Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 20

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 20
Sr. Jóhann Hannesson, prófessor skrifar um ís- lenzkan móral, ásakanir og afsakanir frá æsku- lýðnum. II. grein ,¥ér erum ellir jaffnir - en sumir eru jafnari en aðrir1 Atburðimir í Þórs- mörk og aSrir hliðstæS- ir eru aðeins framhald af drullupollauppeldi æskunnar. En þaS er ekki unga fólkinu aS kenna. Meðferð verðmætanna. íslenzkt smjör, smjörlíki, harðfiskur, hangikjöt, kæfa, kex, salt, svínakjöt, kindakjöt, kartöflur, stein- olía og fleira: Þetta gæti verið auglýsing, en er listi yfir nokkuð af þeim vörum, sem menn hentu frá sér í Þjóðgarðinum, oft ósnertum með öllu. T. d. hentu menn hangikjötinu án þess að taka það úr plastpokunum. Ég nefndi áður nokkuð af því, sem algengast var að stela frá liinum helga stað, en gerði einnig lista yfir ýms matvæli, sem menn vörpuðu frá sér, og var um þrjátiu tegundir matvæla að ræða. Var ekki viðeigandi að tala um móðurharðindi af manna völdum? Yfirleitt var það fullorðið fólk, sem þannig fór að. Unglingarnir voru yfirleitt lystugir og borðuðu nestið sitt og dreifðu ekki svona matnum í kring um sig. Kjarni málsins var, uð matvælin voru niður- greidd, verð á landbúnaðarvörum of lágt. Siðgæði og hagfræði — og síðast en ekki sízt uppeldisáhrif niðurgreiðslunnar voru hér að verki. Nú er þetta tekið að móta menn í annann lið. Hverð vegna má ekki alveg eins greiða niður gler og brjóta rúður eins og að greiða niður kjöt og mjólk og henda því? Hér eru einnig uppeldisáhrif gengisfellinganna að verki. Hér hafa verið gefnar „fordjarfanlegar“ fyrir- myndir, sýnikennsla í fyrirlitningu á verðmætum. „Ö, mín flaskan fríða“. Til sæmdar landsmönnum ber þess að geta, að þess varð aldrei vart að menn skildu eftir á víða- vangi innan Þjóðgarðsins fulla flösku af áfengi, utan einu sinni. Það gerðist þann sama dag sem minnst var í Skálholti níu alda afmælis biskups- dóms á íslandi, 1950. Á þeim degi var eftir skilin ein heil og full whiskyflaska í Almannagjá, þeim hluta gjárinnar, sem Hestagjá heitir. Eigi var þó hér með verið að minnast biskupanna né drekka þeirra skál. Þessi nærvera l'löskunnar kom ekki til af góðu. Eigandinn hafði árla morguns gengið fram af himingnæfandi bjargbrúninni og hrapað til bana. Lík lians lá í grasinu niðri í gjánni og var settur um það vörður frá því er það fannst unz það var sótt síðar um daginn. í fallinu mun flaskan hafa farið úr vasa mannsins. Hún lá óskemmd og ósnert á mjúku grasi á sillu beint fyrir ofan hinn dána mann. Þessi flaska kemur mér í hug síðan, er ég heyri sungið: „Ó min flaskan friða“. 2Q — VIKAN 1. tbl. En ókunnugt er mér um lifandi menn, sem hafa eftir skilið áfengi ódrukkið á víðavangi í Þjóðgarð- inum. Ég held að hann hafi ekki rétt fyrir sér kunn- ingi minn frá Þýzkalandi, sem sagði: „Die Islander respektieren nichts“ þ. e. íslendingar bera ekki virð- ingu fyrir neinu. Ekki færri en seytján áfengisteg- undir drukku menn i Þjóðgarðinum, og virtust bera fulla virðingu fyrir þeim öllum, en flösltnum hentu þeir. Nú eigum vér þennan þjóðlega lofsöng um flöskuna, svo sem kunnugt er. Virðingin virðist hins vegar aðeins ná til innihaldsins. Hér geta stjórn- málamennirnir komið til hjálpar og viðreisnar þjóð- legri menningu: Skattleggið ekki aðeins innihaldið, heldur einnig glerið í flöskunum. Þar með vex virð- ing flöskunnar fríðu — og þér fáið fé í rikissjóðinn til að hjálpa afvegaleiddum unglingum, sem er erfitt verk, en nauðsynlegt. Seytján tegundir áfengis er þó ekki mikið á móti þvi scm Bændahöllin hefir upp á að bjóða. Sam- kvæmt fyrsta flokks upplýsingum frá sérfróðum mánni eru þar áttatiu og fimm mismunandi gerðir áfengra drykkja, en óáfenga drykki er þar einnig að fá — og veitingar með hinni mestu kurteisi. Minna flöskurnar á fagurlega gerð skurðgoð í kínversku hofi, þar sem þær standa i röðum hver við annarrar lilið — og þjónustan ininnir á dýrkun goða i hofum Búddha, að þvi undanskildu, að viðeigandi söng vantar þó. Enda kvartar æskulýðurinn undan því, að þessi stórkostlegi staður sé honum lokað land. III. Átrúnaður og fórnarþjónusta pappans. Mörg cru þau atriði sein snerta ráðdeildarleysis- uppeldi þjóðarinnar, það er liægfara upprætingu ráðdeildarinnar, en þar stöndum vér framar frænd- þjóðunum og höfum verið i stöðugri sókn síðan ísland varð sjálfstætt riki. Hér ræður Alþingi miklu og ríkisstjórn vor — hvort sem hún er hægri eða vinstri eða þar í miðju. En allmikil völd hafa húsmæður, húsmæðraskólar, kaupmenn og kaupfélög. Allir þessir aðilar hafa svo að segja (lagleg áhrif á ráðdeildarleysisuppeldi þjóð- arinnar. Dæmi skulu hér nokkur nefnd. Upplýst var í blöðum snemma á árinu, að lausasala mjólkur væri rúmlega þrjátíu milljón lítrar. Eins og menn vita, kosta þrjátíu millj. I. tólf milljón krónum meir til neytenda ef þeir eru seldir í eins litra hyrnum,

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.