Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 24
SETID
YFIR SALAR-
STRiDI
MENN EIGA MISMUNANDI MIKIÐ UNDIR
ÞEIM PROFUM, SEM ÞEIR TAKA * SUM
PRÖF ERU AÐEINS TIL ÞESS AÐ < i
NÁMSÁRANGUR, ÁN ÞESS AÐ HAFA
NOKKRA ÚRSLITAÞÝÐINGU FYRIR PRÖFTAKANN, ÖNNUR GETA
MARKAÐ TÍMAMOT T LÍFI MANNS * EITT SLÍKRA PRÖFA ER INN-
TÖKUPRÖF í SAMVINNUSKOLANN * ÞAR ER ENGINN MILLIVEGUR,
ANNAÐ HVORT AÐ STANDAST PRÖFIÐ EÐA AÐ FALLA * VIKAN
FYLGDIST MEÐ INNTÖKUPRÖFUM í HAUST OG SALARSTRÍÐI YFIR
HUNDRAÐ PRÖFTAKA *
TEXTI:
SIGURÐUR HREIÐAR.
MYNDIR:
SELMA JÓNSDÓTTIR.
Það er mikil spenna, sem liggur i loftinu. Hún;
síast frá manni til manns, og meira að segja kemur
angi af henni til mín, þótt ég sé hér aðeins til
að fyrirbyggja samræður og aðra upplýsingaöflun.
Enda er mikið í húfi fyrir þá, sem í morgun stóðu
þöglir og brúnaþungir í anddyri Menntaskólans
og skiptu sér svo niður í stofurnar til þess að taka
próf, því það er undir árangri þeirra komið í
dag og næstu þrjá daga, hvort þeir fá að hafa tvær
vetursetur uppi í Borgarfirði við nám í Samvinnu-
skólanum.
Það er svo merkilegt, að ég hef gaman af svona
yfirsetu. Líklega hefði ég átt að vera kennari.
Ég hef víst þetta undarlega sálarsambland kvala-
losta og barngæzku, sem hverjum kennara er nauð-
synlegt. Annars skil ég þetta ekki alveg sjálfur.
Flestir kunningjar mínir eru þannig gerðir, að þeir
fyllast hryllingi, ef minnzt er á kennarastörf í einni
mynd eða annarri. Nema einn, sem er kennari,
en "hann hefur lika undarlega ánægju af því t.d.
að draga kvenfólk á hárinu langar leiðir eða
kuðla því einhvern veginn saman í hnút. Þetta er
heiðarlegur maður og bezti drengur. Barngóður
með afbrigðum og þykir góður kennari. Freud
myndi kannski hafa sagt, að svona lagað stafaði af
kynferðislegri óáran, en ég er vantrúaður á þá skýr-
ingu. Sennil^ga er þetta frekar þörf til þess að
drottna og hafa vald til þess að stjórna hugsana-
gangi annarra.
Þetta eru mislitir kollar sem ég hef fyrir fram-
an mig. Fimmtán talsins, þar af tvær stúlkur. Þær
væri hægt að þekkja úr með einu augabragði, þó
þær dulbyggju sig sem pilta, á þessari nærsýni,
sem allar stúlkur virðast haldnar í prófum. Ef blý-
anturinn þeirra væri yddaður í báða enda, væri
hægt að lesa allt framan í þeim, sem hinn oddur-
inn hefði letrað á blaðið.
24 — VIKAN 1. tbl.