Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 46
sparifjár stendur í stað, eigand- inn græðir ekkert og tapar engu, vextirnir eru engir vextir, helcl- ur aðeins höfuðstólsviðhald. Verðmætið vex ekki neitt með króniifjöldanum. Ef svo vel væri farið með sparifé manna (sjóða, krakka og gamalmenna) þá kæmist þjóðin upp á það menningarstig, sem um getur í Mósebókum: Enga vexti af lánuðu fé, en heldur enga féflettingu, sem hægt væri að framkvæma með talnablekk- ingu. G.T. talar um hinn óguð- lega, sem tekur lán og borgar ekki. — Hér tekur hinn óguð- legi lán og borgar í minni verð- mætunx en hann tók við. .lafnvel meðan börn meta verðmætin i karamellum og gos- drykkjum átta þau sig á þessu færibandi verðbólgunnar. Tólf ára göniul telja þau að foreldrar, sem halda saman aurum krakk- anna, séu að svíkja þau. Á ung- lingsárunum brýzt skilningurinn út í fullkominni fyrirlitningu. Ef einhver hugsandi maður, sem þessar línur kann að lesa, á í bókahillu sinni „Veröhf sem var“ eftir Stefan Zweig, þá ætti bann að fletta upp á bls. 285 og lesa til 288. Sá kafli ætti að opna augu manna fyrir því sem hér mun koma ef áfram verður haldið cins og stýrt hef- ir verið fyrstu tvo áratugi hins íslenzka lýðveldis. —< Að brjála verðmætaskyn æskulýðsins svo sem vér böfum gert, hlýtur að leiða til ills eins. Frá Kína skulu bér aðeins nefnd örfá fyrirbæri. Hér og þar risu upp hallir manna, hvít stórhýsi, sem enginn vissi fyrst liver átti. Almenningur nefndi þær ranglœtishallir. En hverjir voru þá eigendur? Herforingjar, sem stálu stórfé frá ríkinu með því að telja undir vopnum fjölda manna, sem hvergi voru til, og stinga á sig því fé, sem þeim „ósýnilegu“ var ætlað. Hallirnar voru einnig byggðar á óskrásettu landi, mælingamönnum hafði verið mútað til að láta svo sem það væri ekki til. Skattsvika- hyljir mynduðust um allt landið, ríkið bætti tjónið með því að þrautpína þá, sem það gat náð sér niðri á. Eftir meir en ára- tug snerist sá lier, sem varið hafði landið, gegn sinni eigin stjórn, gerði ranglætisherrana höfði styttri og setti kommúnista til valda. Einnig hjá oss eru hliðstæðir hyljir. Verði þeir eitt allsherjardjúp, þá sekkur sjálfstæði íslands, en á því á æskan enga sök. Jóhann Hannesson. ÞRIGGJA KOSTA VÖL FRAMHALD AF BLS. 23. aðeins gluggarnir á herbergi hennar, sem vissu út að þessari hlið. Hún kærði sig ekki um að fólk sæi, að hún tók stefnu að húsi Simons. Það skrjáfaði í kvistum og þurru laufi undir fótum hennar, er hún kom út á stíginn, sem gerður hafði verið gegnum skóg- inn svo að Faith ætti hægara með að komast til unnusta síns. Clare greikkaði sporið, án þess að vita af því sjálf. Það var æs- andi og hræðilegt að finna til þess, að hún var á forboðnum leiðum, og hún hafði mikinn hjartslátt. Þegar hún var komin hálfa leið, stanzaði hún allt í einu. Hana langaði í einni svip- an til að snúa við og flýta sér heim. Þá heyrði hún rödd Simons rétt hjá sér. — Ég var í þann veginn að snúa við, sagði hún. Hann hafði ekki augun af and- liti hennar. — Það var ég einmitt hrædd- ur um, sagði hann. — En Simon, við getum ekki . . . Hún horfði á hann ráðalaus, eins og hún væri að biðja um að hlífa sér við byrði, sem hún væri ekki fær um að bera. — Maður ræður ekki fram úr neinum viðfangsefnum með því að láta eins og þau væru ekki til, sagði hann. Næturloftið var kalt, og það fór hrollur um Clare. — Þarna er gamalt, mannlaust