Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 47

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 47
varnarlausri manneskju. Brigð- un trúlofunarheits er enginn glæpur undir þeim kringumstæð- um. En að minni skoðun væri gifting það. Mér finnst ekki heiðarlegt að giftast stúlku og vera ástfanginn af annarri. Og vera ástfanginn af annarri! Næturkyrrðin lagðist yfir. Tunglið varpaði töfrabjarma yfir þennan leynifundarstað þeirra, yfir ástir þeirra, sem enn höfðu ekki fengið að njóta sín. Það var Simon sem loks rauf þögnina. •— Ég elska þig, Clare. Lofaðu mér að fá að segja þ&ð, að minnsta kosti einu sinni. Hann horfði fast í augu henn- ar og enginn máttur gat aftrað játningu hennar. — Ég elska þig líka, Simon, og ég mun alltaf elska þig. Hann greip hönd hennar, lyfti henni að vörum sér og þrýsti henni síðan að kinninni á sér. — Ég varð að fá að vita hvernig ástatt væri í hjartanu í þér, hvíslaði hann. — Ég varð að fá frið fyrir kvalarhugrenn- ingum mínum. Ég hef ekki einu sinni getað sinnt störfum mín- um sæmilega síðan þú komst hingað. Og ég þoldi ekki þessa óvissu lengur. Þetta eru ekki svik við Faith, skilurðu það ekki? ' — Jú, svaraði hún lágt og lét sæluna streyma um sig eitt augnablik. Simon elskaði hana! — En við megum aldrei gera henni mein, sagði hún lágt. — Ég gæti aldrei gifzt þér, vitandi það að hún elskar þig líka. — Kannske sér hún mig í öðru ljósi ef hún fær sjónina aftur. Nú haldur hún dauða- haldi í mig í þeirri trú, að ég einn geti hjálpað henni. Ef hún fær að losna úr heimi myrkurs- ins, lítur hún kannske öðrum augum á margt, en hún hefur gert áður. Kannske fær hún tækifæri til að vakna smátt og smátt til veruleikans. — En nú er aðeins um eitt velja, sagði Clare. Ég verð að fara héðan. Það færi aldrei vel ef ég yrði hérna, væri með henni, hitti þig og reyndi að láta ekki á neinu bera. Þú veizt hve ótrú- lega næma skynjun hún hefur Hún finnur þegar, að eitthvað liggur þungt á mér. Að ég er að hugsa um ákveðinn mann. — Morgate lækni, kannske? sagði Simon uppvægur. — Kenneth er mér einskis virði, svaraði hún um hæl. — Hann er aðeins góður kunningi minn. — En hvað um Ralph Ma- son? — Hann er líka aðeins kunn- ingi. Ekkert annað. — Ég get ekki hugsað til þess, að þú farir. Bara að, einhver önnur leið væri fær! sagði hann hugsandi — Það er engin önnur leið fær, sagði hún. — Ég veit það, en það gerir vandann ekki léttari. Það er hræðilegt að hafa fundið þig — aðeins til þess að missa þig aft- ur. — Ég hverf algerlega úr til- veru þinni, sagði Clare og stóð upp. — Hvað heldurðu að verði um þennan uppskurð, spurði hún varfærnislega. — Ég ætla að láta Morgate lækni skoða hana. Ég held, að við látum hann ráða hvað gert verður. Sérstaklega eins og nú er komið, Clare ... Hún horfði biðjandi á hann, nærri því hrædd. Hann vafði hana örmum og þrýsti henni svo fast að sér að hún fann hjart- slátt hans við brjóst sér. Hún færði sig frá honum og þau gengu þegjandi út úr dyr- unum. Svo leit hún til hans til- beiðsluaugum. — Ég skal reyna að halda sam- bandi við þig eftir að ég er far- in, sagði hún. — Við megum aldrei vera ein saman framar. En þú verður alltaf í huga mín- um, Simon, það veiztu. Og þú hlýtur að skilja að ég verð að fara? Það væru svik við hana að vera kyrr hérna. — Já, ég skil það. Okkur er engin önnur leið fær . .. En hvað var þetta? Heyrðir þú nokkuð? sagði hann allt í einu. — Nei, sagði hún. — Kannski hefur það verið fugl, sem hefur bært á sér einhvers staðar. En nú verð ég að fara ... — Ég ætla að fylgja þér. — Nei, það er ekki vert. Ef við sjáumst saman, getur það orðið efni í slúðursögur, og ým- islegt misjafnt verður sagt um okkur. Hann þrýsti henni að sér og kyssti hár hennar. — Æ, Simon, ég verð að fara ... . ég verð að fara..... Simon sleppti tökunum og hún hljóp frá honum. Hann stóð grafkyrr og starði út í nóttina. Hún hafði litið við aðeins einu sinni, og veifað til hans. Simon hélt af stað heim til sín í hægðum sínum, og skömmu síðar skreið Joan Latimer út úr felustað sínum við sumarhúsið. í augum hennar var bæði hatur og sigurgleði. Clare hrökk við er hún sá Jock standa í húsdyrunum. Fyrst datt henni í hug að hann vissi allt um ferðir hennar, og hún varð agndofa af hræðslu. — Það var gott, að þú ert komin, sagði hann. Það var hvorki álöstun né dómur í röddinni —- en auðheyrt að honum létti við að sjá hana. — En hvers vegna.... ég meina. . . . — Faith —- hún er ekki frísk. VIKAN 1. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.