Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 23

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 23
Clare Ruthland er hjúkrunar- kona á sjúkrahúsi, þar sem blind stúlka, Faith Hamden lig-gur. Clare er fátæk og foreldralaus, en Faith á ríka foreldra að. Þær verða góðar vinstúlkur, ekki sízt vegna þess hve vel Clare hefur hjúkrað Faitli, sem býður henni heim til sín þangað sem foreldrar hennar búa í Com- wall. Læknir á sjúkrahúsinu, Kenn- eth Morgate, er hrifinn af Clare og biður hennar, en fær afsvar, þótt henni líki vel við Kenneth. Nokkru áður en Clare fer með Faith í sumarleyfi heim til henn- ar, hittir hún íækninn, sem hafði skorið hana upp við augnsjúk- dómnum, sem hún þjáist af, Sim- on Denver, og verður hrifinn af honum. Hann ekur vinstúlkun- um til Cornwall. Á leiðinni hitta þau lækninn Ralph Mason, sem er að undir- búa stofnun ellihælis, og Faith býður honum að koma heim, til að ræða það betur. Þegar þau koma heim til for- e’dra Faith, tilkynnir hún, að þau Simon séu trúlofuð, Clare verður m;Sg um þetta. Faith býður henni að vera áfram hjá sér, og Simon býðst til að útvega henni vinnu þar í nágrenninu. Hún er að hugsa um hvað hún eigi að gera, þegar hún hittir Joan Latimer, sem er einkarit- ari Simons. Hann segir Joan að hann sé trúlofaður Faith, og henni bregður sýnilega mikið. Þegar Simon kemur á lækn- ingastofu sína, fréttir hann að Ralph Mason hafi spurt eftir sér. — Já, bað væri miklu betra, sagði hún. Hún tók eftir augna- ráði Simonar. Það var augljóst að honum féll miður að Clare sagði já. Joan smáskríkti: — Kannske þér hafið keppinaut um kvölds- fvrirætiunina, hr. Mason. Ég mundi halda að það tæki jafn langan tíma að borða hádegis- verð og kvöldverð. Nú varð óviðkunnanleg þögn, þangað til Ralph sagði: — Ég er viss um að ekkert ykkar misskilur þó að mig 03 Clare lanffi til að hittast. Það er svo sjaldan sem við sjáumst 03 við höfum svo margt að tala saman um. Joan kveikti sér í vindlingi og sagði kuldalega: - Mér. dettur nokuð í hug, hr. Mason. Þér munuð ekki hafa átt heima í Broadstairs einhvern- tíma? Clare leit á þau á víxl 03 fannst á sér að eitthvað lægi bak- við þessa spurningu. Jú, það hef ég, sagði Ralph Mason. — Þá höfum við sést áður. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan ég sá yður, þegar þér komuð til Simons í fyrsta skipti. Ralph virtist alveg ósnortinn af þessu. Enginn gat gert sér í hugarlund hvað hann hugsaði eða hvernig hann tók þessu. f raun réttri var hann að hugsa um ó.varkáru orðin sín við Clare, um að Joan væri hættu- leg. —- Haldið þér það, sagði hann. — Þá verðum við að hitt- ast einhvern daginn og tala nán- ar um það. Joan bætti við fáeinum orð- um og sneri sér að Clare: - Veröldin er ekki stór. Ég verð að segja það, þó orðin séu margtuggin. Mig skyidi ekki furða, þó að þér hefðuð einhvern- tíma átt heima í Broadstairs líka? - Jú, ég hef átt heima þar, svaraði Clare. — Og það var þar sem ég kynntist Mason lækni . . . Hún var gröm, því að hún vissi að eitthvað lá bak við þess- ar spurningar Joan Latimer. — En hvað þetta var skrítið, sagði Joan. - Og að við skul- um svo hittast hérna í Corn- wall, öll þrjú! — Þá að það þyki kannske ókurteisi að segja það, get ég ekki munað eftir yður frá fomu fari, ungfrú Latimer, þó ég væri a’iur af vilja gerður, sagði Ralph Mason dálítið hranalega. Joan hefndi sín samstundis. Hún brosti smeðjulega og sagði: — En ég get komið yður fyr- ir mig, hr. Mason . . . Jæja, við verðum líklega að fara að kom- ast af stað, Simon. Það var á rödd hennar að heyra, að hún hefði eitthvað yfir Simoni að segja, og það sárnaði honum, og hann svaraði stutt, að ef hún legði bréfið á skrif- borðið hans, skyldi hann skrifa undir það þegar hann kæmi heim, og sjá um að það kæmist til skila. Bræðin sauð í Joan, en samt virtist hún róleg á yfir- borðinu. —- Jæja, þú getur auðvitað gert það ef þú vilt. Ralph hafði einhverja óþæg- indakennd af því, að ráðlegast væri að koma sér vel við þessa Joan Latimer og sagði nú hæ- versklega: — Þá fæ ég kannske að aka yður til Falmouth? .. Já, þér segið vel um