sumarhús, sagði hann og hjálp- aði henni upp bratta brekku. — Mér finnst að við ættum að tala saman þar. Ég á þetta hús, og það er ekki vert að við förum heim til mín. Það var hlýtt og gott þegar kom inn í húsið, og Clare sett- ist í sófann í stofunni. Það var rétt svo, að fæturnir höfðu bor- ið hana, og hún skalf frá hvirfli til ilja. Simon kveikti sér í vindl- ingi og stóð í dyrunum. Clare sá andlitið á honum í tunglsljós- inu. Hann var mjög alvarlegur. — Og nú — hvað er nú að segja? spurði hún. Hann sneri sér að henni. —- Hefðir þú viljað giftast mér Clare, ef ég væri ekki trúlofað- ur Faith? spurði hann. Hann gekk til hennar og settist hjá henni. Clare hallaði höfðinu upp að þilinu. Hún fann, að hún varð að svara spurningunni í fullri hreinskilni. — Já, það mundi ég hafa vilj- að. En þú ert trúlofaður Faith, og ég vil heldur deyja en gera henni mein, svaraði hún af sann- færingu. — Því er eins varið með mig, sagði hann rólega. •— Það kem- ur ekki til mláa að gera henni mein til þess að bjarga okkar eigin hamingju, en . . . hann leit- aði að orðum ... — en maður verður að líta á málið frá öllum hliðum og spyrja sig, hvort það sé rétt gagnvart henni að bjóð- ast til að giftast henni án þess að elska hana. —1 Lífið er henni einskis virði án þín, Simon. — Heldurðu, að hún vildi eiga mig, ef hún vissi hvernig ástatt er? Mundir þú vilja það, ef þú værir í hennar sporum? — Ég veit ekkert annað en það, að við höfum engan rétt til að eigast, svaraði Clare. Hún var hrædd við hugsanlegar af- leiðingar þess, sem gerzt hafði. — Hún er blind — blind! hróp- ðai hún í örvæntingu. — Við megum aldrei gleyma því, Sim- on! Simon slökkti í hálfreyktum vindlingnum. — Heldurðu, að ég hafi hugs- að um nokkuð annað síðan í gærkvöldi? Og nú er ég ekki að hugsa um okkur tvö! Setjum svo, að ég fái aldrei að sjá þig aftur. Væri samt rétt að gift- ast aðeins af meðaumkun og samúð? Clare reyndi að horfast í augu við hann og það tókst. — Gætir þú farið til hennar og sagt henni að þú getir ekki gifst henni? spurði hún á móti. — Mundir þú þola að horfa á andlitið á henni þá? Mundir þú geta slökkt það eina ljós, sem skín í hennar dimma heimi? Þú ert hennar líf, ljós augna henn- ar. — Ég veit það, ég veit það, sagði hann ákafur. — Ég get aldrei brugðizt henni, hversu mikið sem það kostar mig að verða hjá henni. Clare lokaði augunum svo að tárin rynnu síður niður á kinn- arnar. Þarna sérðu, að ég hef rétt fyrir mér, sagði hún. — Við þurfum þá ekki að tala meira um þetta. Nú tók við djúp þögn og löng. Sameiginlegur vilji þeirra til trúmennsku gagnvart Faith barð- ist við tilfinningar þeirra hvors til annars. Þarna sátu þau — í neti örlaga sinna. — Þetta er ekki svona! sagði hann ákafur og Clare varð að spyrja hvað hann ætti við. — Hugsum okkur að hún væri ekki blind — að ég gæti gefið henni sjónina aftur! Mundi það breyta nokkru? Ég veit ekki hvort nokkur kona er til, sem vildi afsala sér manninum sem hún elskar, gegn því að fá sjónina, svaraði Clare. — Ef maður aðeins gæti spurt hana — ef maður bara vissi. Clare komst ekki lengra. — Hún skal ekki þurfa að velja um það, sagði Simon. — Heldurðu að líkur séu til að uppskurðurinn takist? — Ég hef alltaf reynt að trúa því. Ef hann mistekst er öll von úti. — Og ef hann tekst? — Þá þyrftum við að minnsta kosti ekki að taka ákvörðun gegn — VIKAN 1. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.