Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 45
ir sér stjórnarstefnan, síðari
iilutinn er viðbót hinnar þrjózku
alþýðu.
Nú fara sumir hálaunaungling-
ar vel nieð fé sitt — liafa vaxið
upp úr pollamenningunni og
orðið ráðdeildarmenn. Ýmsir
úrvals-unglingar verja tekjum
sínum til að afla sér menntunar
til góðra verka og nauðsynlegra,
þótt illa séu launuð, svo sem
kennarastörf hafa verið. Þegar
þeir eru hins vegar orðnir
verulega miklu „jafnari en aðr-
ir" þá liætta þeir þessum störf-
um og reyna að jafnast á við
það, sem þeir áður voru, áður
en þeir urðu menntamenn. Iðn-
aðurinn dregur nú að sér all-
mikið af úrvalsfólki, enda eðli-
legt, því þar er að finna gróða-
vænlegustu vinnu þjóðfélagsins
og liefir verið um skeið.
Ég hefi átt tal við venjulega
unglinga og hálaunaunglinga um
sparnað. Sumir tala um sparnað
og sparisjóðsbækur með álíka
fyrirlitningu og vandaðir menn
tala um sorprit. Ég tók fyrir
skömmu þátt i samtali ungra
manna, en þeir gátu þá um einn
kunningja sinn, er keypt Iiafði
litla íbúð og átt um skeið, of
litla þó fyrir fjölskyldu. „Hann
srgði, að íhúðin hefði hækkað
um átta þúsund á mánuði á þessu
ári.“
Þegar þjóðfélagið hagar sér
þannig, sér unga fólkið fram-
tiðina i óljósri móðu, gefur upp
von um að eignast eigið heimili
á heiðarlegan hátt, ef ekki eru
lil eignir fyrir. Enda segja ró-
legir og skynsamir unglingar:
„Það fæst ekkert fyrir sparifé
eftir nokkur ár.“ Um leið sjá
þeir hverja glerhöllina rísa af
annarri með gífurlegum íburði,
milljónahallir á kostnað framtið-
ar þeirra, meðan brýn verkefni
bíða. Unglingarnir eru hógværir
meðan þeir segja: „Það ])ijðir
ekkert að spara.“
Skal nú sögunni vikið að öðr-
uin hógværum mönnum, Kín-
verjum, en þar var liógværðinni
ofboðið. Það lenti á mér að
fara með stórfé þar í landi fyrir
menn af mörgum þjóðum. Ég
hafði samband við fimm kín-
verska banka og marga aðra.
En ég lét hvern hafa sitt, stal
frá engum, tapaði jafnt og allir
aðrir á verðbólgunni. Ég gerði
linurit af gengi og verðbólgu,
einnig af áhrifum kjarnorku-
sprengjunnar á fjármálin. .—
I.aunahækkun úr fjörutíu þús-
und í 120 þúsund dollara hafði
afar lítið að segja, því innan
skamms kostaði frímerki fimm-
tíu þúsund dollara. Eftir áratugs
vinnu var þó eftir það, sem
þurfti til að kaupa föt á sig og
sína, þegar maður þorði að fara
úr görmum siðustu styrjaldar-
áranna. Dag og nótt vann verð-
bólgan á öllu því fé, sem menn
höfðu undir höndum. En menn
bugsuðu um frið frarnar öllu
öðru — að undanskildum verð-
bólgubröskurum. l'riður og líf
urðu svo mikilvæg verðmæti,
uð áhaginn fyrir því að safna fé,
t. d. fyrir eigin húsi hefir aldrei
orðið sterkur eftir það, þótt mér
liafi sannarlega komið þetta í
bug meðan ég var ungur maður.
Hins vegar veit ég mikið um
verðbólgu og áhrif hennar á
þjóðaruppeldi og sálarlif manna.
Siðfræði Alberts Sclrweitzers
hefir einnig aukið áliuga minn á
hinum siðspillandi áhrifum
venðbólgu og gengisfellinga.
I Kína háðum við i nokkur ár
allharða glimu við verðbólguna
—• sem þar var seðlaverðbólga
án gengisfellinga um langt skeið
— ekki sízt vegna liinna kín-
versku samverkamnnna. — Að
kaupa vörur fyrir það fé, sem
þcir áttu að fá i laun. jiýddi
að maður gat hækkað laun
þeirra sem svaraði 200% eftir
sex til sjö mánuði með því að
afhenda þeim vörurnar þá.
Bnnkar greiddu 1 % mánaðar-
vexti, en til að viðlialda verð-
mæti höfuðstóls þurfti 0—8%
mánaðnrvexti. Með því að menn
sáu fljótt hina lierfileffu féflett-
ingu bankanna, myndaðist ann-
að lánakerfi samsiða þeim — og
enginn trúði banka fyrir spari-
fé sínu. Bankar voru aðeins not-
aðir til þess að senda fé milli
staða, dreifa seðlnm og geyma
verðmæti til mjög skamms tima.
Flestir skiptu við vixlara. — Ilin
islenzka verðbólga er miklu
hæggengari en sú kínverska, en
tvennt er sameiginlefft: Vextir
viðhalda ekki höfuðstól, og ráð-
deild manna er þar með drepin,
en alið er á alls konar óróa i
þjóðfélaginu. Þar með er stefnt
að framleiðslu óvandaðra
manna. Menn leggja inn kýr-
verð hér á íslandi; eftir allmörg
ár fá þeir kálfskinnsverð grcitt
í staðinn. í Kína hcfði maður
fengið kýrverð greitt með and-
virði tómrar gosdrykkjaflösku
cftir svo sem tíu ár. Tappinn
einn lcostaði tíu dollara árið
1940.
Á íslandi liefir það enn gildi
að spara til skamms tíma. I Kína
hafði það engan tilgang að
skipta við bankana, annan en
þann að láta þá senda fé og
geyma, þvi innbrot voru mjög
tíð.
Fjölmargar vísitölur skutu upp
kollinum í Kina. Máli sldpti ein
allsherjar visitala, meðaltal af
mörgum öðrum. — Hér tala
menn eins og fáráðlingar um
eina visitölu af mörgum, og
láta blckkjast af því. Hvort um
tap sé að ræða af sparnaði eða
ekki, má sjá af eftirfarandi:
Ársvextir eru sjö af hundraði,
allsherjarvísitala hækkar um sjö
al' hundraði á árinu. Verðgildi
og. |aer c-art |?£gxmiL
Þrjú skref til að auka og vernda ungleika húðarinnar — eingöngu
Yardley. — 1. Djúpt hreinsandi krem; 2. Frískandi andlitsvatn,
sem gefur húðinni unglegan blæ; 3. Næringarkrem, sem gerir
húðina heilbrigða og silkimjúka; Síðan — lítið í spegil og sjáið
hinn undraverða árangur.
Fyrir venjulega og þurra húð: Dry Skin Cleansing Cream.
Skin Freshner. Vitamin Skin Food.
Fyrir feita húð: Liquefying Cleansing Cream. Astringent Lotion.
Vitamin Skin Food.
YARDLEY
TIL AUKINS YNDISÞOKKA
GLÓBUS h.f. Vatnsstíe: 3. - sími 11555
VIKAN 1. tbl. — 4Q