Vikan


Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 17

Vikan - 02.01.1964, Blaðsíða 17
iagíír r . X;-': '• ■ ' '/. • ,v**,' •''•'-••• ■ *'•• *«" T/; J ' •' lHl,uí‘l‘i' , ‘ ' '' ,7: "•"" 10M að verki. Göngin voru tilbúin til notk- unar 31. ágúst. Hafði tekið sjö vikur að gera þau og þau voru átta metrar á lengd. Þá var að taka ákvörðun um, hvenær flóttinn skyldi hefjast. Við urðum að ganga úr skugga um, hvernig íbúar hússins við brenniskúrinn höguðu daglegu lífi sinu. í þeim tilgangi lágum við á gægjum undir pallinum í brenniskúrnum og reyndum að fylgjast með dyrunum á hús- inu, en því miður sáum við svo rimlahurð, sem lá fram að öng- strætinu, en við gátum ekki átt- að okkur á, hvers konar læsing væri á henni. Um þær dyr urð- um við að fara til að öðlast frelsið. Ég lagði mér á minni, að ég yrði að hafa með mér skrúfjárn þegar við hæfum flótt- ann. Það kom líka á daginn, að það var heppileg ákvörðun, svo að ekki sé meira sagt! Fyrstu dagana héldum við vörð allan daginn, en snerum okkur brátt að því að gera þetta að- eins, þegar kyrrlátast var. Við sömdum yfirlit um umferðina að og frá húsinu á ýmsum tímum dags. Kona nokkur dvaldist nokkurn hluta dagsins í skúrn- um. Við urðum að hafa til umráða „öruggt“ tímabil, að minnsta kosti hálfa klukkustund sem ætlunin var að verja á eftirfar- andi hátt: Fimm mínútur til að opna göngin, tólf mínútur — tvær á mann — til að koma strokumönnunum af stað, og síð- an 13 mínútur til að ganga kyrfi- lega frá gangaopinu aftur. Tvisvar á dag voru horfur á — en þó engin vissa — að við gætum fengið hálfrar stundar frið. Varðmaður kom að horni s|kúrsins í ljósaskiptunum, og fór ekki aftur fyrr en í dögun. í rauninni varði hann mestum hluta næturinnar með því að halla sér að skúrnum og lesa. Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.