykkjaðist niður brekku og lá þvert á leið okkar. Jafnframt vorum við komnir inn í þéttan skóg, sem við þorð- um ekki að fara inn í. Samt vildum við ekki fara niður brekkuna, því að við vildum fyr- ir alla muni halda hæð okkar, svo að við fengjum betri yfir- sýn yfir landið þegar birti. Loks var svo það, að þrátt fyrir notk- un kortsins, gátum við ekki átt- að okkur á, hvar við værum. Við vorum villtir. Við ákváðum að bíða birtu og snúa síðan við, þar til við hefð- um áttað okkur aftur. Við fór- um um 50 metra inn í skóginn og lögðumst fyrir í laut fullri af laufi. Það var nístandi kuldi og við hnöppuðum okkur saman, til að hlada á okkur hita undir teppunum. Við vorum lurkum lamdir og lágum í nokkrar stund- ir án þess að geta sofið. Skömmu fyrir dögun þoldum við ekki lengur við, og ætluðum einmitt að halda áfram, þegar Rupert rak upp skelfingaróp: „Áttavitinn er týndur — ég get ekki fundið hann!“ Við horfðum þegjandi hver á annan, en svo rauf ég þessa óþægilegu þögn: „Það er meiri klípan, sem þú hefir þar komið okkur í. Manstu, hvenær þú sást hann síðast?" „Það er í margra kílómetra fjarlægð. Áður en við héldum undan brekkunni — síðast þeg- ar við kveiktum á eldspýtu“. Við störðum hver á annan, ráðþrota. Okkur var sárkalt og við lögðum alveg hendur í skaut. En svo afréðum við að BÆFI9 mm MEÐ ÞVI AÐ AUGLÝSA f TfMARITINU leita, leita vandlega, svo að eng- in hætta væri á því, að átta- vitinn færi framhjá okkur, ef hann hafði týnzt þarna. Og til allrar hamingju tókst okkur að finna hann. Þá var okkur sann- arlega létt, því að án áttavita gátum við ekki haldið stefnunni í fimm mínútur. Eftir nokurra stunda göngu — við sólarupprás — gátum við svo áttað okkur og héldum enn af Stað í rétta átt, fórum eftir fjallshrygg, sem var næstum samhliða stefnu okk- ar. Þetta var fjórði dagur flóttans, og enn hafði ekki komið dropi úr lofti. Enginn maður vai’ð á vegi okkar allan daginn, en und- ir kvöld komum við að aðalveg- inum, sem liggur suð-austur frá Colling til Radstadt og þvert yfir fjallgarðinn gegnum Rad- stadter-Tauern-skarðið. Það lá í augum uppi, að við mundum verða að fylgja veginum, því að fjöllin beggja vegna voru há og dalurinn þröngt gljúfur. Við héldum af stað í kvöldsval- anum og við og við hittum við menn á ferli, jafnvel hermann, sem kallaði Heil Hitler og við svörðum ánægðir á sama hátt. Þótt hann virtist ekki hafa tekið eftir görmum okkar, afréðum við að halda okkur sem mest í skógunum og halda fyrst af stað er dimmt var orðið. Gerðum við þetta næstu nótt og fórum greitt og hvíldumst sjaldan, því að okkur leið illa af völdum kulda. Hins vegar voru fætur okkar farnir að harðna, svo að við komumst 35 km. um nóttina. En ekki leið nóttin alveg tíð- indalaust. Um klukkan 23 ók stúlka á reiðhjóli fram á okkur, og vildi hún endilega skrafa við okkur. „Guten Abend! Wo gehen Sie hin?“ sagði hún um leið og hún sté af hjólinu til að ganga með okkur. „Frökk stelpa!“ hvæsti Rup- ert milli tannanna. „Peter, þú ert kvennagull, kynþokkann í gang“. Peter sneri sér að stúlkunni. „Við erum á leið til Abtenau. Við erum í leyfi og röltum því um. Og hvert ætlið þér?“ Þýzka Peters var lýtalaus -—■ jafnvel svo, að hjá honum gætti VIKAN 1. tbl. — gg

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.