það, sagði Joan og brosti. Hún ætlaði sér að halda þannig á spilunum, að Ralph Mason gæti orðið henni að liði, fyrr eða síðar. Daginn eftir var Clare órótt innanbrjósts. Hún skammaðist sín fyrir að þurfa að fara króka- leiðir, og um leið þráði hún óstjórnlega að fá að sjá Simon aftur. Nú fór klukkan að nálg- ast tíu að kvöldi, og Clare fékk samvizkubit. Hún hafði afráiðið að stelast út og hitta Simon á laun! Þetta var glæpur, en hún hafði sér það til afsökunar, að vinátta hennar til Faith var fölskvalaus — og mundi verða það áfram. Faith lokaði útvarpstækinu, sem stóð á litla borðinu við hæg- indastólinn hennar ... — Ætlarðu að ganga út dá- litla stund eins og þú ert vön, Clare? spurði hún. Clare hafði svo mikinn hjart- slátt að hún hélt að vinstúlka hennar hlyti að heyra það. — Já, ég var að hugsa um það. — Það er indælt veður í kvöld, sagði hún. Clare svaraði ekki og Faith hélt áfram: — Þér þykir kannske skrítið, að ég skuli vita hvort veðrið er fallegt eða ekki. En mér finnst allt bjartara og léttara núna. Það liggur í loft- inu . . . Ég ætla að taka bókina með mér upp bara verst hvé hún er þung og ómeðfærileg. Hún rétti út höndina eftir blindraletursbókinni og stóð upp. — Ég ætla bara að fá mér svo- lítið hreint loft fyrst, sagði hún og gekk að opnum dyrunum út á svalirnar. Ósjálfrátt sneri hún andlitinu í áttina að húsi Simons. — Það er indælt að Simon skuli eiga heima svona nærri mér, hvíslaði hún áður en hún sneri frá dyrunum til að fara upp í herbergið sitt. — Á ég að koma með þér upp? sagði Clare. Faith brosti: — Nei, þakka þér fyrir, góða. Nú ætla ég að lauga mig og svo fer ég beint í rúmið! Þú ert kannski hrædd við að láta mig baða mig eina. En ég veit upp á hár hve mikið vatn er í kerinu þegar ég dýfi hend- inni í það til að athuga hve heitt það er. —• Hvernig geturðu vitað það? spurði Clare hissa. —- 'Ég heyri það. Hljóðið í rennslinu breytist eftir því sem vatnsborðið hækkar . . . Nei, þarna kemur þá mamma! Hélztu kannske að þú gætir komið hing- að inn, án þess að ég yrði vör við það? Faith hló. Meg horfði ástaraugum á dótt- ur sína. — Nú förum við upp að hátta, sagði hún. — Þú gerir svo vel að aflæsa ytri hurðinni þegar þú kemur aftur, Clare. Og mundu nú að fara í kápu. Það er dálít- ið kalt í kvöld, — ég er hrædd um að hann fari að hvessa. Clare jánkaði með því að kinka kolli. Hún gat ekki fund- ið nein orð til að segja. Hún var veik af eftirvæntingu. Faith rétti henni höndina til að bjóða góða nótt og sneri fram kinn- inni svo að hún gæti kysst á hana. — Góða nótt, væna mín, sagði hún. Meg staldraði við niðri dálitla stund eftir að Faith var farin upp. — Henni er illa við, að við höldum að hún sé ekki sjálf- bjarga, sagði hún. — Heldurðu að það sé nokkur von fyrir hana ef hún verður skorin aftur? . . . Ég veit að það eru ekki aðrir en Simon, sem geta svarað þeirri spurningu. En ég held, að hann sé ragur við þennan uppskurð, því að ef hann mistekst er öll von úti . . . Ó, Clare, það verður tómlegt hérna þegar þú ert far- in! Oklcur hefur verið svo mikils virði að hafa þig hérna. Og þú hefur verið Faith svo góð. En ég ætlaði að minnast á dálítið við þig. Það er eitthvað sem amar að þér . . . Bara að ég gæti bætt úr því . . . ég vil að þú vitir, að þér er óhætt að trúa mér fyrir vandamálum þínum . . . Meg reyndi að hlæja til þess að gera sig hressilegri. Clare sagði hikandi að það væri satt að hún hefði úr ýmsu vöndu að ráða, en að það væri svo persónulegt, að enginn gæti hjálpað henni til að greiða úr því. Hún þakkaði Meg fyrir gott boð, og sagðist hafa átt yndis- lega daga á heimili hennar. Fundizt hún vera ein af fjöl- skyldunni. — Ég vona að þér finnist þú eiga heima hérna, hvenær sem þú kemur, sagði Meg Hamden hlýlega. Clare létti þegar hún kom út í garðinn. Hún stóð kyrr um stund og sogaði að sér kvöldsval- ann. Hægur blær lék um trjá- krónurnar, og skuggarnir af þeim dönsuðu á flötinni í tunglsljós- inu. Clare leit upp að húsinu; henni þótti vænt um, að það voru Framhald á bls. 46. VIKAN 1. tbl. — 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.